Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. júní 2012 Prenta

Neysluvatnsleysi-Þurrkar-Sprettuleysi.

Engin spretta ekkert vatn.Vatnsbólið í Litlu-Ávík er uppundir hjöllunum þar sem heitir Hjalli.
Engin spretta ekkert vatn.Vatnsbólið í Litlu-Ávík er uppundir hjöllunum þar sem heitir Hjalli.
1 af 2

Veðurguðirnir og nátturan getur verið duttlungafull og jafnvel stórfurðuleg á stundum. Nú eru búnir að vera miklir þurrkar frá því í maí síðastliðinn og það sem af er júní. Sprettuleysi er á túnum vegna þessara óvenju langvarandi þurrka,bændur eru farnir að óttast með tún sín,sum staðar var vottur af kali eftir mikil svellalög í vetur bændur hér í Árneshreppi báru á tún sín fljótlega í júní og fengu þá smá vætu og virtust tún vera að taka við sér dálítið en síðan ekki söginni meir. Bændur sjá fram á að sláttur hefjist seint ef og þótt fari að rætast úr með vætu. Neysluvatnsskortur hefur gert vart við sig í hreppnum og sérstaklega í Litlu-Ávík þar sem er búið að vera vatnslaust frá því 5 júní,vatn er sótt í Ávíkurána til heimilisnota og fyrir salerni,en þvottar eru ekki þvegnir,nema að nágrannar sem hafa nóg vatn bjarga málunum í þeim efnum. Allt vatn verður að hita upp á eldvél eða í hraðsuðukatli og eða í hraðsuðukönnu til uppþvotta á matarílátum. Þetta skeður aðeins í langvarandi þurrkum að vatn þrjóti í Litlu-Ávík.

Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum mældist úrkoman í maí síðastliðnum aðeins 9,0 mm sem er minnsta úrkoma í maí síðan mælingar hófust 1995 á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Úrkoman sem mælst hefur sem af er júní er aðeins 10,6 mm en í júní í fyrra var hún 57,3 mm. Úrkoman sem hefur verið í júní voru þessa daga:þann5 voru smá skúrir og mældist  0,7 mm úrkoma,þann 6 var rigning og síðan skúrir og mældist úrkoman 3,9 mm og aðfaranótt þann 7 og fram á morgun var rigning og úrkoman þá 6,0 mm og einnig varð úrkomu vart þann 10 en úrkoman mældist ekki. Mönnum finnst veðurguðirnir eitthvað mjög dyntóttir núna,því eins og veður er búið að vera undanfarið,norðan hægviðri og þokuloft hefur yfirleitt verið þokusúld í slíku veðurfari sérstaklega á annesjum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
  • Norðurfjörður I -2002.
  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
Vefumsjón