Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. desember 2011
Prenta
Ný móttaka Veðurstofu og aukin verkefni.
Ný móttaka Veðurstofu Íslands var opnuð þann, 16. desember, að Bústaðavegi 7. Veðurstofan er nú til húsa í tveimur byggingum, Bústaðavegi 7 og eldra húsnæði að Bústaðavegi 9.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tók nýrri bygginguna formlega í notkun. Lengi hefur staðið til að leysa húsnæðisvanda stofnunarinnar en auk húsnæðis sem tekið var í notkun 1973, hefur stofnunin fram til þessa haft starfsaðstöðu á fleiri en einum stað á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom hjá umhverfisráðherra að stefnt sé að því að hefja undirbúning að nýbyggingu fljótlega. Nánar á vef Veðurstofu Íslands.