Fé sótt norður á Strandir á báti.
Meira
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild,eins og sjá má hér á yfirlitinu fyrir neðan, var oft marg átta á sama sólarhring. Mánuðurinn var nokkuð hlýr fram undir tíunda,en þá kólnaði umtalsvert,hlýnaði þó aftur um nítjánda,en kólnaði aftur um 26. og var fyrsta næturfrostið aðfaranótt 29. Úrkomusamt var fram að 18. en minni úrkoma eftir það.
Norðan áhlaup gerði þann 10. sem stóð fram á morgun þann 11.með rigningu og slyddu,ekki er vitað um tjón á mannvirkjum eða skaða á búfé. Vestfirðir sluppu nokkuð vel að þessu sinni miðað við aðra landshluta. Fé kom vænt af fjalli og var fallþungi dilka í hærri kantinum,þrátt fyrir þessa miklu þurrka í sumar. Góð berjaspretta var í Árneshreppi þá aðallega af aðalbláberjum. Uppskera var frekar með lélegra móti af matjurtum,kartöflum og öðru úr matjurtagörðum fólks,en samt nokkuð misjöfn.
Yfirlit dagar eða vikur.
Vegna ónógrar þátttöku hefur verið hætt við uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar sem til stóð að halda í Bolungarvík á morgun, laugardaginn 29. september.. Vonandi tekst að koma henni á aftur að ári. Ég vil fyrir hönd FMSV þakka Bolvíkingum og þá sérstaklega Hauki Vagnssyni fyrir alla vinnuna sem ferðaþjónustan þar hefur lagt á sig til að koma henni á. En því miður þá gekk það ekki vegna ónógrar þátttöku ferðaþjónustunnar eins og fram hefur komið. Vinsamlega látið fréttina ganga til sem flestra. Með góðri kveðju,
Sigurður Atlason
formaður FMS.
Hvatningarverðlaun 2012: