Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. ágúst 2012 Prenta

Talsverðar framkvæmdir í Litlu-Ávík-bóndin slasaðist.

Hlaðan orðin snyrtileg.
Hlaðan orðin snyrtileg.
1 af 5

Talsverðar framkvæmdir hafa verið í Litlu-Ávík eftir heyskap,en heyskapur í Litlu-Ávík var snemma búin þar. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi lét gera upp gamla hlöðu sem er mest notuð sem vélageymsla yfir veturna. Sigursteinn og Jón G rifu allt járn af hlöðunni og hluta af hliðum og sem hægt var áður en smiðir komu. Daginn eftir að þeyr bræður voru búnir að rífa járnið af fór Sigursteinn að hreinsa nagla af sperrum og legtum af hærri hlöðuþakinu og fór niður af þakinu á sama stað og oft var búið að gera,og niður á planka,en einhvern veginn lent á nagla eða naglabrot verið komið í stígvélið áður,og það fór í ilina á vinstri fæti. Það var farið með Sigurstein á Heilsugæsluna á Hólmavík daginn eftir,en þar fékk hann sýklalif því sýking var komin í fótinn,síðan var hann heima í um tíu daga á meðan bólgan og sýkingin var að minnka. Eftir það var farið með Sigurstein á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og þessi aðskotahlutur skorinn úr ilinni. Sigursteinn er búin að vera alveg frá vinnu í um hálfan mánuð en er nú að lagast og farin að tilla í fótinn.

Smiðir frá Sparra ehf,í Keflavík þeyr Jóhannes H Jóhannesson og Guðni Sveinsson komu síðan 14 ágúst og voru í átta daga til að gera upp hlöðuna og setja járn,auk þess voru heimafólk úr sveitinni fengið aðallega þegar járnið var sett á. Smiðunum þóttu sniðugt að sjá langböndin eða eins og kallað er í dag lektur,en þær höfðu verið sagaðar með langviðarsög á þeim tíma sem hlaðan var byggð,en Jóhannes smiður gerir mikið af því að gera upp gömul hús.

 

Einnig lét Jón G Guðjónsson skipta um járn á sínu húsi Litlahjalla sem gengur nú oft undir nafninu Veðurathugunarhúsið,enn veðurathugunin í Litlu-Ávík er þar og fréttavefurinn litlihjalli.is. Einnig lét Jón leggja nýjar lagnir fyrir neysluvatn,en gömlu lagnirnar voru orðnar mikið til stíflaðar. Það verk vann Þórólfur Guðfinnsson í Norðurfirði,en hann hefur mikið verið að vinna við að endurnýja vatnslagnir í húsum hér í sveit.

Framkvæmdum er nú ekki enn alveg lokið í Litlu-Ávík því ætlunin er að setja niður nýjan 5000 lítra birgðatank fyrir neysluvatnið seinna í haust,það þíðir ekkert annað ef slíkir þurrkar koma aftur eins og voru í sumar.

Einnig voru fleiri framkvæmdir víða á húsum hjá bændum og öðrum sem vefurinn mun gera skil á síðar við tækifæri og tími vinnst til.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Íshrafl í Trékyllisvík 13-03-2005.
  • Árnesey-06-08-2008.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón