Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. apríl 2012
Prenta
Léleg veiði og gæftaleysi.
Frekar léleg grásleppuveiði hefur verið hjá bátum sem róa frá Norðurfirði. „Að sögn Kristjáns Andra Guðjónssonar á bátnum Sörla ÍS-66,er þetta allavega helmingi minni veiði en á sama tíma og í fyrra,og gæftaleysið mikið". Sífelldar brælur hafa verið síðan bátar lögðu netin seinnihluta apríl fyrst stífar suðvestanáttir í byrjun maí og norðaustan hvassviðri um páskana með hauga sjó,þá komu nokkrir sæmilegir dagar,og núna eru búnar að vera nokkuð stífar norðaustanáttir frá sautjánda og lítið hægt að fara í net.