Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. janúar 2012 Prenta

Enn í dag var Árneshreppur í brennidepli í síðdegisútvarpi.

Reykjaneshyrna séð frá Norðurfirði.
Reykjaneshyrna séð frá Norðurfirði.
RÚV rás 2 síðdegisútvarp.
Enn í dag var Árneshreppur í brennidepli í síðdegisútvarpi RÚV þar sem var rætt vítt og breitt um samgöngumál hreppsins og víðar,einnig var viðtal við Ögmund Jónasson ráðherra samgöngumála og fleiri. Þetta mun vera þriðji dagurinn í röð sem síðdegisútvarp rásar 2 fjallar um samgöngur í Árneshrepp.!

Vegagerðin ryður veginn norður í Árneshrepp í dag vegna jarðarfarar, en prestur og organisti hefðu að óbreyttu mögulega ekki komist til athafnarinnar á morgun.

Vegagerðin ryður venjulega ekki þennan veg um háveturinn, frá 6.janúar til 20. mars. Síðdegisútvarpið hefur fjallað ítarlega um einangrun Árneshrepps að undanförnu.

Hreppurinn fellur undir svokallaða G-reglu um snjómokstur og er eina sveitarfélagið sem gerir það. Íbúarnir í Árneshreppi, um 50 talsins, þurfa að sækja helstu þjónustu til Hólmavíkur, eins og til dæmis læknisþjónustu. Undanfarna daga hefur í Síðdegisútvarpinu verið rætt við fulltrúa Vegagerðarinnar, oddvita Árneshrepps og Ásbjörn Óttarsson, fyrsta þingmann kjördæmisins. Hann segir að það verði að færa sveitarfélagið ofar í samgönguáætlun, því eins og er verður vegurinn ekki lagfærður fyrr en 2020. Síðdegisútvarpið fjallar áfram um málið og ræddi við Ögmund Jónasson, ráðherra samgöngumála og einnig Harald Sigurðsson vélfræðing á Kópaskeri í Norðurþingi, sem velti málinu fyrir sér útfrá jafnræðissjónarmiðum. Haraldur gagnrýndi að hægt væri að dæma heilu landshlutana úr leik með stjórnvaldsaðgerðum.

Ögmundur sagðist hafa rætt samgöngumálin við fulltrúa Árneshrepps í morgun og kvaðst eiga von á formlegu erindi frá hreppnum bráðlega. Ögmundur segist leggja hlutfallslega meiri áherslu á Vestfirði en aðra landshluta í vegamálum, en bendir á að framlög til vegamála séu ekki nema helmingur þess sem þau voru fyrir hrun.
Hér má sjá viðtal við Ögmund og annað.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Íshrafl við Selsker,séð frá Litlu-Ávík.22-08-2009.
  • Árnesstapar-06-08-2008.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
Vefumsjón