Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. júlí 2012

Heyskapur byrjaður á Melum.

Frá heyskap á Melum í gærkvöldi.Reykjaneshyrna og Mýrarhnjúkur í baksýn.
Frá heyskap á Melum í gærkvöldi.Reykjaneshyrna og Mýrarhnjúkur í baksýn.
Björn Torfason bóndi á Melum í Árneshreppi sló um þrjá hektara á miðvikudaginn var og einnig smá tún sem var sendið og brunnið til að ná sinunni af,á þessi tún verður borið á aftur. Björn segist vonast til að geta haldið áfram að slá eitthvað í viðbót þegar líður á næstu viku,að minnsta kosti ef veðurspáin fer eftir með úrkomu um helgina þá lagast tún nokkuð fljótt sem eru ekki brunnin. Sæmilegt var á þessu túni sem nefnist Vatnshryggur og liggur niður með Melaánni. Ekki
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. júlí 2012

Ættarmót á Eyri.

Eyri við Ingólfsfjörð.
Eyri við Ingólfsfjörð.
Næstkomandi Laugardag 7. júlí verður ættarmót afkomanda Guðjóns Guðmundssonar fyrrum hreppsstjóra og Guðjónu Sigríðar Halldórsdóttur fyrrum húsmóður og fyrrverandi bænda á Eyri í Ingólfsfirði. Við það tilefni verður afhjúpað skilti á Eyri kl. 15:00 þar sem atvinnusaga Eyrar er sýnd í máli og myndum. Aðstandendur ættarmótsins vonast til að sjá sem flesta Árneshreppsbúa
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. júlí 2012

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 25. júní til 2. júlí 2012.

Talsverður erill var á Hólmavík í tengslum við Hamingjudagana.
Talsverður erill var á Hólmavík í tengslum við Hamingjudagana.
Byrjum á búfénu. Í vikunni var ekið 5 lömb og tvær ær alls 7 dýr. En það eru engir gerendur sem hafa haft samband við lögreglu vegna þessara óhappa. Átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, tveir fyrir að vera ekki með bílbelti spennt, þrír fyrir grun um að vera undir áhrifum fíkniefna og einn grunaður um ölvunarakstur og að hafa velt bifreið sinni. 5 umferðaróhöpp urðu í vikunni, þar af þrjár bílveltur. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum. Einn maður var handtekinn, á sunnudagsmorgninum, grunaður um dreifingu og sölu fíkniefna. Gerð var húsleit heima hjá honum þar sem fíkniefni og umbúðir fundust ásamt tækjum og tólum er tilheyra sölumennskunni. Talsverður erill var á Hólmavík í tengslum við „Hamingjudagana". Engin slys urðu þó, en lögregla þurfti að hafa afskipti af fóli á staðnum sem ekki kunni að skemmta sér í friði við náungann.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. júlí 2012

Nýr sveitarstjóri í Strandabyggð.

Andrea K. Jónsdóttir nýráðinn sveitarstjóri í Strandabyggð ásamt Ingibjörgu Valgeirsdóttir fráfarandi sveitarstjóra.Myndin er af vef Strandabyggðar.
Andrea K. Jónsdóttir nýráðinn sveitarstjóri í Strandabyggð ásamt Ingibjörgu Valgeirsdóttir fráfarandi sveitarstjóra.Myndin er af vef Strandabyggðar.
Andrea K. Jónsdóttir hefur verið ráðinn sem nýr sveitarstjóri í Strandabyggð. Andrea er útskrifuð úr meistaranámi í verkefnastjórnun með MPM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk BSc prófi í rekstrarfræðum frá Háskólanum á Bifröst og hafði áður lokið námi í frumgreinum og diplóma í rekstrarfræðum frá sama skóla. Þá er Andrea búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Andrea hefur víðtæka starfsreynslu. Hún er stjórnarformaður Kortaþjónustunnar hf. og gegndi ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum hjá Intrum á árunum 1998 - 2009. Andrea kemur til starfa 7. ágúst n.k. en núverandi sveitarstjóri, Ingibjörg Valgeirsdóttir, lætur
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. júlí 2012

Yfirlit yfir veðrið í júní 2012.

Oft var fallegt veður í júní.Séð til Norðurfjarðar Drangajökull í baksýn.
Oft var fallegt veður í júní.Séð til Norðurfjarðar Drangajökull í baksýn.
1 af 2
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með góðu veðri með hlýindum fyrstu fjóra daga mánaðar,síðan kólnaði snökt þann fimmta,með lítilsháttar úrkomu,og frekar svalt veður var fram til 20. Þá hlýnaði nokkuð og sæmilega hlítt út mánuðinn. Hafáttir voru að mestu ríkjandi allan júnímánuð. Mjög þurrt var í mánuðinum og tún hafa sprottið lítið sem ekkert og jafnvel eru sendin tún brunnin. Talsvert neysluvatnsleysi var í júnímánuði í Árneshreppi og hefur þurft að spara vatnsnotkun víða,enn alveg vatnslaust hefur verið í Litlu-Ávík frá 5. Júní. Úrkomudagar voru aðeins 9 og þar af varð vart úrkomu í þrjá daga,enn úrkoman mældist ekki,hina dagana sex mældist úrkoman. Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. júní 2012

Hamingjudagar á Hólmavík um helgina.

Hamingjudagar verða á Hólmavík um helgina.
Hamingjudagar verða á Hólmavík um helgina.
Hamingjan svífur og sólin skín á Hólmavík þessa dagana, en þar eru Hamingjudagar nú haldnir í áttunda sinn. Hátíðin nær hámarki nú um helgina, en þá mætir m.a. töframaðurinn Ingó Geirdal á svæðið með magnaða töfrasýningu, KK heldur ókeypis tónleika fyrir alla gesti hátíðarinnar, Leikhópurinn Lotta sýnir Stígvélaða köttinn, Hvanndalsbræður spila á stórdansleik í félagsheimilinu, Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika og fjölmargar listsýningar verða sýndar. Þá er einnig hægt að fara í gokart, siglingar, Hamingjuhlaup og ýmislegt annað svo fátt eitt sé nefnt, að ógleymdum forsetakosningum sem eru mikilvægur hluti af dagskránni. Heimamenn standa einnig sjálfir fyrir afskaplega fjölbreyttum og skemmtilegum atriðum.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. júní 2012

Jóhann Hjartarson Norðurfjarðarmeistari.

Jóhann fékk því Krumluna,skúlptúr úr rekavið eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum í vinning.
Jóhann fékk því Krumluna,skúlptúr úr rekavið eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum í vinning.
1 af 2
Skákhátíðinni á Ströndum lauk síðastliðin sunnudag með hraðskákmóti á Kaffi-Norðurfirði. Jóhann Hjartarson vann öruggan sigur á mótinu, hlaut fullt hús í 6 skákum. Jóhann fékk því Krumluna,skúlptúr úr rekavíð eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum í vinning. Guðmundur Gíslason varð annar með 5 vinninga. Góð þátttaka var á mótinu en þátt tóku 32 skákmenn í blíðskaparveðri. Kaffihúsið fyllist og var brugið á það ráð að setja hluta mótsins út.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. júní 2012

Helgi og Jóhann sigurvegarar á afmælismóti Róberts Lagerman í Trékyllisvík.

Róbert Lagerman.
Róbert Lagerman.
1 af 3
Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson urðu efstir og jafnir á afmælismóti Róberts Lagerman sem fram fór í Trékyllisvík á laugardaginn 23 júní. Hlutu þeir 8 vinninga í 9 skákum. Helgi vann Jóhann Hjartarson en tapaði fyrir Gunnari Björnssyni. Guðmundur Gíslason varð þriðji með 7 vinninga og Jón Kristinn Þorgeirsson fjórði með 6,5 vinning. Gunnar, Hilmir Freyr Heimisson og Óskar Long Einarsson urðu í 5.-7. sæti með 6 vinninga.

Jón Kristinn hlaut jafnframt unglingaverðlaun á mótinu. Ingibjörg Edda Birgisdóttir hlaut kvennaverðlaun og feðgarnir Ingólfur Benediktsson og Númi Fjalar Ingólfsson hlutu verðlaun fyrir bestan árangur heimamanna. 40 keppendur tóku þátt í mótinu sem fram fór í algjöru blíðarskaparveðri í Trékyllisvík.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. júní 2012

Kjörstaður opnar kl tíu.

Kosið er í félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Kosið er í félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Tilkynning frá kjörstjórn Árneshrepps vegna forsetakosninganna laugardaginn 30.júní 2012. Kjörstaður verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík og verður kjörstaður opnaður klukkan 10.00 fyrir hádegi.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. júní 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 18.til 25. júní.

Þessa vikuna var ekið samtals á 8 lömb.
Þessa vikuna var ekið samtals á 8 lömb.
Frekar friðsælt var í umferðinni á Vestfjörðum þessa vikuna. Þó var talsvert um að vera í þessari árlegu törn þegar ekið er á búfé. Þessa vikuna var ekið samtals á 8 lömb. Aðeins í einu tilfelli er vitað um gerendur. Aðeins einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur þessa vikuna. Þá vöru ökuréttindi eins ungs ökumanns afturkölluð af lögreglustjóra, þar sem hann var kominn með 5 punkta í ökuferilskrá sína. Hann þarf að endurtaka ökupróf sitt vegna þessa. Um hádegisbil þann 21. júní voru þrír bátar staðnir að ólöglegum veiðum, af þyrlu Landhelgisgæslunnar, í Húnaflóa í lokuðu hólfi. Var þeim vísað til hafnar þar sem lögreglan tók á móti þeim. Mál skipstjóranna er í rannsókn, en hald var lagt á afla þessara báta. Klukkan 14.03 þann 23. júní var tilkynnt um slys við nýbyggingu snjóflóðavarnargarðsins í Bolungarvík. Þar valt dráttarvél sem var verið að vinna með við garðinn. Ökumaðurinn slasaðist talsver og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
Vefumsjón