Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. júní 2012

Ljósmyndasýning.

Gunnar Karl Gunnlaugsson.
Gunnar Karl Gunnlaugsson.
Gunnar Karl Gunnlaugsson opnar ljósmyndasýningu föstudaginn 15 júní á Kaffi Norðurfirði. Gunnar Karl er áhugaljósmyndari en áhuginn byrjaði á unglingsárum. Hann hefur sótt mörg námskeið í ljósmyndun í gegnum árin og haldið þrjár einkasýningar og eina samsýningu,31,maí 2012,með Soffíu Sæmundsdóttur listmálara. Uppáhalds viðfangsefni hans er birtan og náttúran í sínum skilningi. Gunnar er múrari að mennt og
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. júní 2012

Verðlaunagripir á skákhátíð eftir Árneshreppsbúa.

Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík.
Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík.
1 af 2
Tveir af helstu handverksmönnum og listasmiðum Árneshrepps, Valgeir Benediktsson í Árnesi, og Guðjón Kristinsson frá Dröngum, leggja til verðlaunagripina á Skákhátíð á Ströndum 2012. Báðir hafa þeir, á undanförnum árum, lagt hátíðinni lið með margvíslegum hætti. Valgeir Benediktsson hefur ásamt fjölskyldu sinni í Árnesi byggt upp Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík. Þar er hægt að kynnast sögu þessarar einstöku sveitar, og fólkinu sem þar bjó. Óhætt er að segja að Valgeir og fjölskylda hans hafi bjargað frá glötun ómetanlegum heimildum um búsetu við nyrsta haf. Þar fyrir utan er Valgeir einhver snjallasti handverksmaður landsins, og býr til stórkostlega muni úr rekaviði, m.a. hina rómuðu penna sem notaðir hafa verið í verðlaun á skákhátíðum undanfarinna ára. Guðjón Kristinsson er Strandamaður í húð og hár, alinn upp á Seljanesi og Dröngum. Hann er eftirsóttur hönnuður og handverksmaður, enda hefur hann tileinkað sér hina merku list forfeðra okkar við húsbyggingar og hleðslu.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. júní 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4.til 11. júní 2012.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Fimmtudaginn 7. júní valt bíll útaf veginum í Tungudal í Skutulsfirði og valt nokkrar veltur. Nokkuð greiðlega gekk að ná ökumanni úr bílnum og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Sem betur fer reyndist hann ekki mikið slasaður. Bifreiðin ó ökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Einn ökumaður var stöðvaður á Ísafirði vegna gruns um ölvun við akstur. Síðastliðinn mánudagsmorgun kom upp eldur í handfærabátnum Stapa B.A. þar sem báturinn lá við bryggju í höfninni á Patreksfirði. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem var í „kabissu" (eldavél) . Miklar skemmdir urðu í stýrishúsi bátsins á tækjum og búnaði. Skemmtanahaldi um liðna helgi gekk vel fyrir sig og án teljandi afskipta lögreglu. Lögreglan vill
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. júní 2012

Verkefnastyrkir frá Menningarráði Vestfjarða.

Búið er að úthluta verkefnastyrkjum.
Búið er að úthluta verkefnastyrkjum.
Menningarráð Vestfjarða hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna úthlutunar ráðsins á verkefnastyrkjum árið 2012 og ákvörðun um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir. Úthlutanir ráðsins byggjast á úthlutunarreglum sem samþykktar eru fyrir hverja úthlutun. Að þessu sinni eru veitt framlög til 33 verkefna, samtals að upphæð 19.130.000.- Áður hefur Menningarráð Vestfjarða úthlutað 11,4 milljónum í stofn- og rekstrarstyrki á þessu ári. Verkefnastyrkirnir eru á bilinu 90 þúsund til 1,5 milljón, en það var verkefni Minjasafnsins á Hnjóti sem ber yfirskriftina Björgunarafrekið við Látrabjarg sem fékk hæsta styrkinn að þessu sinni. Alls bárust 107 umsóknir og eins og venjulega var í þeim hópi mikill fjöldi góðra umsókna og spennandi verkefna. Menningarráðið þakkar kærlega fyrir allar umsóknir sem bárust og óskar umsækjendum öllum velfarnaðar í verkefnum sínum. Næst verður auglýst eftir umsóknum nálægt næstu áramótum. Eftirtalin verkefni fengu verkefnastyrki frá Menningarráði Vestfjarða að þessu sinni (umsækjandi er innan sviga):
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. júní 2012

BB-sjónvarp komið í loftið.

Bæjarins besta er komið með netsjónvarp.
Bæjarins besta er komið með netsjónvarp.
Fréttatilkynning frá Bæjarins besta:
Í gær fór í loftið ný þjónusta á bb.is þegar sjónvarp BB var tekið í gagnið. Þar munu birtast fréttaviðtöl og fréttaskýringar auk þess sem farið verður út í þáttagerð og fjölmargt fleira sem kynnt verður síðar. Þegar hafa verið tekin nokkur fréttaviðtöl sem verða aðgengileg á BB-sjónvarpi. Aðstandendur bb.is binda vonir við að þegar fram líða stundir muni þessi þjónusta öðlast mikilvægan sess í fréttaumfjöllun á Vestfjörðum líkt og bb.is hefur gert frá árinu 2000 og Bæjarins besta frá árinu 1984.
Stefna Bæjarins besta er að styðja við vestfirska áhugamenn um kvikmyndagerð, þáttagerð eða annars konar myndbandagerð með birtingu á þessum fjölsóttasta vef Vestfirðinga. Einnig verður hægt að nálgast vestfirsk ferðamyndbönd á síðunni. Aðal myndatöku- og tæknimaður BB-sjónvarps er Ísfirðingurinn Fjölnir Baldursson.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. júní 2012

Strandafrakt byrjuð með áætlunarferðir.

Einn af flutningabílum Strandafraktar.
Einn af flutningabílum Strandafraktar.
 Í gær var fyrsta hefðbundna áætlun Strandafraktar til Norðurfjarðar á þessu sumri,en ferðir Strandafraktar hefjast að venju fyrsta miðvikudag í júní og áætlunarferðirnar standa út október. Bíllinn fer úr Reykjavík á þriðjudögum og þann dag til Hólmavíkur um kvöldið og til Norðurfjarðar á miðvikudögum. Í maí var Strandafrakt búin að koma ferðir að sækja grásleppuhrognatunnur. Eins hefur Strandafrakt verið í fiskflutningum frá miðjum maí eftir að strandveiðar byrjuðu,enn nokkrir bátar gera út á strandveðar frá Norðurfirði bæði heimabátar og aðkomubátar. Eins og undanfarin tvö ár mun póstur koma með bílnum á miðvikudögum. Flug
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. júní 2012

Lítil úrkoma í maí.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Lítil úrkoma mældist í maí síðastliðnum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,og er hún sú minnsta síðan mælingar hófust þar 1995,eða aðeins 9,0 mm. Lítil úrkoma hefur mælst áður á stöðinni í maí en aldrei eins lítil og nú. Árið 1996 mældist 13,0 mm,og árið 2005 17,3 mm og árið 2003 mældist úrkoman 19,0 mm. Úrkomumestu maímánuðir voru árið 1999 en þá mældist úrkoman 104,0 mm,og árið 2002 94,6 mm og 2004 mældust 90,3 mm og árið 2011 mældust 85,3 mm.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. júní 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28. maí til 04. júní 2012.

Tilkynnt var um þrjú minniháttar umferðaróhöpp.
Tilkynnt var um þrjú minniháttar umferðaróhöpp.
Umferðin í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum gekk nokkuð vel í liðinni viku,þó var tilkynnt um þrjú minniháttar umferðaróhöpp, minniháttar skemmdir á ökutækjum og ekki slys á fólki. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs. Talsverð umferð var vestur fyrir liðna helgi vegna hátíðarhalda sjómannadagsins. Skemmtanahald um sjómannadagshelgina fór að mestu vel fram í umdæminu og án teljandi afskipta lögreglu. Margir gestir lögðu leið sína til Patreksfjarðar vegna hátíðarhaldana þar og var dagskrá í gangi frá fimmtudegi og fram á sunnudagskvöld. Aðfaranótt s.l. laugardags var brotist inn í verkfæraskúr
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. júní 2012

Heilsárssamgöngur í Árneshrepp.

Frá vegagerð í Árneshreppi.
Frá vegagerð í Árneshreppi.
Á stjórnarfundi 30. maí síðastliðinn hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga ákvað stjórn FV að styðja efni þingsályktunar um heilsársveg í Árneshrepp.  Staða samgöngumála í Árneshreppi hefur verið til umfjöllunar um árabil án afgerandi niðurstöðu og kröfur nútímasamfélags gera það að verkum að núverandi lausnir með lágmarks áætlunarflugi og árstíðabundinni opnun vegarins gengur freklega gegn jafnræði
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júní 2012

Yfirlit yfir veðrið í maí 2012.

Vorhret gerði 13 til 15 maí.Séð til Norðurfjarðar í éljagangi.
Vorhret gerði 13 til 15 maí.Séð til Norðurfjarðar í éljagangi.
1 af 2
Veðrið í Maí 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð umhleypingasamur fram yfir miðjan mánuð og fremur kalt en hlítt seinnihluta mánaðar. Suðvestan stormur eða hvassviðri var fyrsta dag mánaðar með hlýju veðri. Síðan breytilegar vindáttir eða hafáttir með köldu veðri,síðan voru suðlægar vindáttir 10 til 12 með hlýrra veðri. Norðan vorhret gerði þann 13 sem stóð til 14,enn orðin mun hægari þann 15,eftir það voru breytilegar vindáttir eða suðlægar og fremur svölu veðri. Frá 19.voru hafáttir með hlýnandi veðri og orðið mjög hlítt þ.22. Þann 24. snerist í Suðvestanátt til 28. Mánuðurinn endaði síðan með hafáttum. Mánuðurinn var mjög þurr í heild. Þrátt fyrir þessa þurrka hefur jörð tekið talsvert við sér og ræktuð tún orðin græn,úthagi nokkuð lélegur enn í mánaðarlok. Lambfé var sett út um viku fyrr en í fyrra.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Jakabrot við Árnesey 19-08-2004.
  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
Vefumsjón