Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. september 2012 Prenta

Réttað var í Melarétt í dag.

Fé komið í Melarétt.
Fé komið í Melarétt.
1 af 3

Leitað var nyrðra svæðið í gær og í dag,það er leitað var í gær föstudag norðan Ófeigsfjarðar og fé sett þar í rétt yfir nóttina,í dag var leitað frá Ófeigsfirði og fjalllendið austan Húsár leitað að Reykjarfarðartagli um Sýrdal og Seljaneshlíð,einnig var leitað svæðið út með Glifsu og Eyrardal að Hvalhamri,síðan var féið rekið yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt. Leitarfólk fékk blautt veður báða dagana,rigningu mismunandi mikla en yfirleitt hægan vind. Að sögn leitarstjóra smalaðist nokkuð vel miðað við aðstæður en sæmilegasta skyggni var báða dagana þrátt fyrir úrkomuna,og leitarstjóra finnst fé koma vænt af fjalli.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Jón Guðbjörn les af hitamælum.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
Vefumsjón