Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. febrúar 2012
Prenta
Bændur óttast kal í túnum í vor.
Bændur í Árneshreppi eru farnir að óttast kal í túnum í vor. Mikil svellalög eru á túnum og hafa verið það meira og minna frá því í haust,þá var talsvert frost á nokkuð auða jörð,og nú í nýliðnum janúar hafa verið talsverðir blotar og fryst aftur á milli. Þar sem snjó hefur tekið upp eru tún mjög svelluð og þar sem sýnist autt er talsverð svell í grasrótinni,enda hefur einungis yfirborðið þiðnað. Það er lítið annað en mjög hlítt og gott vor sem gæti dregið úr kali á túnum,segja bændur! Á myndum sem fylgja með þessari frétt sést vel hvað tún eru svelluð og ein myndin er tekin ofan í grassvörðinn og sést vel klakinn ofan í grasrótinni. Myndirnar voru teknar af túni á Finnbogastöðum 30. janúar og af túnum í Litlu-Ávík þann 1. Febrúar.