Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 27. febrúar til 05. mars 2012.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Þrjú óhöpp urðu miðvikudaginn 29. feb,. Útafakstur á Djúpvegi við Arnarnes, bifreið ekki ökuhæf og ekki slys á fólki. Þá var tilkynnt um óhapp á Djúpvegi í Skötufirði, þar lenti bifreið út fyrir veg, einhverja skemmdir um að ræða, en ekki slys á fólki. Þá þann sama dag valt fiskflutningabíll við innaksturinn að bænum á Patreksfirði, gatnamót Barðastrandarvegar og Bíldudalsvegar. Þar var um minniháttar skemmdir að ræða.
Fimmtudaginn 1. mars var tilkynnt um eld í línubátnum Kóp þar sem hann lá við bryggju í Tálknafirði. Slökkvilið Vesturbyggðar og Tálknafjarðar var send á vettvang. Nokkuð greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem hafði kviknað í einangrum í lest skipsins, þegar verið var að logsjóða. Það gerði slökkviliðsmönnum nokkuð erfitt fyrir við slökkvistarfið að reykurinn sem myndaðist að völdum brunans í einangruninni er talinn eytraður. Ekki var um miklar skemmdir að ræða í skipinu.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðann akstur innanbæjar á Ísafirði í vikunni. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um meinta ölvun við akstur og annar fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna
Í vikunni var lagt hald á lítilræði að ætluðum fíkniefnum sem farþegi var með á sér við komu flugvélar frá Reykjavík.
Sunnudaginn 26. feb var gerð húsleit í húsi á norðan verðum Vestfjörðum vegna gruns um að þar færi fram bruggframreiðsla. Tæki til framreiðslu fannst og einnig lítilræði að gambra og eitthvað að tilbúnu áfengi.
Skemmtanahald fór nokkuð vel fram um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu.