Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. júní 2012

Helgi og Jóhann sigurvegarar á afmælismóti Róberts Lagerman í Trékyllisvík.

Róbert Lagerman.
Róbert Lagerman.
1 af 3
Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson urðu efstir og jafnir á afmælismóti Róberts Lagerman sem fram fór í Trékyllisvík á laugardaginn 23 júní. Hlutu þeir 8 vinninga í 9 skákum. Helgi vann Jóhann Hjartarson en tapaði fyrir Gunnari Björnssyni. Guðmundur Gíslason varð þriðji með 7 vinninga og Jón Kristinn Þorgeirsson fjórði með 6,5 vinning. Gunnar, Hilmir Freyr Heimisson og Óskar Long Einarsson urðu í 5.-7. sæti með 6 vinninga.

Jón Kristinn hlaut jafnframt unglingaverðlaun á mótinu. Ingibjörg Edda Birgisdóttir hlaut kvennaverðlaun og feðgarnir Ingólfur Benediktsson og Númi Fjalar Ingólfsson hlutu verðlaun fyrir bestan árangur heimamanna. 40 keppendur tóku þátt í mótinu sem fram fór í algjöru blíðarskaparveðri í Trékyllisvík.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. júní 2012

Kjörstaður opnar kl tíu.

Kosið er í félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Kosið er í félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Tilkynning frá kjörstjórn Árneshrepps vegna forsetakosninganna laugardaginn 30.júní 2012. Kjörstaður verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík og verður kjörstaður opnaður klukkan 10.00 fyrir hádegi.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. júní 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 18.til 25. júní.

Þessa vikuna var ekið samtals á 8 lömb.
Þessa vikuna var ekið samtals á 8 lömb.
Frekar friðsælt var í umferðinni á Vestfjörðum þessa vikuna. Þó var talsvert um að vera í þessari árlegu törn þegar ekið er á búfé. Þessa vikuna var ekið samtals á 8 lömb. Aðeins í einu tilfelli er vitað um gerendur. Aðeins einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur þessa vikuna. Þá vöru ökuréttindi eins ungs ökumanns afturkölluð af lögreglustjóra, þar sem hann var kominn með 5 punkta í ökuferilskrá sína. Hann þarf að endurtaka ökupróf sitt vegna þessa. Um hádegisbil þann 21. júní voru þrír bátar staðnir að ólöglegum veiðum, af þyrlu Landhelgisgæslunnar, í Húnaflóa í lokuðu hólfi. Var þeim vísað til hafnar þar sem lögreglan tók á móti þeim. Mál skipstjóranna er í rannsókn, en hald var lagt á afla þessara báta. Klukkan 14.03 þann 23. júní var tilkynnt um slys við nýbyggingu snjóflóðavarnargarðsins í Bolungarvík. Þar valt dráttarvél sem var verið að vinna með við garðinn. Ökumaðurinn slasaðist talsver og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. júní 2012

Þrír bátar teknir á Húnaflóa.

Myndin er frá Norðurfirði.
Myndin er frá Norðurfirði.
Undanfarinn misseri hefur Landhelgisgæslan þurft að hafa talsverð afskipti af bátum sem hafa verið á veiðum inn í skyndilokunum. Aðallega er um að ræða minni skipa og báta og þá sérstaklega strandveiðibáta. Í gær voru þrír bátar staðnir að ólöglegum handfæraveiðum í skyndilokunarhólfun í Húnaflóa og var þeim öllum vísað til hafnar og í kjölfarið verða skipstjórar þeirra kærðir fyrir athæfið. Landhelgisgæslan vill brýna fyrir skipstjórum að kynna sér vel skyndilokanir og önnur lokuð svæði áður en haldið er til veiða.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. júní 2012

Skákhátíð,hver hreppir silfurhringinn?

Á hringinn er greypt með rúnaletri kjörorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda.
Á hringinn er greypt með rúnaletri kjörorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda.
1 af 2
Eins og fram hefur komið fer í hönd skákhátíð á Ströndum nú um næstkomandi helgi 22 til 24 júní. Til mikils er að vinna á hátíðinni. Sigurvegarar í Trékyllisvík og Norðurfirði fá muni eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum og Valgeir Benediktsson í Árnesi,eins og fram hefur komið áður hér á vefnum. Þá mun sigurvegarinn á afmælis móti Róberts Lagermans fá sersmíðaðan silfurhring, smíðaðan af Úlfari Daníelssyni gullsmið. Á hringinn er greypt með rúnaletri kjörorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Skákhátíðin í Árneshreppi er alltaf mjög vel sótt og fjöldi gesta auk skákmanna koma á svæðið og horfa á skákina og eða skoða sig um í sveitinni og skoða sérstaka náttúrufegurð Stranda. Hér
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. júní 2012

Skákhátíð á Ströndum um helgina.

Til mikils er að vinna á hátíðinni. Sigurvegarar í Trékyllisvík og Norðurfirði fá muni eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum og Valgeir Benediktsson í Árnesi.
Til mikils er að vinna á hátíðinni. Sigurvegarar í Trékyllisvík og Norðurfirði fá muni eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum og Valgeir Benediktsson í Árnesi.
1 af 2

Skákhátíð á  Ströndum 2012 verður haldin nú um helgina og er efnt til fjölteflis á Hólmavík og skákmóta í Djúpavík, Trékyllisvík og Norðurfirði. Von er á stórmeistörunum Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni og Þresti Þórhallssyni, auk skákáhugamanna víða að. Þá munu mörg af efnilegustu skákbörnum landsins taka þátt í hátíðinni, sem er öllum opin. Fjöldi viðurkenninga og verðlauna eru í boði, m.a. munir eftir tvo af kunnustu handverksmönnum Strandasýslu, flugfarseðlar, sersmíðaðir silfurhringir, silki frá Samarkand, bækur og peningaverðlaun. Hátíðin hefst með fjöltefli á Hólmavík klukkan 16 á föstudaginn, þegar Róbert Lagerman, heiðursgestur hátíðarinnar, teflir fjöltefli. Róbert sem verður fimmtugur nú í sumar er sá skákmeistari sem tekið hefur þátt í flestum skákviðburðum á Ströndum sl. ár. Á föstudagskvöld klukkan 20 verður tvískákarmót í Hótel Djúpavík og á laugardag klukkan 13 hefst afmælis mót Róberts Lagerman í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. Heildarverðlaun á mótinu verða rúmlega 100 þúsund krónur, en að auki gefa fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar verðlaun. Á sunnudag kl. 13 verður svo hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði, sem markar lok Skákhátíðar á Ströndum 2012.

Til mikils er að vinna á hátíðinni. Sigurvegarar í Trékyllisvík og Norðurfirði fá muni eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum og Valgeir Benediktsson í Árnesi. Þá mun sigurvegarinn á Afmælis móti Róberts fá sér smíðaðan silfurhring, smíðaðan af Úlfari Daníelssyni gullsmið. Á hringinn er greypt með rúnaletri kjörorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Útlit er fyrir góða þátttöku í hátíðinni, sem hefur unnið sér sess sem einhver skemmtilegasti skákviðburður ársins. Ýmsir


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. júní 2012

Árneshreppur skuldar minnst.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð eru öll með heldur þröngan rekstur, en að sama skapi eru ekki miklar skuldir á þeim hvílandi. Þetta kemur fram í skýrslu Byggðastofnunar um samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðarlögum með langvarandi fólksfækkun. Þar kemur fram að tap hafi verið á rekstri Strandabyggðar bæði árin 2009 og 2010, en veltufé frá rekstri lítillega jákvætt. Rekstur sveitarfélagsins er orðið nokkuð þungur, en skuldir og skuldbindingar eru hinsvegar um 85 og því langt undir viðmiði sveitarstjórnarlaga, sem er 150%.
Í Kaldrananeshreppi var rekstur sveitarfélagsins lítillega neikvæður
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. júní 2012

Neysluvatnsleysi-Þurrkar-Sprettuleysi.

Engin spretta ekkert vatn.Vatnsbólið í Litlu-Ávík er uppundir hjöllunum þar sem heitir Hjalli.
Engin spretta ekkert vatn.Vatnsbólið í Litlu-Ávík er uppundir hjöllunum þar sem heitir Hjalli.
1 af 2
Veðurguðirnir og nátturan getur verið duttlungafull og jafnvel stórfurðuleg á stundum. Nú eru búnir að vera miklir þurrkar frá því í maí síðastliðinn og það sem af er júní. Sprettuleysi er á túnum vegna þessara óvenju langvarandi þurrka,bændur eru farnir að óttast með tún sín,sum staðar var vottur af kali eftir mikil svellalög í vetur bændur hér í Árneshreppi báru á tún sín fljótlega í júní og fengu þá smá vætu og virtust tún vera að taka við sér dálítið en síðan ekki söginni meir. Bændur sjá fram á að sláttur hefjist seint ef og þótt fari að rætast úr með vætu. Neysluvatnsskortur hefur gert vart við sig í hreppnum og sérstaklega í Litlu-Ávík þar sem er búið að vera vatnslaust frá því 5 júní,vatn er sótt í Ávíkurána til heimilisnota og fyrir salerni,en þvottar eru ekki þvegnir,nema að nágrannar sem hafa nóg vatn bjarga málunum í þeim efnum. Allt vatn verður að hita upp á eldvél eða í hraðsuðukatli og eða í hraðsuðukönnu til uppþvotta á matarílátum. Þetta skeður aðeins í langvarandi þurrkum að vatn þrjóti í Litlu-Ávík.Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum mældist úrkoman í maí síðastliðnum aðeins 9,0 mm sem er minnsta úrkoma í maí síðan mælingar hófust 1995 á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. júní 2012

Ljósmyndasýning.

Gunnar Karl Gunnlaugsson.
Gunnar Karl Gunnlaugsson.
Gunnar Karl Gunnlaugsson opnar ljósmyndasýningu föstudaginn 15 júní á Kaffi Norðurfirði. Gunnar Karl er áhugaljósmyndari en áhuginn byrjaði á unglingsárum. Hann hefur sótt mörg námskeið í ljósmyndun í gegnum árin og haldið þrjár einkasýningar og eina samsýningu,31,maí 2012,með Soffíu Sæmundsdóttur listmálara. Uppáhalds viðfangsefni hans er birtan og náttúran í sínum skilningi. Gunnar er múrari að mennt og
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. júní 2012

Verðlaunagripir á skákhátíð eftir Árneshreppsbúa.

Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík.
Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík.
1 af 2
Tveir af helstu handverksmönnum og listasmiðum Árneshrepps, Valgeir Benediktsson í Árnesi, og Guðjón Kristinsson frá Dröngum, leggja til verðlaunagripina á Skákhátíð á Ströndum 2012. Báðir hafa þeir, á undanförnum árum, lagt hátíðinni lið með margvíslegum hætti. Valgeir Benediktsson hefur ásamt fjölskyldu sinni í Árnesi byggt upp Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík. Þar er hægt að kynnast sögu þessarar einstöku sveitar, og fólkinu sem þar bjó. Óhætt er að segja að Valgeir og fjölskylda hans hafi bjargað frá glötun ómetanlegum heimildum um búsetu við nyrsta haf. Þar fyrir utan er Valgeir einhver snjallasti handverksmaður landsins, og býr til stórkostlega muni úr rekaviði, m.a. hina rómuðu penna sem notaðir hafa verið í verðlaun á skákhátíðum undanfarinna ára. Guðjón Kristinsson er Strandamaður í húð og hár, alinn upp á Seljanesi og Dröngum. Hann er eftirsóttur hönnuður og handverksmaður, enda hefur hann tileinkað sér hina merku list forfeðra okkar við húsbyggingar og hleðslu.
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Byrjað að reisa húsið.27-10-08.
  • Úr sal.Gestir.
Vefumsjón