Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. júní 2012 Prenta

Helgi og Jóhann sigurvegarar á afmælismóti Róberts Lagerman í Trékyllisvík.

Róbert Lagerman.
Róbert Lagerman.
1 af 3

Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson urðu efstir og jafnir á afmælismóti Róberts Lagerman sem fram fór í Trékyllisvík á laugardaginn 23 júní. Hlutu þeir 8 vinninga í 9 skákum. Helgi vann Jóhann Hjartarson en tapaði fyrir Gunnari Björnssyni. Guðmundur Gíslason varð þriðji með 7 vinninga og Jón Kristinn Þorgeirsson fjórði með 6,5 vinning. Gunnar, Hilmir Freyr Heimisson og Óskar Long Einarsson urðu í 5.-7. sæti með 6 vinninga.

Jón Kristinn hlaut jafnframt unglingaverðlaun á mótinu. Ingibjörg Edda Birgisdóttir hlaut kvennaverðlaun og feðgarnir Ingólfur Benediktsson og Númi Fjalar Ingólfsson hlutu verðlaun fyrir bestan árangur heimamanna. 40 keppendur tóku þátt í mótinu sem fram fór í algjöru blíðarskaparveðri í Trékyllisvík.

Á föstudaginn 22 júní tefldi Róbert fjöltefli á Hólmavík og um kvöldið fór fram tvískákmót í Djúpavík. Þar unnu Gauti Páll Jónsson og Ingibjörg Edda eftir harða baráttu við forsetaliðið (Gunnar, Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman). Halldór Blöndal og Hilmir Freyr Heimisson urðu í 3. sæti.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
  • Gunnsteinn og Hilmar.
  • Smábátahöfnin á Norðurfirði.10-09-2010.
Vefumsjón