Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. janúar 2012
Prenta
Íshrafl ANA af Hornbjargi.
Samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands eru tæpar 28 sjómílur í nýmyndaðan flekk NNV af Kögri og tæpar 24 sjómílur í hrafl ANA af Hornbjargi. Talsvert lengra er í meginísinn.
Ísinn er orðinn tættur og mjög gisinn fyrir norðan Vestfirðina en samt hættulegur skipaumferð. Það er talið alveg ljóst að ísinn nær eitthvað lengra í austur en myndin sýnir. Myndin er frá því kl:23:09 í gærkvöldi.