Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. desember 2011
Prenta
Fyrsta ársskírsla HVE komin út.
Ársskírsla HVE fyrir árið 2010 er komin út en það var fyrsta heila starfsár stofnunarinnar. Eins og kunnugt er, þá sameinuðust átta heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi 1. janúar það ár undir heitinu Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í skírslunni má finna stutta lýsingu á starfsemi hinna einstöku starfseininga og tölulegar upplýsingar úr starfseminni, dregnar saman eins og þær birtast í sjúkraskrárkerfum HVE og öðrum gagnagrunnum. Þá fylgir ársreikningur HVE árskírslu.Í aðfaraorðum forstjóra segir m.a. að það sé hans mat að sameining stofnana á vestur- og norðvesturlandi hafi komið til framkvæmda við erfiðar kringumstæður þegar verulega hafi þrengt að í þjóðfélaginu. Meginmarkmið hafi því verið að verja og styrkja eftir megni innviði góðrar heilbrigðisþjónustu í umdæminu í efnahagslegum mótbyr og að verjast frekari áföllum. Ársskírsluna og þar á meðal fyrir Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík má sjá hér.