Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. september 2012

Bændur í smalamennsku.

Fé rekið í Melarétt í fyrra.
Fé rekið í Melarétt í fyrra.
Bændur hér í Árneshreppi hafa verið að smala heimalönd sín í liðinni viku,byrjuðu þriðjudaginn 4 september og verið alla vikuna og verða fram á fimmtudag í þessari viku. Lömb virðast koma væn yfirleitt af heimalöndum bænda,allavega segir vigtin það,því öll lömb eru vigtuð á fæti áður en sleppt er á tún aftur. Smalamenn hafa fengið leiðindaveður við þessar heimsmalanir vætutíð hefur verið og er,einnig hefur verið vindasamt og er. Fyrstu leitir eru svo um næstu helgi þegar nyrðra leitarsvæðið verður leitað. Fyrri dagurinn er
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. september 2012

Talsvert um viðhald hjá bændum í sumar.

Járn komið á fjárhús í Árnesi 2.
Járn komið á fjárhús í Árnesi 2.
1 af 5
Bændur hafa verið talsvert í sumar að skipta um járn og öðru viðhaldi í sumar á peningshúsum sínum og aðrir einnig með viðhald á íveruhúsum sínum. Bændur í Árnesi 2. riðu á vaðið eftir sauðburð og búið var að bera á tún og önnur vorútiverk voru búin. Árnesbændur skiptu um allt járn á fjárhúsum og skiptu um einangrun í fjárhúslofti. Á Kjörvogi var haldið áfram að skipta um bita og setja nýjar grindur í eitt hús og jötu,en eitt hús var tekið í fyrra,en fjárhús skiptast í þrjú hús,tveir garðar í hverju húsi. Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni skipti um gafl í fjárhúsum hjá sér,og glugga og hurðir. Á Krossnesi fékk Úlfar Eyjólfsson múrara í um viku til að gera við steypuskemmdir og pússa,einnig var þar málað allt íbúðarhúsið að utan. Einnig skipti Þórólfur Guðfinnsson um allt járn á sínu húsi í Norðurfirði og setti nýjar lektur á sperrurnar. Gunnsteinn Gíslason í
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. september 2012

Góð aðalbláberjaspretta.

Aðalbláberjasulta.
Aðalbláberjasulta.
1 af 2
Mjög góð berjaspretta er í Árneshreppi þetta haustið,aðallega eru það aðalbláber sem er mest af. Vefurinn hefur haft fréttir af því eftir fólki sem hefur farið talsvert til berja að það séu klasar mjög víða af aðalbláberjum en mun minna af krækiberum. Mikil berjatínslukona sagði vefnum að oft væri það svo þegar mikið væri af krækiberum væri minna af aðalbláberum og svo öfugt. Eins sagði þessa sama kona að hún hefði ekki séð aðra eins berjaklasa af aðalbláberjum eins og núna í haust. Þurrkarnir
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. september 2012

Hornstrandir og Jökulfirðir.

Hornstrandir og Jökulfirðir.Kápa bókarinnar.
Hornstrandir og Jökulfirðir.Kápa bókarinnar.
Vestfirska forlagið hefur byrjað útgáfu ritraðar um Hornstrandir og Jökulfjörðu í léttu og handhægu formi, sem ætti að henta sérlega vel þeim sem ferðast um þessar slóðir. Þar er dregið fram úrval úr þeim bókum og ritum sem forlagið hefur gefið út um þetta stórkostlega landsvæði. Einnig verður leitað fanga víðar eftir atvikum, bæði um nýtt og eldra efni.  Meðal efnis í fyrsta hefti, sem komið er út,er viðamikið viðtal sem Hlynur Þór Magnússon átti við Arnór Stígsson frá Horni, Alexandrízka, íslenzka úr Jökulfjörðum, en þar er um að ræða langt og kjarnmikið viðtal Stefáns Jónssonar fréttamanns við Alexander Einarsson frá
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. september 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 27. ágúst til 2. sept.2012.

8.ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
8.ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
8 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku,einn í nágrenni Patreksfjarðar og sjö á Djúpvegi. Þá var eitt umferðaróhapp tilkynnt til lögreglu sunnudaginn 2. sept .,óhappið varð á Flateyrarvegi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með kranabíl. Skemmtanahald gekk nokkuð vel fyrir sig um liðna helgi og án teljandi afskipa lögreglu,þó var ein líkamsárás tilkynnt til lögreglu. Lögreglan
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. september 2012

Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2012.

Þokuhattur á Reykjaneshyrnu-Mýrarhnjúkur fyrir myðri mynd.Myndin tekin 14-08-2012.
Þokuhattur á Reykjaneshyrnu-Mýrarhnjúkur fyrir myðri mynd.Myndin tekin 14-08-2012.
Veðrið í Ágúst 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægviðri og þurru veðri fyrstu viku mánaðar,síðan voru suðlægar vindáttir með úrkomuvotti og hlýindum fram til 11. Eftir það dró aðeins úr hita fyrst með austlægum vindáttum og síðan norðlægum eða hafáttum,Suðvestan var þann 30,en Norðvestan þann 31 með rigningu. Eftir 24. kólnaði mjög,en mjög hlítt aftur tvo síðustu daga mánaðar. Mánuðurinn verður að teljast mjög hlýr í heild. Úrkomulítið var í mánuðinum. Þótt úrkomudagar hafi verið 20.var aðeins vart úrkomu í 8 daga af þessum 20. sem mældist ekki. Fyrsti snjór í fjöllum varð 29,aðeins efst í fjöllum sem tók samdægurs upp. Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. ágúst 2012

Talsverðar framkvæmdir í Litlu-Ávík-bóndin slasaðist.

Hlaðan orðin snyrtileg.
Hlaðan orðin snyrtileg.
1 af 5
Talsverðar framkvæmdir hafa verið í Litlu-Ávík eftir heyskap,en heyskapur í Litlu-Ávík var snemma búin þar. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi lét gera upp gamla hlöðu sem er mest notuð sem vélageymsla yfir veturna. Sigursteinn og Jón G rifu allt járn af hlöðunni og hluta af hliðum og sem hægt var áður en smiðir komu. Daginn eftir að þeyr bræður voru búnir að rífa járnið af fór Sigursteinn að hreinsa nagla af sperrum og legtum af hærri hlöðuþakinu og fór niður af þakinu á sama stað og oft var búið að gera,og niður á planka,en einhvern veginn lent á nagla eða naglabrot verið komið í stígvélið áður,og það fór í ilina á vinstri fæti. Það var farið með Sigurstein á Heilsugæsluna á Hólmavík daginn eftir,en þar fékk hann sýklalif því sýking var komin í fótinn,síðan var hann heima í um tíu daga á meðan bólgan og sýkingin var að minnka. Eftir það var farið með Sigurstein á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og þessi aðskotahlutur skorinn úr ilinni. Sigursteinn er búin að vera alveg frá vinnu í um hálfan mánuð en er nú að lagast og farin að tilla í fótinn.Smiðir frá Sparra ehf,í Keflavík þeyr Jóhannes H Jóhannesson og Guðni Sveinsson komu síðan 14 ágúst og voru í átta daga til að gera upp hlöðuna og setja járn,auk þess voru heimafólk úr sveitinni fengið aðallega þegar járnið var sett á. Smiðunum
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. ágúst 2012

Frestun 57. Fjórðungsþings til 5. og 6. október.

Frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga 2010.Mynd BB.ís
Frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga 2010.Mynd BB.ís
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti á fundi sínum í gær að fresta 57. Fjórðungsþingi Vestfirðinga til föstudagsins 5. og laugardagsins 6. október 2012.  Þingið verði haldið á Bíldudal.  Þingið hafði áður verið boðað þann 7. og 8. september á Bíldudal. Framkvæmdastjóra hefur verið falið að kynna ákvörðun stjórnar til sveitarfélaga og boðaða gesti þingsins.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. ágúst 2012

Fyrsti snjór í fjöllum.

Snjór í Reyðarfjalli sem er á milli Lambatinds og Finnbogastaðafjalls.
Snjór í Reyðarfjalli sem er á milli Lambatinds og Finnbogastaðafjalls.

Það snjóaði í fjöll í gærdag og í gærkvöldi,snjór efst í fjöllum niðri svona fimmhundruð metra þar sem lægst er,annars efst í toppum. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór hitinn niðri 4,3 stig í nótt og undanfarna daga farið niður fyrir 5 stig.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. ágúst 2012

Fjárleitir 2012 í Árneshreppi.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.
 

FJALLSKILASEÐILL.

==================

 

  FYRIR ÁRNESHREPP ÁRIÐ 2012                               

            Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í

Árneshreppi árið 2012 á eftirfarandi hátt:

Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 15. september                  2012 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn 22. september 2012. Fjallskilaseðilinn má sjá í heild hér til vinstri á síðunni undir Fjárleitir 2012.Hér.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir.
  • Seljanes-06-08-2008.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
  • Húsið fellt.
  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
Vefumsjón