Umfjöllun um öryggi á internetinu.
Fréttatilkynning frá Póst-og Fjarskiptastofnun.
Í vikunni hefur verið mikil og þörf umfjöllun um netöryggi á Íslandi í þættinum Kastljós á RÚV. Þar kom ítrekað fram sú staðreynd að því miður hefur umræða og vitund um öryggismál á internetinu verið allt of lítil í samfélaginu, miðað við hversu mikilvægur þáttur netnotkun er í daglegu lífi almennings, viðskiptum og stjórnsýslu. Með mikilli aukningu snjallsímaeignar Íslendinga auk fjölgunar fartölva og spjaldtölva hafa bæði samskipti og umferð gagna á Netinu aukist gríðarlega. Það er því mjög brýnt að vitund og þekking á grundvallaratriðum netöryggis aukist samhliða notkuninni. Póst- og fjarskiptastofnun hefur um árabil haldið úti vefnum www.netöryggi.is þar sem almenningur getur leitað upplýsinga og leiðbeininga um hvernig hægt er að efla öryggi í netnotkun. Á vefnum eru einnig upplýsingar fyrir lítil fyrirtæki sem ekki hafa bolmagn til að vera með tölvu- og netsérfræðinga innanborðs. Stofnunin hvetur þá sem telja sig þurfa fræðslu og upplýsingar til að leita þeirra á vefnum www.netöryggi.is. Notkun á þráðlausum netum og mikilvægi sterkra lykilorða:
Upplýsingar á vefnum www.netöryggi.is eru miðaðar við þarfir almennings og þeirra sem ekki eru sérfræðingar um tækni. Þar má t.d. nefna leiðbeiningar um netnotkun á þráðlausum netum, bæði svokölluð heimanet og einnig „heita reiti" eða opin þráðlaus net t.d. á kaffihúsum, en þar eru ýmsar hættur sem fólk þarf að þekkja. Einnig eru á vefnum góðar leiðbeiningar um hvernig hægt er að efla öryggi sitt með notkun sterkra lykilorða. Sérstök upplýsingasíða um netöryggi snjallsíma, spjaldtölva og fartölva hefur einnig verið sett á vefinn.
Auk vefsins www.netöryggi.is er PFS einnig aðili að vefnum Netsvar.is í samstarfið við SAFT verkefnið hjá Heimili og skóla sem vinnur að netöryggi barna og ungmenna, og fleiri aðila. Vefur PFS