Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. janúar 2012 Prenta

Örn Elías Vestfirðingur ársins.

Guðmundur M. Kristjánsson, faðir Arnar Elíasar, tók við viðurkenningunni fyrir hönd sonar síns. Með honum á myndinni er Thelma Hjaltadóttir, blaðamaður Bæjarins besta og bb.is.
Guðmundur M. Kristjánsson, faðir Arnar Elíasar, tók við viðurkenningunni fyrir hönd sonar síns. Með honum á myndinni er Thelma Hjaltadóttir, blaðamaður Bæjarins besta og bb.is.
Bæjarins besta.
Vestfirðingur ársins 2011 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins bb.is er Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Mugison. Örn Elías hefur verið viðloðandi tónlist um margra ára skeið og gefið út nokkrar hljómplötur. Stjarna hans hefur aldrei risið eins hátt og undir lok síðasta árs er hann gaf út hljómdiskinn Haglél sem selst hefur í tugþúsundum eintaka. Til að þakka landsmönnum fyrir stuðninginn hélt Örn Elías fjölmarga tónleika víðs vegar um land auk þrennra tónleika í Hörpu þar sem þúsundir landsmanna hlustuðu á hann án endurgjalds. Þess má geta að Örn Elías var einnig kjörinn Vestfirðingur ársins 2004 og er því sá fyrsti til að hampa nafnbótinni í tvígang.
Í öðru sæti í vali á Vestfirðingi ársins varð Guðni Albert Einarsson, framkvæmdastjóri á Suðureyri. Þriðja sæti hlaut í vali á Vestsfirðingi ársins Jón Guðbjartsson, framkvæmdastjóri rækjuverksmiðjunnar Kamba á Ísafirði. Lesendur geta lesið nánar allt um Vestfirðing  ársins hér á netútgáfu bb.is. Eins verða gerð góð skil á Vestfirðing ársins 2011 í blaðaútgáfu Bæjarins besta. 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
Vefumsjón