Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. mars 2012 Prenta

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa.

Hljómsveit kvöldsins verður Blek og byttur.
Hljómsveit kvöldsins verður Blek og byttur.

Forsala fyrir árshátíð.

Árleg árshátíð Félags Árneshreppsbúa fer fram í Ýmishúsinu við Skógarhlíð laugardaginn 17. mars. Forsala miða verður í Ýmishúsinu á næsta laugardag, 10. mars, á milli 14 og 16. Þar verður einnig hægt að taka frá borð.

Miðaverð í mat og á dansleik er 8.000 kr.

Matseðill kvöldsins:

Forréttur: Rjómalöguð villisveppasúpa

Aðalréttir: Ofnbakað lambalæri að hætti hússins og gljáð kalkúnabringa.

Meðlæti: Kartöflugratín, smjörsteikt rótargrænmeti, blandað salat með ávöxtum, auk bernaissósu og rauðvínssósu.

Eftir mat verður boðið upp á kaffi og konfekt.

Á árshátíðinni verður Guðbrandur Torfason veislustjóri og Lára Sveinsdóttir, söng- og leikkona verður með söngatriði með lögum Jude Garland. Einnig verður borðsöngur og hið sívinsæla happdrætti.

Hljómsveit kvöldsins verður Blek og byttur. Sveitin sú er Árneshreppsbúum, nær og fjær, að góðu kunn en hún hélt uppi taumlausri skemmtun á árshátíð félagsins fyrir ári síðan og sló hvergi af á dansleik í Trékyllisvík á síðasta sumri.

Að mat og skemmtun lokinni verður húsið opnað fyrir gesti og kostar 2.500 kr. inn á dansleikinn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
  • Búið að klæða tvöfalda herbergin.04-04-2009.
  • Hafísjaki 6 KM vestur af Sæluskeri. 27-08-2018
  • Drangavík 18-04-2008.
Vefumsjón