Nýmyndun á hafís og kaldur sjór.
Á ratsjármynd frá kl. 22:32 í gærkvöldi sýnir hellings nýmyndun hafíss fyrir norðan. Ratsjármyndin nær ekki langt í vestur en sýnir svæðið út af Húnaflóa nokkuð vel. Það er einhver hafís í þessu en sennilega mjög gisinn. Á MODIS mynd frá því fyrr í gær eða kl:13:04 ,á henni sést kaldi sjórinn sem sveigir fyrir Hornstrandir. Þetta kemur fram á nýjustu athugun frá Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Íshrafl ANA af Hornbjargi.
Ísinn er orðinn tættur og mjög gisinn fyrir norðan Vestfirðina en samt hættulegur skipaumferð. Það er talið alveg ljóst að ísinn nær eitthvað lengra í austur en myndin sýnir. Myndin er frá því kl:23:09 í gærkvöldi.
Hafísinn hefur fjarlægst.
Pálína Jenný Þórólfsdóttir verður jarðsett frá Árneskirkju í dag.
Meira
Enn í dag var Árneshreppur í brennidepli í síðdegisútvarpi.
Enn í dag var Árneshreppur í brennidepli í síðdegisútvarpi RÚV þar sem var rætt vítt og breitt um samgöngumál hreppsins og víðar,einnig var viðtal við Ögmund Jónasson ráðherra samgöngumála og fleiri. Þetta mun vera þriðji dagurinn í röð sem síðdegisútvarp rásar 2 fjallar um samgöngur í Árneshrepp.!
Vegagerðin ryður veginn norður í Árneshrepp í dag vegna jarðarfarar, en prestur og organisti hefðu að óbreyttu mögulega ekki komist til athafnarinnar á morgun.
Vegagerðin ryður venjulega ekki þennan veg um háveturinn, frá 6.janúar til 20. mars. Síðdegisútvarpið hefur fjallað ítarlega um einangrun Árneshrepps að undanförnu.
Hreppurinn fellur undir svokallaða G-reglu um snjómokstur og er eina sveitarfélagið sem gerir það. Íbúarnir í Árneshreppi, um 50 talsins, þurfa að sækja helstu þjónustu til Hólmavíkur, eins og til dæmis læknisþjónustu. Undanfarna daga hefur í Síðdegisútvarpinu verið rætt við fulltrúa Vegagerðarinnar, oddvita Árneshrepps og Ásbjörn Óttarsson, fyrsta þingmann kjördæmisins. Hann segir að það verði að færa sveitarfélagið ofar í samgönguáætlun, því eins og er verður vegurinn ekki lagfærður fyrr en 2020. SíðdegisútvarpiðMeira
Vegagerðin opnar norður í Árneshrepp.
Þannig að allt ætti að ganga upp vegna jarðarfararinnar. Prestur og organisti ættu að komast norður.
Örn Elías Vestfirðingur ársins.
Bæjarins besta.
Vestfirðingur ársins 2011 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins bb.is er Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Mugison. Örn Elías hefur verið viðloðandi tónlist um margra ára skeið og gefið út nokkrar hljómplötur. Stjarna hans hefur aldrei risið eins hátt og undir lok síðasta árs er hann gaf út hljómdiskinn Haglél sem selst hefur í tugþúsundum eintaka. Til að þakka landsmönnum fyrir stuðninginn hélt Örn Elías fjölmarga tónleika víðs vegar um land auk þrennra tónleika í Hörpu þar sem þúsundir landsmanna hlustuðu á hann án endurgjalds. Þess má geta að Örn Elías var einnig kjörinn Vestfirðingur ársins 2004 og er því sá fyrsti til að hampa nafnbótinni í tvígang.
Meira
Íbúar Árneshrepps lokaðir inni.
Enn í dag hélt síðdegisútvarp Ríkisútvarpsins umfjöllun sinni um samgöngur í Árneshreppi á Ströndum. Í dag var talað þar við Ásbjörn Óttarsson fyrsta þingmann Norðvesturkjördæmis. Íbúum Árneshrepps finnst þetta skipta miklu máli að stór fjölmiðill láti málið sig varða og þar með vaki umfjöllun á landsvísu meðal ráðamanna þjóðarinnar vegna þessa litla samfélags sem sveitarfélagið Árneshreppur er hér norður á Ströndum sem er perla ferðamanna á sumrum,sem á ekki síður að vera perla Norðursins á vetrum,en þá þarf samgöngur.!
Íbúarnir í Árneshreppi eru oft lokaðir af þar sem eini vegurinn frá hreppnum er ekki ruddur í langan tíma á hverjum vetri.
Ásbjörn Óttarsson fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis segir að Alþingi verði að ræða þetta enda sveitarfélagið hið eina sem lítur svonefndri G -reglu Vegagerðarinnar um snjómokstur. Að óbreyttu verður ekkert gert í málinu fyrr en árið 2020 samkvæmt Samgönguáætlun. Ásbjörn ætlar að vinna að stuðningi við breytingar á því á þingi, að Árneshreppur verði færður ofar á vegaáætlun.
Meira
Kemst presturinn í jarðarförina?
Síðdegisútvarpið á Ríkisútvarpinu var með viðtal við oddvita Árneshrepps og upplýsingarfulltrúa Vegagerðarinnar í gær. Í augum margra Árneshreppsbúa er 6. janúar ein óvinsælasta dagsetning ársins. Ástæðan er sú að nú er komið að þeim hluta ársins að vegurinn þangað verður ekki ruddur fyrr en vora tekur samkvæmt almanakinu. Nánar tiltekið 20. mars eða í 75 daga samfleytt.
Ástæðan er sú að Árneshreppur fellur undir svokallaða G-reglu um snjómokstur og er eina sjálfstæða sveitarfélag landsins sem þarf að lúta þeirri reglu. Þetta er afleitt, segja heimamenn, enda er aðeins ein akleið til og frá hreppnum. Í Árneshreppi búa 50 manns og vegurinn þangað er gamall sveitavegur sem er úr sér genginn allan ársins hring enda lagður á árunum í kringum 1960-70. Í Síðdegisútvarpinu var rætt um þetta við Oddnýju Þórðardóttur, oddvita í Árneshreppi og G. Pétur
Meira