Skilti um atvinnusögu Eyrar afhjúpað.
Meira
Mánuðurinn byrjaði með góðu veðri með hlýindum fyrstu fjóra daga mánaðar,síðan kólnaði snökt þann fimmta,með lítilsháttar úrkomu,og frekar svalt veður var fram til 20. Þá hlýnaði nokkuð og sæmilega hlítt út mánuðinn. Hafáttir voru að mestu ríkjandi allan júnímánuð. Mjög þurrt var í mánuðinum og tún hafa sprottið lítið sem ekkert og jafnvel eru sendin tún brunnin. Talsvert neysluvatnsleysi var í júnímánuði í Árneshreppi og hefur þurft að spara vatnsnotkun víða,enn alveg vatnslaust hefur verið í Litlu-Ávík frá 5. Júní. Úrkomudagar voru aðeins 9 og þar af varð vart úrkomu í þrjá daga,enn úrkoman mældist ekki,hina dagana sex mældist úrkoman. Yfirlit dagar eða vikur:
Jón Kristinn hlaut jafnframt unglingaverðlaun á mótinu. Ingibjörg Edda Birgisdóttir hlaut kvennaverðlaun og feðgarnir Ingólfur Benediktsson og Númi Fjalar Ingólfsson hlutu verðlaun fyrir bestan árangur heimamanna. 40 keppendur tóku þátt í mótinu sem fram fór í algjöru blíðarskaparveðri í Trékyllisvík.