Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. júlí 2012 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 25. júní til 2. júlí 2012.

Talsverður erill var á Hólmavík í tengslum við Hamingjudagana.
Talsverður erill var á Hólmavík í tengslum við Hamingjudagana.
Byrjum á búfénu. Í vikunni var ekið 5 lömb og tvær ær alls 7 dýr. En það eru engir gerendur sem hafa haft samband við lögreglu vegna þessara óhappa. Átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, tveir fyrir að vera ekki með bílbelti spennt, þrír fyrir grun um að vera undir áhrifum fíkniefna og einn grunaður um ölvunarakstur og að hafa velt bifreið sinni. 5 umferðaróhöpp urðu í vikunni, þar af þrjár bílveltur. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum. Einn maður var handtekinn, á sunnudagsmorgninum, grunaður um dreifingu og sölu fíkniefna. Gerð var húsleit heima hjá honum þar sem fíkniefni og umbúðir fundust ásamt tækjum og tólum er tilheyra sölumennskunni. Talsverður erill var á Hólmavík í tengslum við „Hamingjudagana". Engin slys urðu þó, en lögregla þurfti að hafa afskipti af fóli á staðnum sem ekki kunni að skemmta sér í friði við náungann. Á Ísafirði var talsverð ölvun og gistu samtals 4 fangageymslur. Tveir þeirra voru svo ofurölvi að þeir gátu á engan hátt gert grein fyrir sér, hvorki í töluðu máli né rituðu. Urðu þeir að sofa dágóða stund hjá lögreglu áður en þeim tókst að koma þessum sjálfsögðu skilaboðum frá sér. Lögreglumenn voru þá uppteknir í flutningi kjörgagna vegna kosninganna á laugardeginum. Vel gekk að sinna þeim málum. Segir í frétt frá lögreglu Vestfjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Bærin Íngólfsfjörður-24-07-2004.
Vefumsjón