Reykjaneshyrna að norðvestanverðu.Mynd 06-01-2012.Þann dag mældist mesta snjódýpt mánaðarins.
Séð til suðurs frá veðurstöð. Örkin sem er 634 m að hæð. Mynd 06-01-2012.
Veðrið í Janúar 2012.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með Norðlægum vindáttum eða Austlægum fram til 8. Síðan Suðlægar vindáttir fram til 17.
Smá blota gerði dagana 6. 7 og 8,og seig snjór þá talsvert og allt hljóp í svell sérstaklega á vegum og þar sem þunnt snjóalag var.
Talsverðan blota gerði einnig frá 13 til 17.Snjó tók mikið upp enn mikil svellalög urðu á vegum,og eins urðu tún mjög svelluð.
Enn og aftur gerði blota frá kvöldinu 28 og fram á kvöld 29. Snjó tók talsvert upp enn en eru mikil svellalög á túnum en minnkuðu mikið á vegum. Síðan voru suðlægar vindáttir síðustu tvo daga mánaðarins með hita yfirleitt yfir frostmarki.
Hvassviðri og stormur var af Suðvestri 9. og 10.með kviðum uppí ofsaveður. Þann 25 skall á Norðan 20 til 26 m/s með stórhríð með hitastigi í fyrstu fyrir ofan frostmarki,þannig að snjókoman var blaut en síðan kólnaði,og var ísing um tíma. Rafmagnslaust varð í Árneshreppi á annan sólarhring,þegar staur brotnaði við bæinn Mela og rafmagnslínur slitnuðu á Gjögurlínu. Þannig að janúar mánuður var mjög umhleypingarsamur í heild sinni.
Yfirlit dagar eða vikur:
Meira