Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. ágúst 2012 Prenta

Djúpavíkurdagar 17.-19.ágúst 2012.

Djúpavíkurdagar 17.-19.ágúst 2012.Mynd Hótel Djúpavík.
Djúpavíkurdagar 17.-19.ágúst 2012.Mynd Hótel Djúpavík.

Enn eina ferðina er sumri brátt að ljúka og eins og venjulega ætlum við hér á Hótel Djúpavík að gera okkur glaðan dag og halda okkar "töðugjöld". Við byrjum formlega á föstudeginum 17.ágúst kl. 19:00 með kvöldverðarhlaðborði með ítölsku ívafi.   Eins og á síðasta ári sækjum við hugmyndir í eldhús Ítala, m.a. pasta og pizzur. Verð kr. 2.500,- f. fullorðna og ½ fyrir börn.  Siðar um kvöldið verður kaffi o.fl. í boði hússins eins og verið hefur síðustu árin.  Undir miðnættið verður boðið upp á "vasaljósaferð" í gegnum verksmiðjuna.  Þátttakendur eru beðnir að hafa

með sér vasaljós. Laugardaginn 18.ágúst munum við svo  að vanda bjóða upp á okkar hefðbundnu leiðsöguferðir í gegnum verksmiðjuna, en þær eru samkvæmt venju kl. 10:00 og 14:00.  Kl. 19:00 á laugardagskvöldið verður svo okkar árlega sjávarréttahlaðborð með ljúffengum réttum sem lagaðir eru úr auðæfum hafsins.  Þar má nefna skötusel, þorsk, ufsa og fleira góðmeti, og vonandi getum við skrapað eitthvað af kræklingi af bryggjustólpunum.!!   Verð er kr. 3.500,- fyrir fullorðna, ½ gjald fyrir börn á milli 6 og 12 ára. Kl. 21:30 verða svo tónleikar með Svavari Knúti.  Hvar væru okkar "töðugjöld" án hans???  Svavar er okkur flestum að góðu kunnur og löngu landsþekktur.  Þau ykkar sem misstuð af tónleikunum fyrr í sumar með honum og Kristjönu Stef. ættuð að bæta ykkur það upp og koma á laugardagskvöldið.  Ekki er vafi á að Svavar Knútur mun fara á kostum eins og honum einum er lagið.  Aðgangseyrir er kr. 2.000,- Sunnudaginn 19.ágúst kl. 14:00 verður síðan enn eitt af okkar frábæru kökuhlaðborðum. Við segjum sem fyrr: Góðar kökur, gott verð.   Kr. 1.800.- fyrir manninn.  ½ gjald fyrir börn frá 6 ára að 12 ára.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Fjölskyldan og starfsfólk

Hótel Djúpavík.
Segir í tilkynningu frá Hótel Djúpavík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Seð yfir Trékyllisvík Litla-Ávík næst.
  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
Vefumsjón