Strandafrakt byrjuð með áætlunarferðir.
Meira
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var nokkuð umhleypingasamur fram yfir miðjan mánuð og fremur kalt en hlítt seinnihluta mánaðar. Suðvestan stormur eða hvassviðri var fyrsta dag mánaðar með hlýju veðri. Síðan breytilegar vindáttir eða hafáttir með köldu veðri,síðan voru suðlægar vindáttir 10 til 12 með hlýrra veðri. Norðan vorhret gerði þann 13 sem stóð til 14,enn orðin mun hægari þann 15,eftir það voru breytilegar vindáttir eða suðlægar og fremur svölu veðri. Frá 19.voru hafáttir með hlýnandi veðri og orðið mjög hlítt þ.22. Þann 24. snerist í Suðvestanátt til 28. Mánuðurinn endaði síðan með hafáttum. Mánuðurinn var mjög þurr í heild. Þrátt fyrir þessa þurrka hefur jörð tekið talsvert við sér og ræktuð tún orðin græn,úthagi nokkuð lélegur enn í mánaðarlok. Lambfé var sett út um viku fyrr en í fyrra.
Horfur fyrir Strandir og Norðurland vestra.Tilkynning frá vakthafandi veðurfræðing á Veðurstofu Íslands.
Það er vaxandi lægð fyrir vestan Ísland og þokast hún í austur. Á laugardag verður mild vorrigning í sunnan 5-10 m/s og hægari síðdegis og hiti 5 til 10 stig. Snemma á sunnudagsmorgunn er spáð að lægðarmiðjan verði komin á Suðausturmið og færist hún áfram í austur og dýpkar. Á eftir henni færist vindstrengur, um 15-23 m/s, austur yfir land. Hann kemur fyrst inn á Vestfirði snemma morguns en síðdegis verður vindur á Vestfjörðum og Norðurlandi svona 10-18 m/s. Þetta er heldur minni vindur heldur en var í spánum fyrr í vikunni en þetta er samt hvassviðri eða stormur, fyrst með kalsaslyddu og síðan snjókomu. Síðdegis má búast við frosti, 0 til 6 gráðum. Á mánudag er spáð norðan 10-18 með snjókomu eða éljagangi og frosti víðast hvar. Minnkandi norðanátt og éljagangur á þriðjudag. Norðan 3-10 á miðvikudag og fimmtudag og úrkomulaust að kalla og áfram frost víðast hvar. Ekki er útlit fyrir hlýnandi veður fyrr en á laugardag en þá á hann að halla sér í suðvestanátt.