Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. mars 2012
Prenta
Opnað í Árneshrepp.
Vegagerðin á Hólmavík er að láta moka norður í Árneshrepp,mokað er beggja megin frá. „Að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík er þetta aukamokstur sem Vegagerðin ber allan kosnað af,og er framkvæmd vegna þess hversu snjólítið er." Ekki er vitað hvort verður mokað einu sinni í viku fram til 20 mars,en þá á snjómokstur að hefjast aftur samkvæmt þessari G-reglu. Nú er spáð einhverri hláku um helgina og verður vegurinn því mjög háll,svellbunkar eru víða á leiðinni norður.