Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn  6. desember 2011 
			Prenta
		
				
	
	
	Aðventuhátíð Átthagafélagsins.
		
		Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin sunnudaginn 11.desember í Bústaðakirkju og hefst kl. 16.30. Stjórnandi er Arnhildur Valgarðsdóttir. Einsöngur er í höndum Heiðu Árnadóttur. Hljóðfæraleikarar eru Ásta Haraldsdóttir, píanó og  Ágústa Dómhildur á fiðlu. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar flytur hugvekju. Miðaverðið er aðeins 3.000 kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffihlaðborð er innifalið.
		
	
	
	
	
	
 
 
		 
		




