Úthlutun úr menningarsjóði KSH árið 2012.
Meira
Undirleikarar eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó og Matthías Stefánsson á fiðlu,miðaverð er 2.000 kr. fyrir fullorðna , frítt fyrir börn 14 ára og yngri.
Kórinn mun einnig halda tónleika í Vinaminni, safnaðarheimili Akraneskirkju, miðvikudaginn 16. maí kl. 20
Sunnudaginn 6. maí fór lögregla með þyrlu gæslunnar í eftirlitsflug um Hornstrandir ( friðlandið). Ekki sást til ferða bjarndýra, eða ummerki um að bjarndýr hefðu verið þar á ferð. Aftur á móti sáust vegsummerki um að vélsleðar hefði verið á ferð í firðlandinu. Bæði voru för á snjó og þar sem enginn snjór er. Þess má geta að ó heimil er umferð vélsleða, eða annarra vélknúinna farartækja í friðlandinu. Þá vill lögregla benda á tilkynningarskyldu þeirra sem um firðlandið fara, annarra en landeiganda. Sími Hornstrandastofu er 534-7590 og gsm 822-4056.
Mánuðurinn byrjaði með Norðaustanátt með köldu veðri,síðan gerði suðlægar vindáttir eða breytilegar fram að páskum. Páskahret gerði seinnipart Páskadags með snjókomu eða slyddu og síðan éljum,sem stóð fram til 13. Eftir það voru breytilegar vindáttir fram til 16. Síðan Norðaustanáttir til 26,síðan breytilegar vindáttir og mánuðurinn endaði síðan með Suðvestan og nokkuð mildu veðri. Úrkoman var í minna lagi í mánuðinum. Ræktuð tún voru ekkert farin að taka við sér í lok mánaðar,hvað þá úthagi. Dagar eða vikur: