Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. febrúar 2012

Saumaklúbbur var í gærkvöldi.

Konurnar litu aðeins upp frá saumaskap til myndatöku.
Konurnar litu aðeins upp frá saumaskap til myndatöku.
1 af 2
Í gærkvöld var saumaklúbbur á Krossnesi hjá Oddnýju Þórðardóttur og Úlfari Eyjólfssyni. Þetta var annar klúbbur vetrarins enn fyrsti klúbburinn í vetur var fyrir hálfum mánuði. Saumaklúbbarnir í Árneshreppi eru sérstakir að því leyti að karlmönnum er boðin þátttaka einnig,og spila annað hvort bridds eða vist,eða jafnvel tekin skák ef þannig stendur á fjölda við spilin. Þá eru konur við sauma eða aðra handavinnu. Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast til margra áratuga og á meðan fleira fólk var í sveitinni voru klúbbarnir tvískiptir,það er klúbbar voru haldnir bæði í norðurhluta hreppsins og austari hlutanum þá ver skipt við Melabæina. Oftast koma allir sem geta og eiga heimangegnt,ungir sem aldnir. Klúbbarnir hefjast yfirleitt í janúar og standa fram á vor,og eru yfirleitt haldnir á tveggja vikna fresti,en annars fer það líka eftir veðri og
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. febrúar 2012

Farþega og vöruflutningar á Gjögur árið 2011.

Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
Nú hefur vefnum borist upplýsingar um farþegafjölda og vöru- og póstflutninga á Gjögurflugvöll fyrir árið 2011 frá Isavia.Enn er fækkun á farþegum á milli áranna 2011 og 2010 eða 34 færri,enn umtalsverð fækkun var á farþegum á milli áranna 2010 og 2009 eða 170 farþega,og minnkun er á vöruflutningi til Gjögurs sem er langt á fjórða tonn. Farþegafjöldi á Gjögurflugvöll árið 2011 voru 235 á móti 269 árið áður,eða 12,6 % færri,þarna er átt við bæði komu og brottfararfarþega. Vöru og póstflutningar voru fyrir árið 2011.18.532 kg,enn árið 2010. 22.376 kg. Lendingar á Gjögurflugvöll fyrir síðastliðið ár voru 172 enn í fyrra 186 lendingar. Ekkert sjúkraflug var á Gjögur á liðnu ári. Það verður að koma fram og hafa í huga að ekki var flogið til Gjögurs nema einu sinni í viku í fjóra mánuði síðastliðið sumar,eða í júní júlí ágúst og september,og
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. febrúar 2012

Hætt við að hafís nálgist.

Hafísjaðar um 48 sml NV af Straumnesi.Kort Veðurstofa Íslands.
Hafísjaðar um 48 sml NV af Straumnesi.Kort Veðurstofa Íslands.
Kort sem byggt er að miklu leyti á SAR-mynd frá 12.02.2012/23:18,hjá Hafísdeild Veðurstofu Íslands og er hafísjaðarinn áætlaður 48 sml frá Straumnesi.
Einnig er sagt á vef Veðurstofunnar að Suðvestlægar áttir verði ríkjandi næstu daga, þ.a. því hætt við að hafís muni nálgast landið.Ísfréttir hafa borist til Veðurstofu undanfarna daga frá skipum. Hafísvefur Veðurstofu.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. febrúar 2012

Flugi aflýst.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Flugfélagið Ernir hafa aflýst flugi í dag til Gjögurs,en ekki var heldur hægt að fljúga þangað í gær vegna hvassviðris. Í dag er hægari vindur enn nokkuð vestanstæður og er það slæm vindstefna á brautina. Flogið var síðast á fimmtudaginn var,en mánudaginn þar á undan var ekki heldur hægt að fljúga vegna veðurs. Sama staða kemur upp núna því Ernir ætla ekkert að reyna flug á Gjögur fyrr enn á fimmtudaginn 16 febrúar.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 11. febrúar 2012

Kór Átthagafélags Strandamanna syngur í Dómkirkjunni.

Kór Átthagafélags Strandamanna syngur við messu í Dómkirkjunni á morgun kl:11:00.
Kór Átthagafélags Strandamanna syngur við messu í Dómkirkjunni á morgun kl:11:00.
Á morgun sunnudaginn 12. febrúar er messa kl. 11:00 í Dómkirkjunni Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Barn verður borið til skírnar. Kór átthagafélags Strandamanna kemur í heimsókn og syngur í messunni undir stjórn Arngerðar Valgarðsdóttur. Organisti er Kári Þormar. Að lokinni messu syngur kórinn nokkur lög fyrir kirkjugesti en síðan verður haldið í safnaðarheimilið í Vonarstræti og er þar boðið upp á kaffi og meðlæti. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Segir í tilkynningu frá Dómkirkjunni.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. febrúar 2012

Hraun á Skaga hætt sem mönnuð veðurathugunarstöð.

Hraun á Skaga 19-10-2000.Mynd Elvar Ástráðsson Veðurstofu Íslands.
Hraun á Skaga 19-10-2000.Mynd Elvar Ástráðsson Veðurstofu Íslands.
Samkvæmt heimildum frá Veðurstofu Íslands var hætt veðurathugunum á Hrauni á Skaga nú um áramótin síðustu. Veðurathugun hefur verið þar allt frá árinu 1952 og út árið 2011. Einhverjar mælingar fóru þar fram áður á árunum 1942 til 1952 þá aðallega á vindi. Heimild Saga Veðurstofa Íslands gefin út 1999 vegna áttatíu ára afmælis Veðurstofu Íslands.´‘Þetta er mjög slæmt að missa þessa veðurstöð segir Þóranna Pálsdóttir verkefnastjóri veðurgagnaúrvinnslu hjá Veðurstofu Íslands,en veðurathugunarmaðurinn þar hefur oft beðið um lausn frá störfum og varð það úr nú um síðastliðin áramót,enn þar munu úrkomumælingar fara fram áfram og snjódýptarmælingar og Hraun mun því halda áfram sem úrkomustöð, einnig er þar sjálfvirk veðurathugunarstöð með vindstefnu og vindhraða og hitastigi. Einnig segir Þórunn að slæmt sé að missa athuganir á skyggni og skýjahæð frá þessu svæði. Stöðin þjónaði sjómönnum með sjólagi og vindstefnu og vindhraða sem sjómenn fóru mikið eftir,einnig með hafísfréttir sem komu æði oft fyrst frá Hrauni og varaði sjófarendur við þeirri vá.‘‘ Jón Guðbjörn
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. febrúar 2012

Hægt að moka vegna fundar hjá innanríkisráðuneytinu.

Veghefill við snjómokstur í Árneshreppi.
Veghefill við snjómokstur í Árneshreppi.
Vegagerðin kostaði snjómokstur í Djúpavík á Ströndum í síðustu viku, þrátt fyrir að slíkt væri ekki á áætlun fyrr en í vor. Ástæðan var sú að íbúi í Djúpavík þurfti að komast á fund á vegum innanríkisráðuneytisins í Reykjavík.

Íbúar í Árneshreppi hafa verið afar óhressir með vetrarþjónustu Vegagerðarinnar í sveitarfélaginu. Samkvæmt svokallaðri G-reglu Vegagerðarinnar um snjómokstur er vegurinn í Árneshrepp, úr Bjarnarfirði, ekki ruddur frá 6. janúar til 20. mars. Sveitarfélagið getur þó óskað eftir mokstri á þessum tíma en þarf þá sjálft að greiða helming kostnaðar.

Undantekning var hins vegar gerð á þessu í síðustu viku en þá var mokað í Kjörvog og hefur fréttastofa RÚV fengið það staðfest að moksturinn var á kostnað Vegagerðarinnar, en þó ekki nema í Djúpavík. Árneshreppur ber hins vegar helming kostnaðar við moksturinn frá Djúpavík í Kjörvog.
Moksturinn í Djúpavík fór fram degi áður en Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra í Djúpavík þurfti að mæta á fund á vegum Innanríkisráðuneytisins en hún á sæti í nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. febrúar 2012

Rok og ofsaveður var í gærkvöldi.

Jafnavindur var 26 m/s en kviður fóru upp í 41 m/s eða í ofsaveður kl:21.00 í gærkvöldi.
Jafnavindur var 26 m/s en kviður fóru upp í 41 m/s eða í ofsaveður kl:21.00 í gærkvöldi.
Rok og ofsaveður af suðri og síðan suðsuðvestri skall á seinni partinn hér í Árneshreppi. Veðrið var verst í gærkvöldi en stormur var í alla nótt en það dróg mikið úr veðri með morgninum.Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík klukkan níu um kvöldið var veður alveg í hámarki og mældist þá jafnavindur 26 m/s en kviður fóru upp í 41 m/s eða í ofsaveður og langt yfir gamla veðurgildið 12 vindstig. Einnig sá veðurathugunarmaður vindhraðamæli fara í 95 hnúta eða 49 m/s tvívegis á milli níu og tíu um kvöldið. Daginn áður þann 6. gerði einnig hvassviðri og rok um tíma um kvöldið og fram yfir miðnættið en stóð miklu styttra yfir og ekki eins rosalegar kviður. Þetta er eitt af verstu sunnan
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. febrúar 2012

Veðurstofa Íslands varar við stormi víða á landinu.

Mjög hvasst verður á Ströndum þegar vindur verður suðlægur.
Mjög hvasst verður á Ströndum þegar vindur verður suðlægur.
Vakin er athygli á stormviðvörun frá Veðurstofu Íslands. Varað er við stormi (meðalvindi meiri en 20 m/s) víða á landinu og jafnvel roki (meðalvindi um eða yfir 25 m/s) um tíma á vestanverðu landinu seint í dag og fram á nótt. Vegfarendur eru hvattir til þess að fylgjast með veðri og færð áður en lagt er af stað og rétt er að huga að lausamunum. Nánari upplýsingar er að finna á vef Veðurstofu Íslands www.vedur.is og Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is 
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. febrúar 2012

Ekkert flug fyrr enn á fimmtudag.

Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
Ekki var hægt að fljúga til Gjögurs í gær vegna veðurs og nú fyrir hádegi aflýsti Flugfélagið Ernir flugi til Gjögurs í dag,versnandi veður er sunnan heiða. Ekkert verður athugað með flug til Gjögurs fyrr en á fimmtudaginn 9. febrúar,enn þá er áætlunardagur. Samkvæmt veðurspá ætti að verða sæmilegasta veður þá.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
  • Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps frá 2014 til?
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Íshrafl í fjörinni í Ávík.28-12-2001.
  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
Vefumsjón