Telja að símakerfið sé komið í lag.
Meira
Tilkynning vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá laugardaginn 20. október 2012.
Kjörstaður í Árneshreppi verður í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Á kjörskrá eru 43,karlar eru 25 og 18 konur. Kjörskrá Árneshrepps liggur fyrir á skrifstofu sveitarfélagsins. Ingólfur Benediktsson í Árnesi 2. er formaður kjörstjórnar. Kjörstaður verður opnaður kl. 10:00,segir í tilkynningu frá Kjörstjórn Árneshrepps.
„Vel er mætt til vinafundar" kallast tónleikar 7 átthagakóra sem verða haldnir í Háskólabíói við Hagatorg 14.október kl. 14.00.
Kórarnir sem koma fram á þessum tónleikum eru: Breiðfirðingakórinn,Húnakórinn,Skagfirska Söngsveitin,Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga,Árnesingakórinn í Reykjavík,Söngfélag Skaftfellinga,og ekki síðast og síst Kór Átthagafélags Strandamanna. Í lokin syngja allir kórarnir saman. Kynnir er: Níels Árni Lund. MiðaverðiðÞað er hinn eðalborni Prinspóló sem mun ríða á vaðið og heilla tónleikagesti með grípandi smellum sínum. Á tónleikunum á laugardaginn verður Prinsinum til halds og trausts hans ektakona Berglind Hressler en þau hafa undanfarnar vikur dvalist ásamt fjölskyldu sinni á Drangsnesi. Má því búast við að töfrandi Strandaloftið smitist inn í spilamennsku þeirra hjóna og smellir á borð við Lúxuslíf og Niðrá strönd öðlist nýtt líf á Mölinni.
Tónlistarmaðurinn