Reykjaneshyrna séð frá Norðurfirði.
RÚV rás 2 síðdegisútvarp.
Enn í dag var Árneshreppur í brennidepli í síðdegisútvarpi RÚV þar sem var rætt vítt og breitt um samgöngumál hreppsins og víðar,einnig var viðtal við Ögmund Jónasson ráðherra samgöngumála og fleiri. Þetta mun vera þriðji dagurinn í röð sem síðdegisútvarp rásar 2 fjallar um samgöngur í Árneshrepp.!
Vegagerðin ryður veginn norður í Árneshrepp í dag vegna jarðarfarar, en prestur og organisti hefðu að óbreyttu mögulega ekki komist til athafnarinnar á morgun.
Vegagerðin ryður venjulega ekki þennan veg um háveturinn, frá 6.janúar til 20. mars. Síðdegisútvarpið hefur fjallað ítarlega um einangrun Árneshrepps að undanförnu.
Hreppurinn fellur undir svokallaða G-reglu um snjómokstur og er eina sveitarfélagið sem gerir það. Íbúarnir í Árneshreppi, um 50 talsins, þurfa að sækja helstu þjónustu til Hólmavíkur, eins og til dæmis læknisþjónustu. Undanfarna daga hefur í Síðdegisútvarpinu verið rætt við fulltrúa Vegagerðarinnar, oddvita Árneshrepps og Ásbjörn Óttarsson, fyrsta þingmann kjördæmisins. Hann segir að það verði að færa sveitarfélagið ofar í samgönguáætlun, því eins og er verður vegurinn ekki lagfærður fyrr en 2020. Síðdegisútvarpið
Meira