Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. júní 2012

Strandafrakt byrjuð með áætlunarferðir.

Einn af flutningabílum Strandafraktar.
Einn af flutningabílum Strandafraktar.
 Í gær var fyrsta hefðbundna áætlun Strandafraktar til Norðurfjarðar á þessu sumri,en ferðir Strandafraktar hefjast að venju fyrsta miðvikudag í júní og áætlunarferðirnar standa út október. Bíllinn fer úr Reykjavík á þriðjudögum og þann dag til Hólmavíkur um kvöldið og til Norðurfjarðar á miðvikudögum. Í maí var Strandafrakt búin að koma ferðir að sækja grásleppuhrognatunnur. Eins hefur Strandafrakt verið í fiskflutningum frá miðjum maí eftir að strandveiðar byrjuðu,enn nokkrir bátar gera út á strandveðar frá Norðurfirði bæði heimabátar og aðkomubátar. Eins og undanfarin tvö ár mun póstur koma með bílnum á miðvikudögum. Flug
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. júní 2012

Lítil úrkoma í maí.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Lítil úrkoma mældist í maí síðastliðnum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,og er hún sú minnsta síðan mælingar hófust þar 1995,eða aðeins 9,0 mm. Lítil úrkoma hefur mælst áður á stöðinni í maí en aldrei eins lítil og nú. Árið 1996 mældist 13,0 mm,og árið 2005 17,3 mm og árið 2003 mældist úrkoman 19,0 mm. Úrkomumestu maímánuðir voru árið 1999 en þá mældist úrkoman 104,0 mm,og árið 2002 94,6 mm og 2004 mældust 90,3 mm og árið 2011 mældust 85,3 mm.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. júní 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28. maí til 04. júní 2012.

Tilkynnt var um þrjú minniháttar umferðaróhöpp.
Tilkynnt var um þrjú minniháttar umferðaróhöpp.
Umferðin í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum gekk nokkuð vel í liðinni viku,þó var tilkynnt um þrjú minniháttar umferðaróhöpp, minniháttar skemmdir á ökutækjum og ekki slys á fólki. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs. Talsverð umferð var vestur fyrir liðna helgi vegna hátíðarhalda sjómannadagsins. Skemmtanahald um sjómannadagshelgina fór að mestu vel fram í umdæminu og án teljandi afskipta lögreglu. Margir gestir lögðu leið sína til Patreksfjarðar vegna hátíðarhaldana þar og var dagskrá í gangi frá fimmtudegi og fram á sunnudagskvöld. Aðfaranótt s.l. laugardags var brotist inn í verkfæraskúr
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. júní 2012

Heilsárssamgöngur í Árneshrepp.

Frá vegagerð í Árneshreppi.
Frá vegagerð í Árneshreppi.
Á stjórnarfundi 30. maí síðastliðinn hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga ákvað stjórn FV að styðja efni þingsályktunar um heilsársveg í Árneshrepp.  Staða samgöngumála í Árneshreppi hefur verið til umfjöllunar um árabil án afgerandi niðurstöðu og kröfur nútímasamfélags gera það að verkum að núverandi lausnir með lágmarks áætlunarflugi og árstíðabundinni opnun vegarins gengur freklega gegn jafnræði
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júní 2012

Yfirlit yfir veðrið í maí 2012.

Vorhret gerði 13 til 15 maí.Séð til Norðurfjarðar í éljagangi.
Vorhret gerði 13 til 15 maí.Séð til Norðurfjarðar í éljagangi.
1 af 2
Veðrið í Maí 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð umhleypingasamur fram yfir miðjan mánuð og fremur kalt en hlítt seinnihluta mánaðar. Suðvestan stormur eða hvassviðri var fyrsta dag mánaðar með hlýju veðri. Síðan breytilegar vindáttir eða hafáttir með köldu veðri,síðan voru suðlægar vindáttir 10 til 12 með hlýrra veðri. Norðan vorhret gerði þann 13 sem stóð til 14,enn orðin mun hægari þann 15,eftir það voru breytilegar vindáttir eða suðlægar og fremur svölu veðri. Frá 19.voru hafáttir með hlýnandi veðri og orðið mjög hlítt þ.22. Þann 24. snerist í Suðvestanátt til 28. Mánuðurinn endaði síðan með hafáttum. Mánuðurinn var mjög þurr í heild. Þrátt fyrir þessa þurrka hefur jörð tekið talsvert við sér og ræktuð tún orðin græn,úthagi nokkuð lélegur enn í mánaðarlok. Lambfé var sett út um viku fyrr en í fyrra.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. maí 2012

Kaffi Norðurfjörður opnar í dag.

Margrét og Sveinn opna Kaffi Norðurfjörð í dag.
Margrét og Sveinn opna Kaffi Norðurfjörð í dag.
Í dag 28. maí annan í hvítasunnu opnar Kaffi Norðurfjörður eftir vetrarhlé. Sveinn Sveinsson er nýr vert ásamt konu sinni Margréti S Nielsen. Þess má geta að Sveinn er ættaður frá Eyri í Ingólfsfirði. Af tilefni opnunar Kaffi Norðurfjarðar í dag bjóða Sveinn og Margrét hreppsbúum uppá kaffi og með því í dag eftir hádegið.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. maí 2012

Fé sett út um viku fyrr enn í fyrra.

Ær og lömb eru ánægð að vera komin út.
Ær og lömb eru ánægð að vera komin út.
1 af 2
Sauðburður hófst hér í Árneshreppi um tíunda maí en almennt um fimmtánda. Norðan hret gerði þann 13 sem stóð til 15 og köldu veðri til átjánda,eftir það var hlýnandi veður. Bændur voru ánægðir með að fá hretið þetta snemma en ekki eins og í fyrra þegar hret gerði 20 til 24 og köldu veðri fram til 27. Nú gátu bændur sett fé út um viku fyrr enn í fyrra,enda farið að þrengjast í húsum og farið að líða á seinni hlutann í sauðburðinum. Tún eru nú farin að grænka og taka við sér eftir að smá
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. maí 2012

Mælar yfirfarnir.

Árni Sigurðsson veðurfræðingur við mælaskýlið í Litlu-Ávík.
Árni Sigurðsson veðurfræðingur við mælaskýlið í Litlu-Ávík.
1 af 2
Þriðjudaginn 22 maí kom Árni Sigurðsson veðurfræðingur frá Veðurstofu Íslands í mælaeftirlit  og aðra skoðun á tækjum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Eftirlit átti að vera í fyrra en það datt út vegna sparnaðarástands hjá Veðurstofunni,enn eftirlit á að vera að lágmarki á þriggja ára fresti. Skipt var um vindhraðamælir og allir hitamælar prufaðir við mismunandi hitastig,allir mælar reyndust réttir,einnig var allt málað sem mála þurfti. Einnig var skipt um legu í vindhraða og vindstefnumæli á sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli. Á suðurleið mun Árni koma við á Bassastöðum og í Steinadal,en þar eru úrkomustöðvar. Áður
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. maí 2012

Skákhátíð á Ströndum haldin í fimmta sinn: Afmælismót til heiðurs Róbert Lagerman.

Róbert Lagerman tefldi fjöltefli í fyrra.
Róbert Lagerman tefldi fjöltefli í fyrra.
Fjórir skákviðburðir á 3 dögum. Teflt á Hólmavík, Djúpavík, Trékyllisvík og Norðurfirði. Skákhátíð á Ströndum verður haldin 22. til 24. júní, og er efnt til skákviðburða á Hólmavík, Djúpavík,Trékyllisvík og Norðurfirði. Þetta er fimmta árið í röð sem sumarhátíð er haldin í Árneshreppi. Meðal keppenda eru stórmeistarar og óðalsbændur, undrabörn og áhugamenn úr öllum áttum. Hátíðinni er ekki síst ætlað að kynna töfraheim Strandasýslu, einstætt mannlífið og hrífandi náttúruna. Skákhátíðin hefst á Hólmavík föstudaginn 22. júní og um kvöldið er hið árlega tvískákmót í Hótel Djúpavík. Þar eru tveir saman í liði, og fjörið allsráðandi. Laugardaginn 23. júní er svo komið að Afmælis móti Róberts Lagerman,en meistarinn verður fimmtugur síðar í sumar. Róbert er sá skákmeistari sem oftast hefur heimsótt Árneshrepp, og hann hefur tekið þátt í fjölmörgum skákviðburðum í sveitinni. Róbert hefur um árabil verið meðal sterkustu skákmanna landsins, en hefur ekki síður unnið þrekvirki við að útbreiða fagnaðarerindi skáklistarinnar á Íslandi og Grænlandi.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. maí 2012

Vorhret á sunnudaginn og síðan kalt í veðri út vikuna.

Frá vorhreti í fyrra 22 maí.Séð til Norðurfjarðar.
Frá vorhreti í fyrra 22 maí.Séð til Norðurfjarðar.

Horfur fyrir Strandir og Norðurland  vestra.Tilkynning frá vakthafandi veðurfræðing á Veðurstofu Íslands.

Það er vaxandi lægð fyrir vestan Ísland og þokast hún í austur.  Á laugardag verður mild vorrigning í sunnan 5-10 m/s og hægari síðdegis og hiti 5 til 10 stig. Snemma á sunnudagsmorgunn er spáð að lægðarmiðjan verði komin á Suðausturmið og færist hún áfram í austur og dýpkar. Á eftir henni færist vindstrengur, um 15-23 m/s, austur yfir land. Hann kemur fyrst inn á Vestfirði snemma morguns en síðdegis verður vindur á Vestfjörðum og Norðurlandi svona 10-18 m/s. Þetta er heldur minni vindur heldur en var í spánum fyrr í vikunni en þetta er samt hvassviðri eða stormur, fyrst með kalsaslyddu og síðan snjókomu. Síðdegis má búast við frosti, 0 til 6 gráðum. Á mánudag er spáð norðan 10-18 með snjókomu eða éljagangi og frosti víðast hvar. Minnkandi norðanátt og éljagangur á þriðjudag. Norðan 3-10 á miðvikudag og fimmtudag og úrkomulaust að kalla og áfram frost víðast hvar. Ekki er útlit fyrir hlýnandi veður fyrr en á laugardag en þá á hann að halla sér í suðvestanátt.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn les af hitamælum.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
Vefumsjón