Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. desember 2011
Prenta
Strandafrakt í ullarferð.
Í gær kom bíll frá Strandafrakt að sækja seinni ferðina af ull til bænda,en fyrri ferðina kom Strandafrakt föstudaginn annan desember. Ullin fer í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi. Eins og fram hefur komið hér á vefnum hækkaði verð til bænda fyrir ullina um rúmlega 5%. Strandafrakt sér um að sækja ull víðar í sýslunni til bænda og flytja á Blönduós.