Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. júlí 2012 Prenta

Heyskapur byrjaður á Melum.

Frá heyskap á Melum í gærkvöldi.Reykjaneshyrna og Mýrarhnjúkur í baksýn.
Frá heyskap á Melum í gærkvöldi.Reykjaneshyrna og Mýrarhnjúkur í baksýn.
Björn Torfason bóndi á Melum í Árneshreppi sló um þrjá hektara á miðvikudaginn var og einnig smá tún sem var sendið og brunnið til að ná sinunni af,á þessi tún verður borið á aftur. Björn segist vonast til að geta haldið áfram að slá eitthvað í viðbót þegar líður á næstu viku,að minnsta kosti ef veðurspáin fer eftir með úrkomu um helgina þá lagast tún nokkuð fljótt sem eru ekki brunnin. Sæmilegt var á þessu túni sem nefnist Vatnshryggur og liggur niður með Melaánni. Ekki er en vitað hvenær heyskapur getur hafist að fullu í Árneshreppi ennþá,það fer allt eftir því hvort einhver úrkoma verður nú fljótlega eða ekki,enn miklir þurrkar sem af er sumri hafa háð grassprettu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Krossnesi 10-01-2004.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
Vefumsjón