Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. september 2012 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12. sept., til 17. sept.2012.

Enn er keyrt á búfénað,lögregla hvetur ökumenn að fara með gát.
Enn er keyrt á búfénað,lögregla hvetur ökumenn að fara með gát.

Í liðinni viku voru fjórir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í og við Ísafjörð,sá sem hraðast ók,var mældur á 108 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni það fyrra þriðjudaginn 17, minniháttar óhapp á Ísafirði og það síðara miðvikudaginn 18 á Djúpvegi, Steingrímsfjarðarheiði. Ekki var um slys að ræða í þessum tilfellu, en eignartjón. Einn ökumaður var stöðvaður vegna grun um ölvun við akstur. Enn og aftur eru ökumenn að aka á lömb og vill lögregla benda ökumönnum á að þegar rökkvar og orðið dimmt sjást lömb og fénaður illa,því vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að gæta varúðar,því víða er fé farið að koma af fjalli og stutt í smalanir. Ökumenn/umráðamenn ökutækja, hugið að ljósabúnaði og hafið þessa hluti í lagi. Skemmtanahald í umdæminu gekk vel og án teljandi afskipta lögreglu. Segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
  • Jón Guðbjörn les af hitamælum.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Daníél Sigurðsson-Elsa Gísladóttir og Snati.12-06-2008.
Vefumsjón