Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. janúar 2012 Prenta

Eva Sigurbjörnsdóttir á málþing um sveitarstjórnarmál.

Eva Sigurbjörnsdóttir hreppsnefndarfulltrúi í Árneshreppi.
Eva Sigurbjörnsdóttir hreppsnefndarfulltrúi í Árneshreppi.
Málþing um sveitarstjórnarmál verður haldið á Akureyri föstudaginn 10. febrúar næstkomandi á vegum nefndar innanríkisráðherra um eflingu sveitarstjórnarstigsins en í henni eiga einnig sæti fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Á málþinginu verður meðal annars skýrt frá könnun meðal sveitarstjórnarmanna og alþingismanna um afstöðu þeirra til lýðræðismála, sameiningarmála og samvinnu sveitarfélaga. Þá verða flutt erindi um stöðu og stefnu varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins. Málþingið verður haldið í húsnæði Háskólans á Akureyri föstudaginn 10. febrúar, hefst klukkan 11 og stendur til 15.

Meðal þátttakenda er Eva Sigurbjörnsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Árneshreppi en hún fjallar um stöðu,horfur og áskoranir á sveitarstjórnarstiginu. Eva hefur setið í nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem innanríkisráðherra,Ögmundur Jónasson,skipaði í september,en meðal atriða sem nefndin hefur fjallað um er sóknaráætlunin 2020 með áherslu á áætlanir landshluta,skírslur um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og tillögur um tekjustofna sveitarfélaga.

Þá mun Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga taka þátt í pallborðsumræður undir stjórn Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu.
Dagskrá málþingsins má sjá á vef Innanríkisráðuneytisins.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
Vefumsjón