Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. janúar 2012

Hafís á Húnaflóa.

Kort af vef Veðurstofu Íslands.
Kort af vef Veðurstofu Íslands.

Skip tilkynnir hafís á Húnaflóa:
Hafís á Húnaflóa, staður 66.08,°7n 021.11°v. Sér íshrafl bæði til norðurs og suðurs frá þessum stað, stakir litlir jakar, hættulegir minni bátum. Virðist reka til SA. Hnit á stökum hafis er  66:08.7N, 021:11.0W. Það er stutt í að hafísinn fari að sjást frá Árneshreppi þegar skyggni verður gott. Innskot fréttamanns Litlahjalla. Frá þessu er sagt á hafísvef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. janúar 2012

Flugi aflýst.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Flugi hefur nú verið aflýst á Gjögur vegna veðurs. Talsverð snjókoma er með köflum en það er mjög lágskýjað og dimmviðri,vindur er líka af Norðvestri 9 til 12 m/s ,og stendur þá þvert á flugbrautina á Gjögri.  Athugað verður með flug í fyrramálið.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. janúar 2012

Nýmyndun á hafís og kaldur sjór.

Mikil nýmyndun er á hafís.
Mikil nýmyndun er á hafís.
1 af 2

Á ratsjármynd frá kl. 22:32  í gærkvöldi sýnir hellings nýmyndun hafíss fyrir norðan. Ratsjármyndin nær ekki langt í vestur en sýnir svæðið út af Húnaflóa nokkuð vel. Það er einhver hafís í þessu en sennilega mjög gisinn.  Á MODIS mynd frá því fyrr í gær eða  kl:13:04 ,á henni sést kaldi sjórinn sem sveigir fyrir Hornstrandir. Þetta kemur fram á nýjustu athugun frá  Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. janúar 2012

Íshrafl ANA af Hornbjargi.

Íshraflið getur verið hættulegt skipaumferð.
Íshraflið getur verið hættulegt skipaumferð.
Samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands eru tæpar 28 sjómílur í nýmyndaðan flekk NNV af Kögri og tæpar 24 sjómílur í hrafl ANA af Hornbjargi. Talsvert lengra er í meginísinn.

Ísinn er orðinn tættur og mjög gisinn fyrir norðan Vestfirðina en samt hættulegur skipaumferð. Það er talið alveg ljóst að ísinn nær eitthvað lengra í austur en myndin sýnir. Myndin er frá því kl:23:09 í gærkvöldi.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. janúar 2012

Hafísinn hefur fjarlægst.

Ratsjármynd frá í gærkvöld.
Ratsjármynd frá í gærkvöld.
Samkvæmt ratsjármynd frá ESA frá kl. 22:42 í gærkvöldi er mjög gisinn hafís tæpar 26 sjómílur NNV frá Kögri og 38 sjómílur NA frá Hornbjargi. Sjá meðfylgjandi mynd frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem Ingibjörg Jónsdóttir teiknað inn ísjaðarinn. Einhverjir jakar geta verið nær landi. Um kvöldið þann 11 janúar var ísinn næst landi 10 sjómílur Norður af Kögri. Og hefur ísinn því greinilega fjarlægst nokkuð eins og er.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. janúar 2012

Pálína Jenný Þórólfsdóttir verður jarðsett frá Árneskirkju í dag.

Pálína Jenný Þórólfsdóttir.
Pálína Jenný Þórólfsdóttir.
1 af 2
Í dag 14 janúar 2012 kl:14:00 verður jarðsett frá Árneskirkju Pálína J Þórólfsdóttir frá Finnbogastöðum í Trékyllisvík Árneshreppi. Pálína Jenný Þórólfsdóttir var fædd í Litlu-Ávík 17 febrúar árið 1921 og lést á Dvalar-og Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 6 janúar 2012. Móðir Pálínu Jóhanna Guðbjörg Jónsdóttir fædd 2 mars 1899 dáin 5.október 1928,og var því aðeins 29 ára að aldri þegar hún lést frá sex ungum börnum sínum. Pálína var því aðeins sjö ára þegar móðir hennar féll frá. Faðir Pálínu var Þórólfur Jónsson fæddur 11 september 1890 og dáinn 21 apríl 1964. Maður Pálínu var Þorsteinn Guðmundsson fæddur 21 mars 1905 og dáinn 13 janúar 1983. Þau bjuggu allann sinn búskap á Finnbogastöðum í Árneshreppi.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. janúar 2012

Enn í dag var Árneshreppur í brennidepli í síðdegisútvarpi.

Reykjaneshyrna séð frá Norðurfirði.
Reykjaneshyrna séð frá Norðurfirði.
 RÚV rás 2 síðdegisútvarp. 

Enn í dag var Árneshreppur í brennidepli í síðdegisútvarpi RÚV þar sem var rætt vítt og breitt um samgöngumál hreppsins og víðar,einnig var viðtal við Ögmund Jónasson ráðherra samgöngumála og fleiri. Þetta mun vera þriðji dagurinn í röð sem síðdegisútvarp rásar 2 fjallar um samgöngur í Árneshrepp.!

Vegagerðin ryður veginn norður í Árneshrepp í dag vegna jarðarfarar, en prestur og organisti hefðu að óbreyttu mögulega ekki komist til athafnarinnar á morgun.

Vegagerðin ryður venjulega ekki þennan veg um háveturinn, frá 6.janúar til 20. mars. Síðdegisútvarpið hefur fjallað ítarlega um einangrun Árneshrepps að undanförnu.

Hreppurinn fellur undir svokallaða G-reglu um snjómokstur og er eina sveitarfélagið sem gerir það. Íbúarnir í Árneshreppi, um 50 talsins, þurfa að sækja helstu þjónustu til Hólmavíkur, eins og til dæmis læknisþjónustu. Undanfarna daga hefur í Síðdegisútvarpinu verið rætt við fulltrúa Vegagerðarinnar, oddvita Árneshrepps og Ásbjörn Óttarsson, fyrsta þingmann kjördæmisins. Hann segir að það verði að færa sveitarfélagið ofar í samgönguáætlun, því eins og er verður vegurinn ekki lagfærður fyrr en 2020. Síðdegisútvarpið
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. janúar 2012

Vegagerðin opnar norður í Árneshrepp.

Vegagerðin opnar í dag.
Vegagerðin opnar í dag.
1 af 2
Í dag er Vegagerðin á Hólmavík að opna norður í Árneshrepp. Jarðarför er framundan á morgun frá Árneskirkju og prestur og organisti þurfa að komast norður til að þjóna þessari hluta sóknar sem er hluti Hólmavíkurprestakalls. Það skal tekið fram að gífurleg hálka er á vegum hér niðra sem og annarsstaðar á landinu. Fólk sem hefur hugsað sér að koma og vera við jarðarförina ætti ekki að fara á nema mjög vel búnum bílum til aksturs í hálku og ófærð.

Þannig að allt ætti að ganga upp vegna jarðarfararinnar. Prestur og organisti ættu að komast norður.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. janúar 2012

Örn Elías Vestfirðingur ársins.

Guðmundur M. Kristjánsson, faðir Arnar Elíasar, tók við viðurkenningunni fyrir hönd sonar síns. Með honum á myndinni er Thelma Hjaltadóttir, blaðamaður Bæjarins besta og bb.is.
Guðmundur M. Kristjánsson, faðir Arnar Elíasar, tók við viðurkenningunni fyrir hönd sonar síns. Með honum á myndinni er Thelma Hjaltadóttir, blaðamaður Bæjarins besta og bb.is.

Bæjarins besta.
Vestfirðingur ársins 2011 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins bb.is er Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Mugison. Örn Elías hefur verið viðloðandi tónlist um margra ára skeið og gefið út nokkrar hljómplötur. Stjarna hans hefur aldrei risið eins hátt og undir lok síðasta árs er hann gaf út hljómdiskinn Haglél sem selst hefur í tugþúsundum eintaka. Til að þakka landsmönnum fyrir stuðninginn hélt Örn Elías fjölmarga tónleika víðs vegar um land auk þrennra tónleika í Hörpu þar sem þúsundir landsmanna hlustuðu á hann án endurgjalds. Þess má geta að Örn Elías var einnig kjörinn Vestfirðingur ársins 2004 og er því sá fyrsti til að hampa nafnbótinni í tvígang.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. janúar 2012

Íbúar Árneshrepps lokaðir inni.

Drangaskörð ein náttúruperla Árneshrepps.
Drangaskörð ein náttúruperla Árneshrepps.
RÚV síðdegisútvarp.!

Enn í dag hélt síðdegisútvarp Ríkisútvarpsins umfjöllun sinni um samgöngur í Árneshreppi á Ströndum. Í dag var talað þar við Ásbjörn Óttarsson fyrsta þingmann Norðvesturkjördæmis. Íbúum Árneshrepps finnst þetta skipta miklu máli að stór fjölmiðill láti málið sig varða og þar með vaki umfjöllun á landsvísu meðal ráðamanna þjóðarinnar vegna þessa litla samfélags sem sveitarfélagið Árneshreppur er hér norður á Ströndum sem er perla ferðamanna á sumrum,sem á ekki síður að vera perla Norðursins á vetrum,en þá þarf samgöngur.!

Íbúarnir í Árneshreppi eru oft lokaðir af þar sem eini vegurinn frá hreppnum er ekki ruddur í langan tíma á hverjum vetri.

Ásbjörn Óttarsson fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis segir að Alþingi verði að ræða þetta enda sveitarfélagið hið eina sem lítur svonefndri G -reglu Vegagerðarinnar um snjómokstur. Að óbreyttu verður ekkert gert í málinu fyrr en árið 2020 samkvæmt Samgönguáætlun. Ásbjörn ætlar að vinna að stuðningi við breytingar á því á þingi, að Árneshreppur verði færður ofar á vegaáætlun.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Komið í land með dráttartaug og kaðla.
Vefumsjón