Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 23. til 30. janúar 2012.
Í liðinni viku var færð og veður af og til mjög leiðinlegt og færð mjög slæm. Þó nokkrar aðstoðarbeiðnir bárust lögreglu og voru björgunarsveitir kallað til aðstoðar.
Þessa dagana hefur lögreglan verið að fylgjast með bifreiðum sem eru ótryggðar og þó nokkuð margar bifreiðar hafa verið teknar úr umferð,númerin tekin af þeim. Lögregla mun halda því áfram og hvetur eigendur/umráðamenn ökutækja að hafa tryggingamál sín í lagi. Þá hvetur lögregla ökumenn/umráðamenn ökutækja að huga að ljósabúnaði sé í lagi,þá er ekki úr vegi að benda á að áður en ekið er af stað,þegar snjóað hefur,að skafa af rúðum og ljósum bifreiða til að hindra ekki útsýn. Lögregla vill benda á að akstur vélsleða í þéttbýli er bannaður.
Þá vill lögregla enn og aftur brýna fyrir vegfarendum að kynna sér veður og ástand vega áður en lagt er í langferð á þessum tíma árs,færð og veður geta verð fljót að spillast. Minnt er á síma vegagerðarinnar 1777/1779, þar sem hægt er að fá upplýsingar um færð og veður.
Þorrablót voru víða haldin um liðna helgi í umdæminu og fór skemmtanahald fram án teljandi afskipta lögreglu.
Segir í tilkynningu frá lögreglu.