Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. janúar 2012
Prenta
Keyra dísilvélar vegna fjarskipta.
Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík hefur keyrt dísilvél frá því í dag bæði til ljósa og ekki síður vegna fjarskiptastöðvar Símans til að halda nægri spennu á stöðinni,aldrei er hringt eins mikið og þegar rafmagnsleysi er,og netsambandið tekur líka orku,Sigursteinn er með spýtna ketil til upphitunar hús síns þegar svona ástand skapast. Eins er keyrð ljósvél á Krossnesi vegna fjarskiptastöðvarinnar fyrir sjónvarp sem þar er,þannig að þeir sem hafa varaafl geta horft á sjónvarp. Einnig keyrir Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður vél til að geta fylgst með vindmælum og til að senda veðurathuganir,en einnig er hægt að hringja veðurskeyti inn til Veðurstofu Íslands. Slökkt verður á vélum yfir hánóttina. Allt er háð rafmagni bæði veðurathuganir og ekki síst öll fjarskipti við umheiminn.