Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. mars 2012 Prenta

TF-SIF í ískönnun við Vestfirði.

Stærri ísjakinn.Mynd Landhelgisgæslan.
Stærri ísjakinn.Mynd Landhelgisgæslan.
1 af 2

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og æfingaflug sem m.a. var nýtt til ískönnunar við Vestfirði. Þegar svæðið undan Horni var rannsakað með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar kom í ljós að á svæðinu eru tveir borgarísjakar,sá minni ca 80x80m að flatarmáli og ca 40m á hæð en sá stærri 235x100m og u.þ.b. 60m á hæð. Þá var eitthvað um íshröngl í grennd við jakana en einnig að sjá dýpra á Hornbankanum. Hafísröndin var næst landi um 70sml NNV af Straumnesi. Er þetta borgarísjaki sem tilkynnt var um fyrir nokkrum dögum og virðist sem hann hafi brotnað í tvennt og rekið austar á svæðinu. Í fluginu var einnig miðaður út neyðarsendir sem féll útbyrðis af togara í fyrrinótt. Miðað var bæði á 406MHz og 121,5MH og fengust ágæt krossmið sem gáfu stað um 0,2sml í radíus.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
  • Búið að klæða tvöfalda herbergin.04-04-2009.
Vefumsjón