Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2012
Prenta
Rafmagn komið á Trékyllisvík og Norðurfjörð.
Rafmagn komst aftur á hluta Árneshrepps frá Trékyllisvík og til Norðurfjarðar og Krossness nú bara í þessu. Heimamenn gátu reist staurabrotið við Mela við og fest það við brotið sem er í jörðinni,og tengt saman slitið til bráðabrigða. Menn frá Orkubúinu á Hólmavík eru nú á leið norður á snjósleðum. Nú er Gjögurslínan úti enn og þrír bæjir rafmagnslausir það eru Finnbogastaðir,Litla-Ávík og Kjörvogur sem eru í byggð. Slitið er við Gjögur. Orkubúsmenn laga það í kvöld. Enn rafmagn fór af uppúr klukkan hálf þrjú í gær,því var búið að vera rafmagnslaust talsvert á annan sólarhring. Nú hefur vind lægt og komið hið besta veður og dregur úr frosti.