Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2012 Prenta

Rafmagn komið á Trékyllisvík og Norðurfjörð.

Rafmagn er komið á nema þrjá bæi.
Rafmagn er komið á nema þrjá bæi.
Rafmagn komst aftur á hluta Árneshrepps frá Trékyllisvík og til Norðurfjarðar og Krossness nú bara í þessu. Heimamenn gátu reist staurabrotið við Mela við og fest það við brotið sem er í jörðinni,og tengt saman slitið til bráðabrigða. Menn frá Orkubúinu á Hólmavík eru nú á leið norður á snjósleðum. Nú er Gjögurslínan úti enn og þrír bæjir rafmagnslausir það eru Finnbogastaðir,Litla-Ávík og Kjörvogur sem eru í byggð. Slitið er við Gjögur. Orkubúsmenn laga það í kvöld. Enn rafmagn fór af uppúr klukkan hálf þrjú í gær,því var búið að vera rafmagnslaust talsvert á annan sólarhring. Nú hefur vind lægt og komið hið besta veður og dregur úr frosti.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Október »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Sement sett í.06-09-08.
  • Reykjaneshyrna-Örkin,séð af sjó 18-04-2008.
  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
  • Fell-06-07-2004.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Vatn sótt.
Vefumsjón