Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2012.
Veðrið í Ágúst 2012.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með hægviðri og þurru veðri fyrstu viku mánaðar,síðan voru suðlægar vindáttir með úrkomuvotti og hlýindum fram til 11. Eftir það dró aðeins úr hita fyrst með austlægum vindáttum og síðan norðlægum eða hafáttum,Suðvestan var þann 30,en Norðvestan þann 31 með rigningu. Eftir 24. kólnaði mjög,en mjög hlítt aftur tvo síðustu daga mánaðar. Mánuðurinn verður að teljast mjög hlýr í heild. Úrkomulítið var í mánuðinum. Þótt úrkomudagar hafi verið 20.var aðeins vart úrkomu í 8 daga af þessum 20. sem mældist ekki. Fyrsti snjór í fjöllum varð 29,aðeins efst í fjöllum sem tók samdægurs upp.
Yfirlit dagar eða vikur:
1-5:Norðanáttir eða hafáttir eða breytilegar vindáttir kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 5 til 16 stig.
6-11: Suðvestan gola og uppi stinningskalda,en allhvasst eða hvassviðri 9.og um kvöldið þ.10. þurrt í veðri 6 og 7,annars smá skúrir,hiti 6 til 18 stig.
12:Austlæg vindátt,kul,rigning,hiti 11 til 13 stig.
13-29:Norðan,NV eða NA,hafáttir í heild,gola,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,litisáttar súld,skúrir,þurrt í veðri 19-25-27 og 29,hiti 4 til 13 stig.
30:Suðvestan gola,smá skúr,hiti 3 til 14 stig.
31: Norðvestan kul eða gola,rigning hiti 8 til 10 stig.
Úrkoman mældist: 30,2 mm. (í ágúst 2011:138,6 mm.)
Þurrir dagar voru 11.
Mestur hiti mældist dagana 7 og 10: 18,0 stig.
Minnstur hiti mældist þann 30: 3,2 stig.
Meðalhiti við jörð:+7,27 stig. (í ágúst 2011:+6,16 stig.)
Sjóveður:Allsæmilegt en dálítill til talsverður sjór var 8 og 9 og 24 til 28 var nokkuð leiðinlegt í sjóinn.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.