Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. júní 2012 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 18.til 25. júní.

Þessa vikuna var ekið samtals á 8 lömb.
Þessa vikuna var ekið samtals á 8 lömb.

Frekar friðsælt var í umferðinni á Vestfjörðum þessa vikuna. Þó var talsvert um að vera í þessari árlegu törn þegar ekið er á búfé. Þessa vikuna var ekið samtals á 8 lömb. Aðeins í einu tilfelli er vitað um gerendur. Aðeins einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur þessa vikuna. Þá vöru ökuréttindi eins ungs ökumanns afturkölluð af lögreglustjóra, þar sem hann var kominn með 5 punkta í ökuferilskrá sína. Hann þarf að endurtaka ökupróf sitt vegna þessa. Um hádegisbil þann 21. júní voru þrír bátar staðnir að ólöglegum veiðum, af þyrlu Landhelgisgæslunnar, í Húnaflóa í lokuðu hólfi. Var þeim vísað til hafnar þar sem lögreglan tók á móti þeim. Mál skipstjóranna er í rannsókn, en hald var lagt á afla þessara báta. Klukkan 14.03 þann 23. júní var tilkynnt um slys við nýbyggingu snjóflóðavarnargarðsins í Bolungarvík. Þar valt dráttarvél sem var verið að vinna með við garðinn. Ökumaðurinn slasaðist talsver og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Hann reyndist minna slasaður en í fyrstu var haldið og er á batavegi. Klukkan 04:33 þann 24. júní var lögregla og slökkvilið kallað að Sundstræti 45 á Ísafirði. Þarna var eldur laus og talsvert tjón af þeim sökum. Klukkutíma tók að slökkva eldinn, en síðan var reykræst. Reykurinn sem myndaðist við eldinn var afar eitraður og var vettvangur því lokaður og innsiglaður f þeim sökum. Lögreglan vinnur að rannsókn á upptökum brunans.Segir í tilkynningu frá lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Borgarísjaki austan við Selsker 16-09-2001.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
Vefumsjón