Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. desember 2011 Prenta

Heydalur hlýtur hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda.

Heydalur í Mjójafirði.
Heydalur í Mjójafirði.

Á Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda sem haldin var 23. nóvember s.l. veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda 6 bæjum innan samtakanna sérstakar viðurkenningar og var það í fyrsta sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi. Viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum, Hvatningaverðlaun Ferðaþjónustu bænda og Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2011. Það voru veitt þrenn verðlaun í hverjum flokki. Heydalur í Mjóafirði var eitt þriggja ferðaþjónustufyrtækja innan vébanda Ferðaþjónustu bænda sem hlutu hvatningarverðlaunin.Í rökstuðningi fyrir viðurkenningunni um Heydal segir:

 

Þetta eru stórhugar á Vestfjörðum sem eru á góðri leið með að byggja upp hinn sannkallaða ævintýradal í Heydal, þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi allan ársins hring. Áhersla er lögð á að bjóða upp á fjölbreytta náttúrutengda afþreyingu á staðnum, s.s. gönguferðir, hestaferðir, kajakferðir og selaskoðun. Á markvissan hátt hafa þau einnig verið að vinna að lengingu ferðamannatímabilsins t.d. með því að bjóða upp á norðurljósaferðir á Vestfirðina. Þau leggja mikið upp úr samstarfsverkefnum og má þar t.d. nefna samstarf við Vatnavini varðandi hugmyndir um nýtingu á heita vatninu. Lifandi verkefni hér á ferðinni og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Ferðamálasamtök Vestfjarða vilja óska þeim Stellu og Gísla hjartanlega til hamingju með sérlega verðskuldaða viðurkenningu sem öll vestfirsk ferðaþjónusta getur ekki síður verið stolt af. Segir í fréttatilkynningu.

Heimasíða Ævintýradalsins í Heydal er á slóðinni www.heydalur.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
  • Teikning af nýju kaffihúsi á Norðurfirði.
  • Árnes II-23-07-2008.
  • Íshrafl í fjörinni í Ávík.28-12-2001.
Vefumsjón