Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. júlí 2012
Prenta
Hafís 30 sjómílur frá Kögri.
Hafís hefur færst nær landinu undanfarna viku og var jaðar ísspangar 9 júlí um 30 sjómílur NV af Kögri.
Kortið er byggt á gervitunglamyndum frá AVHRR og MODIS, einnig var stuðst við ískort Dönsku Veðurstofunnar. Norðlæg átt var í fyrradag og í gær 5-13 m/s en gert er ráð fyrir hafáttum eða breytilegum í dag og fram eftir vikunni. Veðurstofan birti þann 9 júlí meðfylgjandi kort.
Kortið er byggt á gervitunglamyndum frá AVHRR og MODIS, einnig var stuðst við ískort Dönsku Veðurstofunnar. Norðlæg átt var í fyrradag og í gær 5-13 m/s en gert er ráð fyrir hafáttum eða breytilegum í dag og fram eftir vikunni. Veðurstofan birti þann 9 júlí meðfylgjandi kort.