Árshátíð Félags Árneshreppsbúa.
Árleg árshátíð Félags Árneshreppsbúa fer fram í Ýmishúsinu við Skógarhlíð laugardaginn 17. mars. Forsala miða verður í Ýmishúsinu á næsta laugardag, 10. mars, á milli 14 og 16. Þar verður einnig hægt að taka frá borð.
Miðaverð í mat og á dansleik er 8.000 kr.
Matseðill kvöldsins:
Forréttur: Rjómalöguð villisveppasúpa
Aðalréttir: Ofnbakað lambalæri að hætti hússins og gljáð kalkúnabringa.
Meðlæti: Kartöflugratín, smjörsteikt rótargrænmeti, blandað salat með ávöxtum, auk bernaissósu og rauðvínssósu.
Eftir mat verður boðið upp á kaffi og konfekt.
Á árshátíðinni verður Guðbrandur Torfason veislustjóri og Lára Sveinsdóttir, söng- og leikkona verður með söngatriði með lögum Jude Garland. Einnig verður borðsöngur og hið sívinsæla happdrætti.
Hljómsveit kvöldsinsMeira





