Saumaklúbbur var í gærkvöldi.
Meira
Íbúar í Árneshreppi hafa verið afar óhressir með vetrarþjónustu Vegagerðarinnar í sveitarfélaginu. Samkvæmt svokallaðri G-reglu Vegagerðarinnar um snjómokstur er vegurinn í Árneshrepp, úr Bjarnarfirði, ekki ruddur frá 6. janúar til 20. mars. Sveitarfélagið getur þó óskað eftir mokstri á þessum tíma en þarf þá sjálft að greiða helming kostnaðar.
Undantekning var hins vegar gerð á þessu í síðustu viku en þá var mokað í Kjörvog og hefur fréttastofa RÚV fengið það staðfest að moksturinn var á kostnað Vegagerðarinnar, en þó ekki nema í Djúpavík. Árneshreppur ber hins vegar helming kostnaðar við moksturinn frá Djúpavík í Kjörvog.
Moksturinn í Djúpavík fór fram degi áður en Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra í Djúpavík þurfti að mæta á fund á vegum Innanríkisráðuneytisins en hún á sæti í nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins.