Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. júlí 2012 Prenta

Nýr sveitarstjóri í Strandabyggð.

Andrea K. Jónsdóttir nýráðinn sveitarstjóri í Strandabyggð ásamt Ingibjörgu Valgeirsdóttir fráfarandi sveitarstjóra.Myndin er af vef Strandabyggðar.
Andrea K. Jónsdóttir nýráðinn sveitarstjóri í Strandabyggð ásamt Ingibjörgu Valgeirsdóttir fráfarandi sveitarstjóra.Myndin er af vef Strandabyggðar.

Andrea K. Jónsdóttir hefur verið ráðinn sem nýr sveitarstjóri í Strandabyggð. Andrea er útskrifuð úr meistaranámi í verkefnastjórnun með MPM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk BSc prófi í rekstrarfræðum frá Háskólanum á Bifröst og hafði áður lokið námi í frumgreinum og diplóma í rekstrarfræðum frá sama skóla. Þá er Andrea búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Andrea hefur víðtæka starfsreynslu. Hún er stjórnarformaður Kortaþjónustunnar hf. og gegndi ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum hjá Intrum á árunum 1998 - 2009. Andrea kemur til starfa 7. ágúst n.k. en núverandi sveitarstjóri, Ingibjörg Valgeirsdóttir, lætur af störfum 1. september 2012. 29 umsækjendur voru um starf sveitarstjóra Strandabyggðar. Einn umsækjendanna, Arnar Snæberg Jónsson, dró umsókn sína til baka.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
  • Melar I og II.
  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
  • Úr eldhúsi fólkið sem ber fram mat og þjónar til borðs.
Vefumsjón