Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. febrúar 2012

Námskeið í fjarfundi frá Endurmenntun HÍ.

 Endurmenntun Háskóla Íslands eru með samstarfssamning um námskeiðahald í fjarfundi.
Endurmenntun Háskóla Íslands eru með samstarfssamning um námskeiðahald í fjarfundi.
Kvasir, samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, og Endurmenntun Háskóla Íslands eru með samstarfssamning um námskeiðahald í fjarfundi.  Fræðslumiðstöðin er aðili að Kvasi og kemur því að samningnum. Með þessum samningi gefst íbúum á landsbyggðinni tækifæri til að sækja ýmis námskeið Endurmenntunar í sinni heimabyggð. Námskeiðin eru eingöngu ætluð þátttakendum í fjarfundi sem er nýbreytni hjá Endurmenntun.

Endurmenntun hefur auglýst 12 námskeið í fjarfundi nú á vormisseri og kennir þar ýmissa grasa. Námskeiðin má finna á vef Fræðslumiðstöðvarinnar undir flokknum Endur- og símenntun. Hægt er að sækja námskeiðin á þeim stöðum þar sem Fræðslumiðstöðin er með fjarfundabúnað.

Fræðslumiðstöðin tekur við skráningum á námskeiðin, annað hvort í gegnum vefinn eða í síma 456 5025. Rétt
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. febrúar 2012

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2012.

Reykjaneshyrna að norðvestanverðu.Mynd  06-01-2012.Þann dag mældist mesta snjódýpt mánaðarins.
Reykjaneshyrna að norðvestanverðu.Mynd 06-01-2012.Þann dag mældist mesta snjódýpt mánaðarins.
1 af 2
Veðrið í Janúar 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Norðlægum vindáttum eða Austlægum fram til 8. Síðan Suðlægar vindáttir fram til 17.

Smá blota gerði dagana 6. 7 og 8,og seig snjór þá talsvert og allt hljóp í svell sérstaklega á vegum og þar sem þunnt snjóalag var.

Talsverðan blota gerði einnig frá 13 til 17.Snjó tók mikið upp enn mikil svellalög urðu á vegum,og eins urðu tún mjög svelluð.

Enn og aftur gerði blota frá kvöldinu 28 og fram á kvöld 29. Snjó tók talsvert upp enn en eru mikil svellalög á túnum en minnkuðu mikið á vegum. Síðan voru suðlægar vindáttir síðustu tvo daga mánaðarins með hita yfirleitt yfir frostmarki.

Hvassviðri og stormur var af Suðvestri 9. og 10.með kviðum uppí ofsaveður. Þann 25 skall á Norðan 20 til 26 m/s með stórhríð með hitastigi í fyrstu fyrir ofan frostmarki,þannig að snjókoman var blaut en síðan kólnaði,og var ísing um tíma. Rafmagnslaust varð í Árneshreppi á annan sólarhring,þegar staur brotnaði við bæinn Mela og rafmagnslínur slitnuðu á Gjögurlínu. Þannig að janúar mánuður var mjög umhleypingarsamur í heild sinni.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. janúar 2012

Sveitarfélagið skal njóta lágmarks mannréttinda.

Frá snjómokstri í Árneshreppi.
Frá snjómokstri í Árneshreppi.
Bæjarins besta.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að endurskoða G-regluna varðandi snjómokstur í Árneshreppi. Eftir umræðu um snjómokstur í hreppnum sagði ráðherra að honum fyndist sjálfsagt að verða við óskum um endurskoðun eða yfirferð á þessum reglum til að sjá hvort ástæða sé til að breyta þeim að einhverju leyti, almennt eða með tilliti til einstakra sveitarfélaga. Kom þetta fram í fyrirspurnartíma þar sem ráðherra svaraði fyrirspurn Einars Kristins Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, um snjómokstursreglur í Árneshreppi. Nánar hér á bb.is
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. janúar 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 23. til 30. janúar 2012.

Fimm umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu öll sama daginn.
Fimm umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu öll sama daginn.
Í liðinni viku voru fimm umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu öll sama daginn þann 27. janúar. Fyrstu fjögur óhöppin voru öll tilkynnt til lögreglu milli kl. 10:00 og 11:00 þann dag,það fyrsta á Djúpvegi milli Ísafjarðar og Hnífsdals,þar var um minni háttar óhapp að ræða. Næsta óhapp var bílvelta á Djúpvegi í Arnkötludal,þar voru ökumaður og tveir farþegar hans fluttur með sjúkrabíl á heilsugæsluna á Hólmavík til skoðunar,um minniháttar meiðsl voru að ræða. Bifreiðin var flutt af vettvangi með kranabíl. Þriðja óhappið var Bolungarvíkurmegin við Bolungarvíkurgöng,þar var um minni hátta óhapp að ræða og litlar skemmdir á ökutækjum. Fjórða óhappið á þessum klukkutíma varð síðan á Djúpvegi í Arnkötludal og var þar um minni háttar óhapp að ræða.  Ekki miklar skemmdir á ökutæki. Fimmta óhappið þennan dag varð síðan á Arnkötludal,þar hafnaði dráttarbifreið með langan vagn út fyrir veg,nokkuð greiðlega gekk að ná bíl og vagni upp á veg aftur og án teljandi skemmda. Í liðinni viku
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 29. janúar 2012

Eva í Djúpavík Strandamaður ársins 2011.

Eva Sigurbjörnsdóttir er Strandamaður ársins 2011.
Eva Sigurbjörnsdóttir er Strandamaður ársins 2011.
Úrslit á kosningu um Strandamann ársins liggja nú fyrir eftir æsispennandi kosningu. Þegar atkvæði höfðu verið talin var niðurstaðan sú að Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstjóri á Hótel Djúpavík fær þennan titil og heiðurinn sem honum fylgir. Eva hefur ásamt Ásbirni manni sínum rekið Hótel Djúpavík frá árinu 1985. Þau eru frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Ströndum og hafa sýnt ótrúlega þrautseigju og úthald við reksturinn. Eva hefur heldur betur látið til sín taka í baráttu fyrir málefnum Árneshrepps, byggðinni þar og samgöngum, er í sveitarstjórn og virk í stjórnmálastarfi.

Eva tók tíðindunum af kosningunni ljómandi vel, þegar ritstjóri strandir.is hafði samband við hana til að færa henni tíðindin og vildi koma á framfæri bestu kveðjum til Jóns Halldórssonar og Arnars Jónssonar sem voru keppinautar hennar í síðari umferð kosningarinnar. Nánar á www.strandir.is

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. janúar 2012

Snjómokstur – Flug.

Snjómokstur.Myndasafn.
Snjómokstur.Myndasafn.
Byrjað var að moka vegi hér innansveitar í gær eftir að veðri slotaði,talsverður snjór er eftir norðanáhlaupið,en mismikið. Klárað verður að moka í morgun Norðurfjörður - Gjögur,enda flug í dag en ekki var hægt að fljúga í gær vegna veðurs,en ætti að takast í dag. Flugfélagið Ernir áætla brottför  kl: 11.00 úr Reykjavík.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2012

Rafmagn komið á alla bæi.

Gjögur.Nú er rafmagn komið á alla bæi í Árneshreppi.
Gjögur.Nú er rafmagn komið á alla bæi í Árneshreppi.
Nú um kvöldmatarleitið komst rafmagn á bæina sem tilheyra Gjögurlínu sem eftir voru að fá rafmagn það er Finnbogastaðir og Litla-Ávík og Kjörvogur og einnig Gjögursvæðið. Heimmönnum tókst að gera við línuna þegar búið var að laga norðurlínuna í hreppnum. Þannig nú ættu allir að geta kynnt á fullu.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2012

Rafmagn komið á Trékyllisvík og Norðurfjörð.

Rafmagn er komið á nema þrjá bæi.
Rafmagn er komið á nema þrjá bæi.
Rafmagn komst aftur á hluta Árneshrepps frá Trékyllisvík og til Norðurfjarðar og Krossness nú bara í þessu. Heimamenn gátu reist staurabrotið við Mela við og fest það við brotið sem er í jörðinni,og tengt saman slitið til bráðabrigða. Menn frá Orkubúinu á Hólmavík eru nú á leið norður á snjósleðum. Nú er Gjögurslínan úti enn og þrír bæjir rafmagnslausir það eru Finnbogastaðir,Litla-Ávík og Kjörvogur sem eru í byggð. Slitið er við Gjögur. Orkubúsmenn laga það í kvöld. Enn rafmagn fór af uppúr klukkan hálf þrjú í gær,því var búið að vera rafmagnslaust talsvert á annan sólarhring. Nú hefur vind lægt og komið hið besta veður og dregur úr frosti.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2012

Enn er rafmagnslaust.

Orkubúsmenn að störfum í haust.
Orkubúsmenn að störfum í haust.
Nokkrir heimamenn í Árneshreppi eru nú að reyna að komast með rafmagnslínunni sem liggur úr Trékyllisvík og til Gjögurs og Kjörvogs og athuga með hvort sé slitin lína eða brotnir staurar,en mjög erfitt er að komast um. Orkubúsmenn á Hólmavík ætluðu að koma norður yfir heiði á sleðum en mjög slæmt snjósleðafæri er og mikið dimmviðri á Trékyllisheiði. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort þeir séu farnir á stað. Eins er slitið og staur brotin við Mela á línunni sem liggur til Norðurfjarðar og Krossnes.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2012

Flugi aflýst vegna veðurs.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir hafa aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs. Það er nú farið að draga mikið úr vindi og úrkomu,en er mjög lágskýjað,síðan er vindur af norðri og jafnvel af norðvestri og það er ekki góð vindstefna á flugbrautina. Flug á Gjögur verður athugað á morgun.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
  • Úr sal.Gestir.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
Vefumsjón