Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. janúar 2012
Prenta
Skákmót í Finnbogastaðaskóla.
Skákdagurinn 26. Janúar er haldinn til heiðurs Friðriki Ólafssyni,fyrsta stórmeistara Íslands,en Friðrik á afmæli þennan dag. Að frumkvæði Hrafns Jökulssonar verður teflt um allt landið og miðin,ungir sem aldnir,konur og karlar. Nemendur og starsfólk Finnbogastaðaskóla láta ekki sitt eftir liggja og blása til fjölteflis í skólanum klukkan 13:00 þann dag. Nóg er til af skákklukkum í skólanum,en þeir sem eiga taflsett mega gjarnan taka þau með. Nemendur og starfsfólk skólans vonast til að sjá sem flesta næstkomandi fimmtudag klukkan eitt.