Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. ágúst 2012

Skrall fyrir ball .

Fjör á Kaffi Norðurfirði á föstudagskvöld.
Fjör á Kaffi Norðurfirði á föstudagskvöld.
Á föstudaginn 3 ágúst verður Skrall fyrir ball í Kaffi Norðurfirði Karl Hallgrímsson úr Blek og Byttum verður með tónleika sem hefjast kl:21.00 þar sem hann fer með tónlist eftir sig .Að því loknu mun hann halda uppi stuði fram eftir kvöldi Aðgangur er aðeins kr. 1000 kr. Segir í tilkynningu frá vertunum Sveini og Möggu á Kaffi Norðurfirði.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. júlí 2012

Verslunarmannahelgarball 2012!!

Hljómsveitin Blek og byttur munu standa fyrir stuðini á ballinu á laugardaginn 4 ágúst.
Hljómsveitin Blek og byttur munu standa fyrir stuðini á ballinu á laugardaginn 4 ágúst.
Kæru sveitungar og aðrir sem eiga leið um Árneshrepp um verslunarmannahelgina. Hér með er athygli ykkar lesendur góðir vakin á því að 4.ágúst 2012 milli klukkan 23:00 og 03:00 verður haldið ball í samkomuhúsinu Árnesi í Trékyllisvík!!
Hljómsveitin Blek og byttur heldur uppi stuðinu líkt og undanfarin ár!
Aðgangseyrir er litlar 3.200.kr og það verður POSI á staðnum!
Sjáumst

Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. júlí 2012

Mikill hiti í dag.

Litla-Ávík.
Litla-Ávík.
Það hlýnaði heldur betur í dag á Ströndum fyrir hádegið þegar gerði Suðvestan golu og síðan stinningsgolu og léttskýjuðu veðri aðeins háský á lofti. Hitinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór í 20,0 stig,þetta mun vera mesti hiti sem mælst hefur sem af er sumri á veðurstöðinni,lágmarkshiti síðastliðna nótt fór neðri 6,9 stig. Á morgun og næstu daga
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. júlí 2012

Lélegur heyskapur.

Frá slætti í Litlu-Ávík.
Frá slætti í Litlu-Ávík.
Bændur í Árneshreppi byrjuðu heyskap á misjöfnum tíma nú í júlí,þeyr fyrstu slóu um 4 til 10 en almennt var byrjað uppúr miðjum mánuði. Nú hefur verið stopp í heyskap,bændur ætla að sjá til hvort spretti ekki betur þau tún sem eftir er að heyja eftir vætuna. Þeyr bændur sem slóu snemma í mánuðinum slóu aðallega tún sem voru brunnin og þau tún sem þeir báru á aftur tilbúin áburð. Á nokkrum bæjum er mjög lítil spretta,sérstaklega er slæmt á Kjörvogi og á Finnbogastöðum og annarstaðar er miklu minni heyskapur enn í fyrra,en þá náðu bændur ágætis heyskap. Þar sem fréttamaður þekkir best til í Litlu-Ávík er heyskapur langt komin og það sem er búið að slá er miklu minni heyfengur. Af
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. júlí 2012

Gífurleg úrkoma var í gær,og allir vegir greiðfærir.

Úrkoman í rúma tvo sólarhringa var 57,0 mm.
Úrkoman í rúma tvo sólarhringa var 57,0 mm.
1 af 3
Mikil úrkoma var í gær og á sunnudaginn,virðist úrkoman hafa verið mjög kaflaskipt eftir stöðum í Árneshreppi,mesta úrkoman virðist hafa verið í gær og fyrrinótt inn með Reykjarfirðinum og  á Djúpavíkursvæðinu og náði til Kjörvogs en þar skipti um frá Gjögri og norður fyrir Ávíkur,síðan var mikil úrkoma frá Trékyllisvik og norður til Norðurfjarðar. Árnesáin var eins og eftir haustrigningar eitt beljandi fljót og líka allir lækir norður frá og í Reykjarfirði og Djúpavík. Í gærdag og fram á nótt rigndi mikið hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og mældist úrkoman eftir nóttina 36,3 mm,en heildarúrkoman í þessari hrinu frá sunnudegi og fram á morgun í morgun er orðin 57,0 mm og telst það mikil úrkoma á rúmum tveim sólarhringum.

 

Að sögn Jóns Harðar hjá Vegagerðinni á Hólmavík eru
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. júlí 2012

Aðeins fært jeppum norður í Árneshrepp.

Frá Veiðileysu.
Frá Veiðileysu.
Strandavegur, norðan Bjarnarfjarðar er aðeins fær jeppum vegna vatnavaxta. Að sögn Vegagerðarinnar á Hólmavík er unnið að viðgerð. Þetta er að sunnanverðu á Veiðileysuhálsi þar sem byrjar að halla niður. Vegagerðin á Hólmavík á ekki von á því að hægt verði að klára að laga veginn fyrir kvöldið,og reikna má með að vegurinn verði aðeins fær jeppum fram á morgundaginn.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. júlí 2012

Ætti ekki að verða vatnsskortur lengur.

Ávíkuráarfoss hefur varla sést í sumar.
Ávíkuráarfoss hefur varla sést í sumar.
Eftir nokkra rigningardaga nú í júlímánuði er vatn farið að síast neðri jarðveginn og í gegnum malarefni sem hreinsar vatnið áður enn það fer í safntunnur sem fer síðan í birgðatank. Í Litlu-Ávík var alveg vatnslaust frá 5 júní og fram til 8 júlí eða í rúman mánuð,eftir það hefur verið hægt að nota svolítið neysluvatn en ekki er það nóg til þvotta enn. Á Gjögri hefur einnig verið vatnslaust eða mjög lítið vatn í sumarhúsum þar. Það er alveg furðulegt að sjá hvað jörðin hefur verið orðin þurr eftir rigningu nú um helgina sjást ekki pollar nema á vegum og það kemur ekkert í lækjarfarvegi ennþá,jörðin drekkur allt í sig. Eldri menn muna ekki eftir svona þurrkum svo lengi,
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. júlí 2012

Hafís sást úr eftirlitsflugi í firradag.

Hafís fyrir norðan Horn.Mynd Björn Brekkan Björnsson.
Hafís fyrir norðan Horn.Mynd Björn Brekkan Björnsson.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN fór í eftirlitsflug þann 10 júlí, þar sem flogið var frá Reykjavík um Hrútafjörð, Húnaflóa, Skagafjörð, Kögur og þaðan á Ísafjörð. Mikil umferð var á sjó en um hádegi voru rúmlega sexhundruð skip og bátar í fjareftirliti Landhelgisgæslunnar. Þyrluáhöfn sá ísrönd á leið út úr Húnaflóa og ákvað að athuga nánar staðsetningu hennar. Kom í ljós að hún var um 30 sml N af Hornbjargi, á stað 66°57,2'N - 022°24,8'V. Var ísröndin frekar þunn og gisin. Ekki sáust stórir jakar á þessum slóðum. Ísbreiðan
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. júlí 2012

Hafís 30 sjómílur frá Kögri.

Hafískort Veðurstofu Íslands frá 9 júlí.
Hafískort Veðurstofu Íslands frá 9 júlí.
Hafís hefur færst nær landinu undanfarna viku og var jaðar ísspangar 9 júlí um 30 sjómílur NV af Kögri.
Kortið er byggt á gervitunglamyndum frá AVHRR og MODIS, einnig var stuðst við ískort Dönsku Veðurstofunnar. Norðlæg átt var í fyrradag og í gær 5-13 m/s en gert er ráð fyrir hafáttum eða breytilegum í dag og fram eftir vikunni.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. júlí 2012

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 2. til 9. júlí 2012.

Fimm ær og lömb lágu í valnum þessa vikuna. Seint verður nægilega brýnt fyrir ökumönnum að gæta að því að lausaganga búfjár er leyfð á Vestfjörðum.
Fimm ær og lömb lágu í valnum þessa vikuna. Seint verður nægilega brýnt fyrir ökumönnum að gæta að því að lausaganga búfjár er leyfð á Vestfjörðum.
Fimm ær og lömb lágu í valnum þessa vikuna. Seint verður nægilega brýnt fyrir ökumönnum að gæta að því að lausaganga búfjár er leyfð á Vestfjörðum. Fimm umferðaóhöpp voru í vikunni, en aðeins í einu tilfelli var um smávægilegt slys að ræða. Tvær bílveltur þar af á sunnaverðum Vestfjörðum, í Vattarfirði og á Örlygshafnarvegi. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í Álftafirði. Lögreglumenn hafa verið við eftirlit í þorpinu í Súðavík síðustu viku og litið til með umferðarhraða. Eru það tilmæli lögreglu að ökumenn gæti sérlega vel að ökuhraða um bærinn og gæti þess að íbúðarhúsin standa rétt við þjóðveginn og mikil slysahætta þar af þeim sökum. Í síðustu viku var auglýst hér á þessum stað eftir ökutæki sem stolið hafði verið. Þjófurinn náðist svo og bíllinn sem hann tók, en hann hafði skilið bílinn eftir á Kambsnesi í Álftafirði. Einn ökumaður var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Úr sal.
  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
Vefumsjón