Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. janúar 2012
Prenta
Rafmagn komið á til Trékyllisvíkur.
Rafmagn komst á yfir Trékyllisheiði og til Djúpavíkur og í spennistöðina í Trékyllisvík,ekket rafmagn er frá spennistöðinni norður til Norðurfjarðar og ekki til Gjögurs. Því er aðeins rafmagn í Djúpavík og á bænum Bæ og Finnbogastaðaskóla. Vitað er um brotinn staur við bæinn Mela. Ekki er reiknað með að komist neitt rafmagn á þessa bæi í kvöld. Vitlaust veður er,norðan 21 m/s og snjókoma.