Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. febrúar 2012
Prenta
Saumaklúbbur var í gærkvöldi.
Í gærkvöld var saumaklúbbur á Krossnesi hjá Oddnýju Þórðardóttur og Úlfari Eyjólfssyni. Þetta var annar klúbbur vetrarins enn fyrsti klúbburinn í vetur var fyrir hálfum mánuði. Saumaklúbbarnir í Árneshreppi eru sérstakir að því leyti að karlmönnum er boðin þátttaka einnig,og spila annað hvort bridds eða vist,eða jafnvel tekin skák ef þannig stendur á fjölda við spilin. Þá eru konur við sauma eða aðra handavinnu. Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast til margra áratuga og á meðan fleira fólk var í sveitinni voru klúbbarnir tvískiptir,það er klúbbar voru haldnir bæði í norðurhluta hreppsins og austari hlutanum þá ver skipt við Melabæina. Oftast koma allir sem geta og eiga heimangegnt,ungir sem aldnir. Klúbbarnir hefjast yfirleitt í janúar og standa fram á vor,og eru yfirleitt haldnir á tveggja vikna fresti,en annars fer það líka eftir veðri og færð. Saumaklúbbarnir byrjuðu í seinna lagi í ár og mest útaf veðri. Þetta er eitt af því fáa sem gert er hér í þessari fámennu sveit Árneshreppi til að koma saman. Alltaf eru veisluborð hjá þeim konum sem halda saumaklúbbana í lok samkomunnar.