Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. desember 2011 Prenta

Veðurspáleikur.

Skráið ykkur á veðurspáleikinn á vedur.is
Skráið ykkur á veðurspáleikinn á vedur.is
Í tilefni af 90 ára afmæli Veðurstofu Íslands 2010 var hannaður leikur þar sem almenningi gefst kostur á að spá veðrinu tvo daga fram í tímann. Hann var fyrst leikinn í desember sama ár og mæltist vel fyrir. Stefnt er að því leika veðurspáleikinn ársfjórðungslega. Er allt áhugafólk um veðurspár hvatt til að taka þátt í leiknum.

Þátttakendur skrá sig til leiks og byrja að spá á mánudegi. Spáð er hvernig veðrið verður kl. 12 á hádegi á miðvikudegi og senda þarf spána inn fyrir kl. 24 á mánudagskvöld. Á þriðjudegi er spáð fyrir fimmtudegi o.s.frv. Ekki er spáð á laugardegi og sunnudegi þar sem ekki er ætlast til að þátttakendur sitji vaktina eins og veðurfræðingar Veðurstofunnar. Spárnar eru svo bornar saman við veðurathuganir. Síðdegis á miðvikudag eru birtar fyrstu niðurstöður og á sunnudegi eru úrslit leiksins ljós.
Sjá nánar hér og skráið ykkur á vedur.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Lítill borgarísjaki er um 10 KM NNA af stöðinni, eða 6 KM austur af Sæluskeri.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Íshrafl í Hvalvík 13-03-2005.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
Vefumsjón