Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. september 2012

Þjóðleikur á Vestfjörðum.

 Leiðbeinendur hópanna fá ókeypis undirbúningsnámskeið í Þjóðleikhúsinu helgina 13.-14. október 2012.
Leiðbeinendur hópanna fá ókeypis undirbúningsnámskeið í Þjóðleikhúsinu helgina 13.-14. október 2012.
Vestfirskum ungmennum á aldrinum 13-20 ára gefst nú í fyrsta skipti tækifæri á að vera með í verkefninu Þjóðleikur sem er risastórt leiklistarverkefni á landsbyggðinni sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir í samvinnu við menningarráð landshlutanna og fleiri heimamenn á hverjum stað. Þjóðleikur á Vestfjörðum er með síðu á Facebook þar sem allir áhugamenn um leiklist á landsbyggðinni eru hvattir til að tengjast: www.facebook.com/ThjodleikurVestfjordum.
Allir hópar mega sækja um að vera með í Þjóðleik; áhugaleikhópar, skólahópar eða vinahópar. Meðlimir hvers leikhóps séu að minnsta kosti átta talsins og allir á aldrinum 13-20 ára (f. 1992-1999). Fyrir hópnum þarf þó að fara einn eða fleiri leiðbeinendur/leikstjórar sem eru eldri en 20 ára.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. september 2012

Vetrarstarf Kvennakórsins Norðurljósa að hefjast.

Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós - eini kvennakórinn í Strandabyggð - er að hefja starfsemi sína í vetur. Kórinn hefur verið mjög öflugur undanfarin ár og haldið tónleika víða við góðan orðstír. Í tilkynningu frá kórnum kemur fram að allir þeir sem hafa gaman af tónlist og góðum félagsskap ættu að íhuga að taka þátt í starfi kórsins. Engin inntökupróf og óhætt fyrir óvana og hrædda að prófa. Fyrsta æfing/samvera verður í kvöld þriðjudaginn 25. september
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. september 2012

Stjórnun í ferðaþjónustu - Kynningarfundir.

Háskólinn á Bifröst býður nú í fyrsta sinn nám í stjórnun og rekstri í ferðaþjónustu.
Háskólinn á Bifröst býður nú í fyrsta sinn nám í stjórnun og rekstri í ferðaþjónustu.

Háskólinn á Bifröst býður nú í fyrsta sinn nám í stjórnun og rekstri í ferðaþjónustu. Fyrirhugað er að halda kynningarfundi fyrir Vestfirði í dag þriðjudaginn 25. september í Hótel Bjarkarlundi kl.12-13 og Patreksfirði í Skor kl. 20-21.
Þetta er tilvalið tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á Ströndum, Reykhólasveit og sunnanverðum Vestfjörðum til að kynna sér þetta nám. Nánari upplýsingar fást einnig hér.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. september 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 17. til 24. sept. 2012.

Um liðna helgi var talsveður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Um liðna helgi var talsveður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Um liðna helgi var talsveður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum vegna skemmtanahalds og þurfti að hafa afskipti af fólki vegna ölvunar. Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu. 7 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í vikunni og sá sem hraðast ók,var mældur á 118 km/klst, þar sem leyfilegur hámarshraði er 90 km/klst. Þrjú umferðarhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni, mánudaginn 17. varð minniháttar óhapp á Ísafirði, ekki slys á fólki. Fimmtudaginn 20 valt malarflutningabíll í Vatnsfirði,í Ísafjarðardjúpi, ökumaður og farþegi hans voru fluttir með þyrlu LHG af vettvangi á slysadeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss til skoðunar.
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 22. september 2012

Réttað var í Kjósarrétt í dag.

Fé komið í Kjósarrétt.
Fé komið í Kjósarrétt.
1 af 3
Leitin hófst við Naustvíkurgil og  Búrfell,í vestri og leitað var svæðið  milli þessara staða fram að Reykjafjarðartagli og til sjávar í Reykjarfirði.Á syðra svæðinu hófst leit við Búrfell, leitað var fjalllendið frá Búrfelli og út Kjósarfoldir, með Háafelli, og til sjávar, að Kleifará. Féð var síðan rekið til Kjósarréttar við Reykjarfjörð og réttað þar. Leitarmenn
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. september 2012

DÖGUN Á LANDSBYGGÐARFLAKKI.

Farkosturinn er gömul ráðherrarúta sem gerð hefur verið upp og sérútbúin til útbreiðslu fagnaðarerinda.
Farkosturinn er gömul ráðherrarúta sem gerð hefur verið upp og sérútbúin til útbreiðslu fagnaðarerinda.
DÖGUN, stjórnmálasamtök, gera nú víðreist um landsbyggðina. Farkosturinn er gömul ráðherrarúta sem gerð hefur verið upp og sérútbúin til útbreiðslu fagnaðarerinda. Í ferðinni munu liðsmenn DÖGUNAR kappkosta að kynna nýja stjórnarskrá

og hvetja sem flesta til að mæta á kjörstað þann 20. okt.  Rútumálaráðherra er hinn kunni kosningasmali, Guðmundur Jón Sigurðsson, en margir hafa gist þinggeymzlur fyrir hans tilstilli. Meðal farþega ráðherrarútunnar eru Guðjón Arnar Kristinsson, Þór A Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, Þorvaldur Gylfason, formaður SANS, Kristjana Hreinsdóttir, Skerjafjarðarskáld ofl.

Ráðherrarútan verður 
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. september 2012

Vegagerðin með framkvæmdir.Olíu stolið frá verktaka.

Hannes Hilmarsson við frágang á gröfu fyrir neðan Búðará.
Hannes Hilmarsson við frágang á gröfu fyrir neðan Búðará.
1 af 2
Undanfarnar vikur hefur Vegagerðin verið að láta vinna í Veiðileysuhálsi að norðanverðu. Vegurinn er hækkaður upp niður Kúvíkur dalinn og niðurundir Langahjalla. Grjót í uppfyllingu var sprengt í holtinu við Búðará. Með þessu er verið að komast fyrir þar sem mestu snjóalögin myndast og erfitt hefur verið að moka og koma snjónum frá sér við mokstur. Vinnu verður lokið í dag,enn frágangi meðfram nýja vegarkaflanum og fínni ofaníburði í veginn verður unnið næsta vor eða sumar.Það skeði eina nóttina fyrir stuttu að 800 lítrum af hráolíu var stolið af olíukálfi Jósteins Guðmundssonar sem var með tæki þarna í vinnu
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. september 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12. sept., til 17. sept.2012.

Enn er keyrt á búfénað,lögregla hvetur ökumenn að fara með gát.
Enn er keyrt á búfénað,lögregla hvetur ökumenn að fara með gát.
Í liðinni viku voru fjórir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í og við Ísafjörð,sá sem hraðast ók,var mældur á 108 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni það fyrra þriðjudaginn 17, minniháttar óhapp á Ísafirði og það síðara miðvikudaginn 18 á Djúpvegi, Steingrímsfjarðarheiði. Ekki var um slys að ræða í þessum tilfellu, en eignartjón. Einn ökumaður var stöðvaður vegna grun um ölvun við akstur. Enn og aftur eru ökumenn að aka á lömb og vill lögregla benda ökumönnum á að þegar rökkvar og orðið dimmt sjást lömb og fénaður illa,því vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að gæta varúðar,því víða er fé farið að koma af fjalli og stutt í smalanir. Ökumenn/umráðamenn
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. september 2012

Sjálfboðaliðar væru vel þegnir!

Frá Veiðileysurétt.
Frá Veiðileysurétt.
Á fimmtudaginn 20. og  föstudaginn 21. verður smalað í Veiðileysu og sunnan Veiðileysu jafnvel allt inn að Kaldbaksvík fyrri daginn og fé rekið í Veiðuleysurétt og fé keyrt heim á tún bænda. Á föstudaginn verður smalað kringum Kamb og allt svæðið innan Kleifarár og fé rekið í Kjósarrétt og fé keyrt heim. Á þessu innsta svæði eru engar skiplagðar leitir og eru því sjálfboðaliðar vel þegnir þessa báða daga. Síðan eru seinni leitir næstkomandi laugardag 22. þar
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. september 2012

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra las veðurfregnir á RÚV í morgun.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra las veðurfregnir á RÚV í morgun.Myndin er af feisbók.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra las veðurfregnir á RÚV í morgun.Myndin er af feisbók.
1 af 2

Dagur íslenskrar náttúru er í dag og verður honum fagnað á fjölbreyttan hátt víða um land. Meðal viðburða eru gönguferðir, ratleikir, hjólatúrar, fjallgöngur, opin söfn og sýningar, fyrirlestrar, ráðgjöf og fræðsla um íslenska náttúru. Allir þeyr sem hlusta á veðurfregnir í Ríkisútvarpinu klukkan 10:05 í morgun hafa sennilega rekið upp stór eyru,enn Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra las veðurfregnir frá klukkan níu um morguninn frá veðurstöðvum landsins og veðurspá.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • Lokað þak inni.12-11-08.
  • Veggir feldir.
Vefumsjón