Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. maí 2012

Úthlutun úr menningarsjóði KSH árið 2012.

Ingimundur Pálsson gjaldkeri Björgunarsveitarinnar Dagrenningar tekur á móti viðurkenningu.Myndin er af vef KSH.
Ingimundur Pálsson gjaldkeri Björgunarsveitarinnar Dagrenningar tekur á móti viðurkenningu.Myndin er af vef KSH.
Á aðalfundi Kaupfélags Steingrímsfjarðar þann 2. maí síðastliðinn var tilkynnt um úthlutanir úr menningarsjóði KSH árið 2012 en stjórn sjóðsins kom saman þann 30. apríl og fór yfir innsendar umsóknir. Úthlutað var kr. 300.000 og að þessu sinni voru styrkhafar: Félagsmiðstöðin Ozon ,kr. 50.000 til styrktar starfsemis miðstöðvarinnar. Félagsmiðstöðin er fyrir ungt fólk í Strandabyggð til að hittast, vinna að sköpun og margvíslegum verkefnum og hefur starfsemi miðstöðvarinnar verið einstaklega öflugt á liðnum vetri. Félag eldri borgara í Strandasýslu,kr. 50.000 til árlegrar sumarferðar en að þessu sinni er stefnan sett á Suðurlandið. Í félaginu er 83 félagar úr öllum sveitarfélögum Strandasýslu. Hamingjudagar á Hólmavík,kr. 50.000 vegna Hamingjudaga 2012. Hamingjudagar á Hólmavík voru fyrst haldnir árið 2005 og verða í ár dagana 29. júní til 1. júlí. Von er á fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá að venju og má sjá yfirlit yfir viðburði og dagskrá á www.hamingjudagar.is Sauðfjársetrið á Ströndum,kr. 50.000 til sérsýninga sumarið 2012. Sauðfjársetur á Ströndum fagnar í ár 10 ára starfsafmæli og verður dagskrá sumarsins sérlega vegleg af því tilefni. Skíðafélag Strandamanna,kr. 50.000 vegna Strandagöngunnar 2012. Strandagangan var haldin í fyrsta skipti árið 1995 og er vinsæl keppni meðal skíðafólks um land allt.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. maí 2012

Vortónleikar í Árbæjarkirkju og í Akraneskirkju.

Kór Áttahagafélags Strandamanna.
Kór Áttahagafélags Strandamanna.
Eftirfarandi  tilkynning er frá kór Áttahagafélags Strandamanna: Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 13.maí kl. 16:00. Þar syngur kórinn undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur létt og skemmtileg lög.

Undirleikarar eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó og Matthías Stefánsson á fiðlu,miðaverð er 2.000 kr. fyrir fullorðna , frítt fyrir börn 14 ára og yngri.

Kórinn mun einnig halda tónleika í Vinaminni, safnaðarheimili Akraneskirkju, miðvikudaginn 16. maí kl. 20


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. maí 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 30.apríl til 7.maí.

Ekki sást til ferða bjarndýra, eða ummerki um að bjarndýr hefðu verið á ferð á Hornströndum.
Ekki sást til ferða bjarndýra, eða ummerki um að bjarndýr hefðu verið á ferð á Hornströndum.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Tvö minniháttar óhöpp urðu í Vestfjarðargöngunum,þar sem göngin eru einbreið. Um var að ræða minniháttar óhöpp. Lögregla vill benda ökumönnum sem leið eiga um göngin undir Breiðadals- og Botnsheiðar að aka með gát um einbreiðu leggina. Oft getur verið erfitt að gera sér grein fyrir vegalengdum og hraða þeirra bifreiða sem á móti koma. Þá var tilkynnt um minniháttar óhapp í Kjálkafirði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg. Greiðlega gekk að koma bifreiðinni upp á veg aftur og litlar sem engar skemmdir. Þarna voru erlendir ferðamenn á ferð. Tveir ökumenn voru stöðvaðir innanbæjar á Ísafiðri í vikunni vegna hraðaksturs. Nú er sá tími þar sem ungu vegfarendurnir eru farnir af stað á hjólunum. Því vill lögregla hvetja foreldra/forráðamenn til notkunar á hjálmum. Vart þarf að fjölyrða um notkun þeirra og það öryggi sem þeir veita. Þetta á einnig við um þá sem eldri eru, þrátt fyrir að í lögunum standi að ekki sé skylda þeirra sem 15 ára eru eða eldri að nota hjálma. Lögregla hvetur því þá sem eldri eru að vera fyrimynd þeirra sem yngri eru. Hvað ungur nemur, gamall temur. Þriðjudaginn 1. maí sökk handfærabáturinn Krummi B.A út af Látrabjargi. Bátsverji bjargaðist yfir í annan bát sem var skammt undan. Krummi sökk á mjög skömmum tíma eftir að hafa fengið ólag á bátinn.

Sunnudaginn 6. maí fór lögregla með þyrlu gæslunnar í eftirlitsflug um Hornstrandir ( friðlandið). Ekki sást til ferða bjarndýra, eða ummerki um að bjarndýr hefðu verið þar á ferð. Aftur á móti sáust vegsummerki um að vélsleðar hefði verið á ferð í firðlandinu. Bæði voru för á snjó og þar sem enginn snjór er. Þess má geta að ó heimil er umferð vélsleða, eða annarra vélknúinna farartækja í friðlandinu. Þá vill lögregla benda á tilkynningarskyldu þeirra sem um firðlandið fara, annarra en landeiganda. Sími Hornstrandastofu er 534-7590 og gsm 822-4056.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. maí 2012

Reykhólamaður sigraði á Strandamannamóti.

Efstu pörin: Ingimundur Pálsson, Már Ólafsson, Dalli, Björn Pálsson, Vignir Pálsson og Guðbrandur Björnsson.Mynd Þórarinn Ólafsson.
Efstu pörin: Ingimundur Pálsson, Már Ólafsson, Dalli, Björn Pálsson, Vignir Pálsson og Guðbrandur Björnsson.Mynd Þórarinn Ólafsson.
Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum og Björn Pálsson í Þorpum við Steingrímsfjörð sigruðu á árlegu héraðsmóti Strandamanna í brids, sem haldið var í félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík í vikunni. Spilaður var tvímenningur og tóku tuttugu manns eða tíu pör þátt í mótinu. Tveir Reykhólamenn gerðu ferð sína til keppni, þeir Dalli og Eyvindur Magnússon, sem hafa farið ófáar ferðirnar á Strandir til að spila. „Við Eyvi erum nú eiginlega Strandamenn," segir Dalli.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. maí 2012

Bifreiðaskoðun á Hólmavík 7. til 11.maí.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja verður á Hólmavík 7 til 11 maí.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja verður á Hólmavík 7 til 11 maí.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf. verður staðsett á Hólmavík frá mánudeginum 7. maí til föstudagsins 11. maí.
Samkvæmt auglýsingu frá Frumherja er færanlega skoðunarstöðin nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð.Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og debet),hvort tveggja er háð því að GSM samband sé í lagi. Mælst er til þess að menn komi með ökutæki með númer sem enda 1 til 7 í fyrri ferð,en í seinni ferð sem fyrirhuguð er 13 og 14 september með endastafi 8,9,eða 0.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. maí 2012

Verið að flytja áburðinn.

Verið að losa áburð af bíl.Myndasafn.
Verið að losa áburð af bíl.Myndasafn.
Þá er Kaupfélag Steingrímsfarðar farið að láta flytja áburðinn norður í Árneshrepp til bænda þar. Áburðurinn er fluttur með dráttarbíl með aftanívagn og kemst áburðurinn í þrem til fjórum ferðum. Vegagerðin er búin að aflétta þungatakmörkunum á veg 643 Strandaveg norður í Árneshrepp fyrir nokkru. Áburðinum er keyrt nokkru fyrr núna en í fyrra enn þá var verið að keyra áburðinum
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. maí 2012

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2012.

Örkin.Það snjóaði í fjöll aðfaranótt 29.Jörð er ekkert farin að taka við sér enn.Mynd 29-04-2012.
Örkin.Það snjóaði í fjöll aðfaranótt 29.Jörð er ekkert farin að taka við sér enn.Mynd 29-04-2012.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Norðaustanátt með köldu veðri,síðan gerði suðlægar vindáttir eða breytilegar fram að páskum. Páskahret gerði seinnipart Páskadags með snjókomu eða slyddu og síðan éljum,sem stóð fram til 13. Eftir það voru breytilegar vindáttir fram til 16. Síðan Norðaustanáttir til 26,síðan breytilegar vindáttir og mánuðurinn endaði síðan með Suðvestan og nokkuð mildu veðri. Úrkoman var í minna lagi í mánuðinum. Ræktuð tún voru ekkert farin að taka við sér í lok mánaðar,hvað þá úthagi. Dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. apríl 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 23.til 30.apríl.

Bíll valt á Innstrandarvegi í Kollafirði, laugardaginn 28. apríl.
Bíll valt á Innstrandarvegi í Kollafirði, laugardaginn 28. apríl.
Í liðinni viku voru 6 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Ísafjörð og sá sem hraðast ók var mældur á 124 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 8o km/klst. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni, það fyrra var óhapp í Bolungarvík,föstudaginn 27. apríl þar hafnaði vélhjól framan á bifreið, einhverjar skemmdir á ökutækjum, en ekki slys á fólki. Síðara óhappið varð á Innstrandarvegi í Kollafirði, laugardaginn 28. apríl. Þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt,ekki slys á fólki. Einn ökumaður var stöðvaður á Hólmavík grunaður um fíkniefnaakstur. Tekin voru númer af nokkrum bifreiðin í umdæminu þar sem vanrækt hafði verið að færa þær bæði til aðalskoðunar og endurskoðunar.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. apríl 2012

Söngleikur á Drangsnesi.

Frá ævingu á Óliver.
Frá ævingu á Óliver.
Vegna fjölda áskorana verður aukasýning á söngleiknum Óliver á Drangsnesi núna á morgun, laugardag 28. apríl. Um er að ræða lítt stytta útgáfu af þessum fræga söngleik í þýðingu Flosa Ólafssonar sem nemendur Grunnskólans á Drangsnesi sýndu á árshátíð skólans fyrir páska. Allir nemendur skólans taka þátt í sýningunni sem er hressileg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Nú í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu Charles Dickens en söngleikurinn Óliver er gerður er eftir Oliver Twist, einni þekktustu sögu hans. Sýningin verður í Félagsheimilinu Baldri og hefst klukkan 17:00.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. apríl 2012

Þóra Arnórs með mest fylgi.

Þóra Arnórsdóttir kynnir framboð sitt.
Þóra Arnórsdóttir kynnir framboð sitt.
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ á fylgi forsetaframbjóðendanna sem gerð var dagana 24. - 26. apríl fengi Þóra Arnórsdóttir mest fylgi, 49%. Ólafur Ragnar Grímsson mælist með 34,8% og Ari Trausti Guðmundsson 11,5%. Aðrir frambjóðendur mælast með minna fylgi. Könnunin var send á netpanel Félagsvísindastofnunar, sem byggir á tilviljunarúrtökum úr Þjóðskrá. Gögnin voru að auki vigtuð með tilliti til aldurs, kyns og búsetu svo þau endurspegli þjóðina, samkvæmt fréttatilkynningu frá Félagsvísindastofnun. Sami hópur var spurður um afstöðu sína til frambjóðenda þann 17. apríl síðastliðinn en þá hafði Ari Trausti Guðmundsson ekki gefið kost á sér. Hann virðist sækja fylgi sitt einkum til óákveðinna en 46% þeirra sem nú segjast ætla að kjósa hann ætluðu áður að skila auðu, voru óákveðnir eða vildu ekki svara. 0,8% sögðust ætla að kjósa Ástþór Magnússon, 0,3% ætla að kjósa Hannes Bjarnason, 3% hyggjast kjósa Herdísi Þorgeirsdóttur og 0,6% Jón Lárusson. Þriðjungur stuðningsmanna Ara Trausta ætluðu að kjósa Þóru Arnórsdóttur þegar spurt var 17. apríl og 11% ætluðu að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson.
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Þá fer langa súlan út.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
Vefumsjón