Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. október 2012

Telja að símakerfið sé komið í lag.

Radíótæki.
Radíótæki.
1 af 2
Tveir menn frá Símanum voru í dag að vinna við lagfæringar á fjarskiptastöðinni í Reykjaneshyrnu og telja að nú sé búið að komast fyrir þessar bilanir að stöðin detti út í tíma og ótíma,og það allt kerfið. Enn endurvarp er á milli Hnjúka sem er rétt við Blönduós og stöðvarinnar í Reykjaneshyrnu,þar hafa líka orðið bilanir sem virka á stöðina í Reykjaneshyrnu,en þar var líka unnið að viðgerð og eða endurbótum. Nú telja símamennirnir Kjartan Sigurjónsson og Jóhann Styrmir,sem voru að vinna í dag í stöðinni, að allt eigi að vera í lagi með 3.G netið og
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. október 2012

Framkvæmdum við Hólmavíkurhöfn að ljúka.

Frá framkvæmdum við Hólmavíkurbryggju.Mynd af vef Siglingastofnunar.
Frá framkvæmdum við Hólmavíkurbryggju.Mynd af vef Siglingastofnunar.
Nú í vikunni lýkur frágangi á þekju og lögnum í Hólmavíkurhöfn sem auglýst var til útboðs sl. vor. Er þar með lokið endurbyggingu sem hófst í fyrra þegar boðinn var út rekstur á stálþili utan um bryggjuhausinn. Verktaki við fráganginn var Stálborg ehf. í Hafnarfirði sem átti lægra boð lægra af þeim tveimur sem bárust. Örlítið bættist við verkhlutann en því lauk innan tímamarka.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. október 2012

Truflanir á símasamband í Árneshreppi á morgun.

Fjarskiptastöð Símans í Reykjaneshyrnu.
Fjarskiptastöð Símans í Reykjaneshyrnu.
Vegna viðgerðar á símkerfi í fjarskiptastöðinni í Reykjaneshyrnu Árneshreppi fimmtudaginn 18. október. 2012, má búast við truflunum á símasambandi í Árneshreppi seinni part dags á morgun.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. október 2012

Haustball Átthagafélagsins.

Dansinn mun duna í Breiðfirðingabúð á laugardagskvöld.
Dansinn mun duna í Breiðfirðingabúð á laugardagskvöld.
1 af 2
Nú er komið að hinu árlega haustballi Átthagfélags Strandamanna. Dansleikurinn verður í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14, 2.hæð næstkomandi laugardagskvöld 20. október 2012. Þeir Ari Jónsson og Finnbogi Kjartansson sjá um að leika fyrir dansi gömlu og nýju danslögin frá kl 22:00 til kl 02:00. Miðaverðið er aðeins 2.000.- kr. Dustið nú af dansskónum. Félagsmenn
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. október 2012

Kjörstaður opnar kl.10 í Árneshreppi.

Kjörstaður opnar kl.10:00 laugardaginn 20 október 2012. í Félagsheimilinu í Árneshreppi.
Kjörstaður opnar kl.10:00 laugardaginn 20 október 2012. í Félagsheimilinu í Árneshreppi.

Tilkynning vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá laugardaginn 20. október 2012.

Kjörstaður í Árneshreppi verður í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Á kjörskrá eru 43,karlar eru 25 og 18 konur. Kjörskrá Árneshrepps liggur fyrir á skrifstofu sveitarfélagsins. Ingólfur Benediktsson í Árnesi 2. er formaður kjörstjórnar. Kjörstaður verður opnaður kl. 10:00,segir í tilkynningu frá Kjörstjórn Árneshrepps.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. október 2012

Niðurgreiðslur til húshitunar.

Í skýrslunni leggur starfshópurinn til að jöfnunargjald verði lagt á um  áramót 2012/2013.
Í skýrslunni leggur starfshópurinn til að jöfnunargjald verði lagt á um áramót 2012/2013.
57. Fjórðungsþing Vestfirðinga, haldið á Bíldudal þann 4. og 5. október 2012 skorar á Alþingi að fara að tillögum varðandi jöfnun húshitunarkostnaðar sem starfshópur á vegum iðnaðarráðuneytisins hefur skilað í „Skýrslu starfshóps um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar (des 2011)" og tekur Fjórðungsþing Vestfirðinga eindregið undir þær tillögur sem þar eru settar fram. Í skýrslunni leggur starfshópurinn til að jöfnunargjald verði lagt á um  áramót 2012/2013 samhliða endurskoðun á orkuskatti sem í dag er 0,12 kr/kWst. Í lögum um
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. október 2012

Símabilanir.

Fjarskiptstöðin í Reykjaneshyrnu.
Fjarskiptstöðin í Reykjaneshyrnu.
Símakerfið hér í Árneshreppi hefur verið að detta út oft frá um miðjan september,jafnvel hefur það ske að allt kerfið hefur dottið út það er heimilissími,3G net og farsímar í fjarskiptastöðinni í Reykjaneshyrnu. Stöðin var stækkuð í september og eftir það komu þessar bilanir fram. Í morgun kom fréttatilkynning frá Gunnhildi A Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa Símans. Þar kemur fram að strákarnir í tæknideildinni munu skoða sambandið með það að markmiði að bæta það. Þannig að það er verið að vinna í þessum málum af Símans hálfu
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. október 2012

Vel er mætt til vinafundar!

Kór Átthagafélags Strandamanna mun taka þátt á tónleikunum þann 14 október kl:14:00.
Kór Átthagafélags Strandamanna mun taka þátt á tónleikunum þann 14 október kl:14:00.
1 af 2
Vel er mætt til vinafundar!

„Vel er mætt til vinafundar" kallast tónleikar 7 átthagakóra sem verða haldnir í Háskólabíói við Hagatorg 14.október kl. 14.00.

Kórarnir sem koma fram á þessum tónleikum eru: Breiðfirðingakórinn,Húnakórinn,Skagfirska Söngsveitin,Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga,Árnesingakórinn í Reykjavík,Söngfélag Skaftfellinga,og ekki síðast og síst Kór Átthagafélags Strandamanna. Í lokin syngja allir kórarnir saman. Kynnir er: Níels Árni Lund. Miðaverðið
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. október 2012

Lúxuslíf á Mölinni.

Meðfylgjandi er mynd af Prinspóló og Berglindi Hessler : Ingvar Högni Ragnarsson.
Meðfylgjandi er mynd af Prinspóló og Berglindi Hessler : Ingvar Högni Ragnarsson.
Laugardagskvöldið 13. október næstkomandi verða haldnir fyrstu tónleikarnir í nýrri tónleikaröð á Malarkaffi á Drangsnesi. Tónleikaröðin hefur hlotið nafnið "Mölin" og verður haldin mánaðarlega í vetur. Á Mölinni verður lögð áhersla á að færa þverskurð af fjölbreyttri tónlistarflóru landsins nær menningarþyrstu Strandafólki.

Það er hinn eðalborni Prinspóló sem mun ríða á vaðið og heilla tónleikagesti með grípandi smellum sínum. Á tónleikunum á laugardaginn verður Prinsinum til halds og trausts hans ektakona Berglind Hressler en þau hafa undanfarnar vikur dvalist ásamt fjölskyldu sinni á Drangsnesi. Má því búast við að töfrandi Strandaloftið smitist inn í spilamennsku þeirra hjóna og smellir á borð við Lúxuslíf og Niðrá strönd öðlist nýtt líf á Mölinni.

Tónlistarmaðurinn
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. október 2012

Góð kjörsókn í Árneshreppi í síðustu forsetakosningum.

Drangaskörð. Kosningaþátttaka í Árneshreppi á Ströndum var ein sú besta á landinu öllu í síðustu forsetakosningum, eða 83% .
Drangaskörð. Kosningaþátttaka í Árneshreppi á Ströndum var ein sú besta á landinu öllu í síðustu forsetakosningum, eða 83% .
Kosningaþátttaka í Árneshreppi á Ströndum var ein sú besta á landinu öllu í síðustu forsetakosningum, en 83% kosningabærra manna í hreppnum greiddu atkvæði í kosningunum. Aðeins í Tjörneshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu var kosningaþátttakan betri, eða 83,6%. Kosningaþátttaka á Vestfjörðum var í takt við þátttöku á landsvísu, en 69,3% kosningaþátttaka var í síðustu forsetakosningunum.

Tálknafjarðarhreppur var það sveitarfélag á Vestfjörðum sem hafði lægsta
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Kort Árneshreppur.
  • Reimar Vilmundarson skipstjóri.!8-04-2008.
  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • Krisján Guðmundsson komin með gröfuna til að grafa fyrir Orkubúið inntak.12-11-08.
  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
Vefumsjón