Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. desember 2011 Prenta

Fyrsta ársskírsla HVE komin út.

Heilsugæslustöðin á Hólmavík. Mynd Ingimundur Pálsson.
Heilsugæslustöðin á Hólmavík. Mynd Ingimundur Pálsson.
Ársskírsla HVE fyrir árið 2010 er komin út en það var fyrsta heila starfsár stofnunarinnar. Eins og kunnugt er, þá sameinuðust átta heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi 1. janúar það ár undir heitinu Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í skírslunni má finna stutta lýsingu á starfsemi hinna einstöku starfseininga og tölulegar upplýsingar úr starfseminni, dregnar saman eins og þær birtast í sjúkraskrárkerfum HVE og öðrum gagnagrunnum. Þá fylgir ársreikningur HVE árskírslu.Í aðfaraorðum forstjóra segir m.a. að það sé hans mat að sameining stofnana á vestur- og norðvesturlandi hafi komið til framkvæmda við erfiðar kringumstæður þegar verulega hafi þrengt að í þjóðfélaginu. Meginmarkmið hafi því verið að verja og styrkja eftir megni innviði góðrar heilbrigðisþjónustu í umdæminu í efnahagslegum mótbyr og að verjast frekari áföllum. Ársskírsluna og þar á meðal fyrir Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík má sjá hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Svalahurð,18-11-08.
  • Vignir Maríasson frá Felli.
  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
  • Byrjað að setja þakjárn á,21-11-08.
  • Unnið við sperrur.29-10-08.
Vefumsjón