Námskeið í fjarfundi frá Endurmenntun HÍ.
Endurmenntun hefur auglýst 12 námskeið í fjarfundi nú á vormisseri og kennir þar ýmissa grasa. Námskeiðin má finna á vef Fræðslumiðstöðvarinnar undir flokknum Endur- og símenntun. Hægt er að sækja námskeiðin á þeim stöðum þar sem Fræðslumiðstöðin er með fjarfundabúnað.
Fræðslumiðstöðin tekur við skráningum á námskeiðin, annað hvort í gegnum vefinn eða í síma 456 5025. RéttMeira
Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2012.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með Norðlægum vindáttum eða Austlægum fram til 8. Síðan Suðlægar vindáttir fram til 17.
Smá blota gerði dagana 6. 7 og 8,og seig snjór þá talsvert og allt hljóp í svell sérstaklega á vegum og þar sem þunnt snjóalag var.
Talsverðan blota gerði einnig frá 13 til 17.Snjó tók mikið upp enn mikil svellalög urðu á vegum,og eins urðu tún mjög svelluð.
Enn og aftur gerði blota frá kvöldinu 28 og fram á kvöld 29. Snjó tók talsvert upp enn en eru mikil svellalög á túnum en minnkuðu mikið á vegum. Síðan voru suðlægar vindáttir síðustu tvo daga mánaðarins með hita yfirleitt yfir frostmarki.
Hvassviðri og stormur var af Suðvestri 9. og 10.með kviðum uppí ofsaveður. Þann 25 skall á Norðan 20 til 26 m/s með stórhríð með hitastigi í fyrstu fyrir ofan frostmarki,þannig að snjókoman var blaut en síðan kólnaði,og var ísing um tíma. Rafmagnslaust varð í Árneshreppi á annan sólarhring,þegar staur brotnaði við bæinn Mela og rafmagnslínur slitnuðu á Gjögurlínu. Þannig að janúar mánuður var mjög umhleypingarsamur í heild sinni.
Yfirlit dagar eða vikur:
Meira
Sveitarfélagið skal njóta lágmarks mannréttinda.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að endurskoða G-regluna varðandi snjómokstur í Árneshreppi. Eftir umræðu um snjómokstur í hreppnum sagði ráðherra að honum fyndist sjálfsagt að verða við óskum um endurskoðun eða yfirferð á þessum reglum til að sjá hvort ástæða sé til að breyta þeim að einhverju leyti, almennt eða með tilliti til einstakra sveitarfélaga. Kom þetta fram í fyrirspurnartíma þar sem ráðherra svaraði fyrirspurn Einars Kristins Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, um snjómokstursreglur í Árneshreppi. Nánar hér á bb.is
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 23. til 30. janúar 2012.
Meira
Eva í Djúpavík Strandamaður ársins 2011.
Eva tók tíðindunum af kosningunni ljómandi vel, þegar ritstjóri strandir.is hafði samband við hana til að færa henni tíðindin og vildi koma á framfæri bestu kveðjum til Jóns Halldórssonar og Arnars Jónssonar sem voru keppinautar hennar í síðari umferð kosningarinnar. Nánar á www.strandir.is