Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. júlí 2012 Prenta

Hafís sást úr eftirlitsflugi í firradag.

Hafís fyrir norðan Horn.Mynd Björn Brekkan Björnsson.
Hafís fyrir norðan Horn.Mynd Björn Brekkan Björnsson.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN fór í eftirlitsflug þann 10 júlí, þar sem flogið var frá Reykjavík um Hrútafjörð, Húnaflóa, Skagafjörð, Kögur og þaðan á Ísafjörð. Mikil umferð var á sjó en um hádegi voru rúmlega sexhundruð skip og bátar í fjareftirliti Landhelgisgæslunnar. Þyrluáhöfn sá ísrönd á leið út úr Húnaflóa og ákvað að athuga nánar staðsetningu hennar. Kom í ljós að hún var um 30 sml N af Hornbjargi, á stað 66°57,2'N - 022°24,8'V. Var ísröndin frekar þunn og gisin. Ekki sáust stórir jakar á þessum slóðum. Ísbreiðan var nokkuð stór og lá hún úr VSV í NNA, voru einstaka ísdreifar norður af Hornbjargi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
Vefumsjón