Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2012
Prenta
Enn er rafmagnslaust.
Nokkrir heimamenn í Árneshreppi eru nú að reyna að komast með rafmagnslínunni sem liggur úr Trékyllisvík og til Gjögurs og Kjörvogs og athuga með hvort sé slitin lína eða brotnir staurar,en mjög erfitt er að komast um. Orkubúsmenn á Hólmavík ætluðu að koma norður yfir heiði á sleðum en mjög slæmt snjósleðafæri er og mikið dimmviðri á Trékyllisheiði. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort þeir séu farnir á stað. Eins er slitið og staur brotin við Mela á línunni sem liggur til Norðurfjarðar og Krossnes.