Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. mars 2012 Prenta

Kynning á styrkjum Menningarráðs.

Allir eru velkomnir á námskeiðin.
Allir eru velkomnir á námskeiðin.

Eins og kynnt hefur verið mun Menningarráð Vestfjarða nú í fyrsta skipti úthluta stofn- og rekstrarstyrkjum á þessu ári og er umsóknarfrestur um þá til 30. mars. Einnig hafa verið auglýst eftir umsóknum um hefðbundna verkefnastyrki og er frestur til að sækja um þá til 10. apríl. Aðeins verður auglýst einu sinni eftir verkefnastyrkjum á árinu 2012. Af þessu tilefni mun Menningarráð Vestfjarða standa fyrir kynningu á styrkjum ráðsins og stuttu námskeiði um umsóknagerð víða um Vestfirði á næstu dögum. Búið er að ákveða tímasetningar á kynningum á sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum á næstu dögum og verða þau sem hér segir:

Malarkaffi, Drangsnesi  á morgun 11. mars kl. 17:00
Reykhólaskóla, Reykhólum - 12. mars kl. 17:00
Sjóræningjahúsinu, Patreksfirði - 14. mars kl. 17:00
Grunnskólanum Tálknafirði - 14. mars kl. 20:00
Skrímslasetrinu Bíldudal - 15. mars kl. 17:00
Rósubúð, Höfðagötu 9, Hólmavík - 16. mars kl. 17:00
Allir eru velkomnir á námskeiðin, ekki þarf að skrá sig sérstaklega og þátttaka er þeim sem mæta að kostnaðarlausu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
  • Sperrur hífðar 29-10-08.
  • Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps frá 2014 til?
Vefumsjón