Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. október 2012

Fé sótt norður á Strandir á báti.

Farið var á bátnum Gísla ST-23.
Farið var á bátnum Gísla ST-23.
1 af 5
Níu manns fóru í eftirleitir norður á Strandir í morgun. Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni fór með mannskapinn á bátnum sínum Gísla ST-23. Farið var fyrst norður í Drangavík og síðan í Eyvindarfjörð til að athuga hvort fé væri þar. Vitað var um fé í Engjanesi sem er á milli Eyvindarfjarðar og Drangavíkur,farið var með átta menn í land á gúmmíbáti bæði norðan við þar sem féð var og sunnan megin,og var hægt að reka það í mjóa klettagjá ekki langt frá sjó. Leitarmenn voru svo hugulsamir að vera með grindur með sér þannig að hægt var að loka gjánni og halda féinu þar á meðan verið var að selflytja féið á gúmmíbátnum fram í Gísla ST-23 sem var þar fyrir utan. Það þurfti að fara margar ferðir á milli lands og báts bæði með fé og mannskap. Alls náðust þarna 12
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. október 2012

Flogið tvisvar í viku aftur.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Í gær 4. október byrjaði flugfélagið Ernir að fljúga aftur á fimmtudögum á Gjögur. Reyndar var ekkert flogið fyrr í þessari viku vegna veðurs. Ekkert hefur verið flogið á fimmtudögum í sumar eða í fjóra mánuði. Nú á póstur að koma aftur á fimmtudögum með flugi í stað þess að koma með flutningabílnum á miðvikudögum eins og í sumar. Póstur kom með flugi á mánudögum í sumar. Flutningabíllinn frá Strandafrakt er einnig með áætlun áfram á miðvikudögum til Norðurfjarðar út þennan mánuð.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. október 2012

Gjögurviti.

Sigurjón og Guðmundur klifra og festa kapalinn. Það þíðir ekkert að vera lofthræddur við þessa vinnu!
Sigurjón og Guðmundur klifra og festa kapalinn. Það þíðir ekkert að vera lofthræddur við þessa vinnu!
Vitar landsins þurfa sitt viðhald,það þarf að fara yfir rafbúnað og allan tæknibúnað fyrir ljóseinkenni og fleira. Nú á dögunum komu þeir Guðmundur Bernódusson og Sigurjón Eiríksson rafvirkjar frá Siglingastofnun í Gjögurvita og fóru yfir allan tæknibúnað vitans,einnig var festur rafmagnskapallinn sem liggur úr húsinu og upp í ljóshús,en festingar sem héldu kaplinum hafa gefið sig í gegnum árin og losnað  mikið síðastliðin vetur. Gjögurviti var byggður 1921 úr stáli. Hönnuðir voru þeir Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal verkfræðingar. Ljóshæð yfir sjávarmáli er 39 metrar. Vitahæð er 24 metrar. Tegund,Ljósviti aflgjafi frá rafveita og rafgeymar til vara.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. október 2012

Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á Bíldudal.

Frá fjórðungsþingi 2010.
Frá fjórðungsþingi 2010.
57. Fjórðungsþings Vestfirðinga hefst á morgun á Bíldudal 4. október og stendur til og með  5. október n.k. Dagskráin vegna þingsins er nú aðgengileg á heimasíðu Fjórðungssambandsins undir Fjórðungsþing. Þar má einnig finna önnur gögn tengd þinginu, atkvæðavægi sveitarfélaganna, ársreikning Fjórðungssambandsins og gögn tengd Sóknaráætlun landshluta. Þar má jafnframt finna ársskírslu Byggðasamlags Vestfirðinga um málefni fatlaðs fólks (BsVest). Eins
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. október 2012

Vilja Vestfirðingar nýja stjórnarskrá?

Frummælandi á fundinum verður Þorvaldur Gylfason.
Frummælandi á fundinum verður Þorvaldur Gylfason.
Viljum við ákvæði um þjóðareign á auðlindum,persónukjör eða þjóðkirkju í nýrri stjórnarskrá?Laugardaginn 6. október, kl. 14.00 verður haldinn opinn fundur í Bryggjusal Edinborgarhússins á Ísafirði um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland og þjóðaratkvæði um tillögur stjórnlagaráðs, sem fram fer 20. október næstkomandi. Frummælandi á fundinum verður Þorvaldur Gylfason fulltrúi í stjórnlagaráði og formaður Samtaka um nýja stjórnarskrá. Ávörp flytja, Lísbet Harðardóttir blaðamaður og Lýður Árnason fulltrúi í stjórnlagaráði. Umræður og fyrirspurnir verða. Allir eru velkomnir. Fundarstjórar verða,Eyþór Jóvinsson og Díana Jóhannsdóttir. Það
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. október 2012

6.hefti af Basil fursta komið út. Gulldúfan.

Ísfirðingurinn og bókavörðurinn á Eyrarbakka, Margrét S. Kristinsdóttir, er orðin reglulegur lesandi Basil fursta.
Ísfirðingurinn og bókavörðurinn á Eyrarbakka, Margrét S. Kristinsdóttir, er orðin reglulegur lesandi Basil fursta.
Út er komið 6. hefti af Basil fursta hjá Vestfirska forlaginu og ber það nafnið Gulldúfan. 
Hér eiga þeir furstinn og þjónn hans Sam Foxtrot í höggi við stórhættulegt glæpakvendi að nafni Mae West,sem er bæði kæn og slungin og er ekkert lamb að leika við. Úr samtali þeirra Basils og Sam: Basil fursti situr önnum kafinn við skriftir, en það var nokkuð sem Sam var ekki hrifinn af. Menn eru alveg hættir að fremja glæpi, sagði Sam og stundi þunglega. Ef þessu haldur áfram getum við tekið saman dót okkar og flutt á letigarðinn. Basil fursti leit brosandi upp frá blaðabunkanum. Á hverju augnabliki ske margir hræðilegir glæpir, sagði hann. Ég hef aldrei á ævi  minni fengið jafn flókið mál til meðferðar og núna. Við munum eiga í höggi við forherta konu sem svífst einskis. Sam var mikill aðdáandi
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. október 2012

Yfirlit yfir veðrið í September 2012.

Mikil froða eða (sælöður),myndaðist á fjörum í miklu brimi í óveðrinu 10. september,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
Mikil froða eða (sælöður),myndaðist á fjörum í miklu brimi í óveðrinu 10. september,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
Veðrið í September 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild,eins og sjá má hér á yfirlitinu fyrir neðan, var oft marg átta á sama sólarhring. Mánuðurinn var nokkuð hlýr fram undir tíunda,en þá kólnaði umtalsvert,hlýnaði þó aftur um nítjánda,en kólnaði aftur um 26. og var fyrsta næturfrostið aðfaranótt 29. Úrkomusamt var fram að 18. en minni úrkoma eftir það.

Norðan áhlaup gerði þann 10. sem stóð fram á morgun þann 11.með rigningu og slyddu,ekki er vitað um tjón á mannvirkjum eða skaða á búfé. Vestfirðir sluppu nokkuð vel að þessu sinni miðað við aðra landshluta. Fé kom vænt af fjalli og var fallþungi dilka í hærri kantinum,þrátt fyrir þessa miklu þurrka í sumar. Góð berjaspretta var í Árneshreppi þá aðallega af aðalbláberjum. Uppskera var frekar með lélegra móti af matjurtum,kartöflum og öðru úr matjurtagörðum fólks,en samt nokkuð misjöfn.

 

Yfirlit dagar eða vikur.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. september 2012

Hætt við uppskeruhátíðina.

Vegna ónógrar þátttöku hefur verið hætt við uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar.
Vegna ónógrar þátttöku hefur verið hætt við uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar.

Vegna ónógrar þátttöku hefur verið hætt við uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar sem til stóð að halda í Bolungarvík á morgun, laugardaginn 29. september.. Vonandi tekst að koma henni á aftur að ári. Ég vil fyrir hönd FMSV þakka Bolvíkingum og þá sérstaklega Hauki Vagnssyni fyrir alla vinnuna sem ferðaþjónustan þar hefur lagt á sig til að koma henni á. En því miður þá gekk það ekki vegna ónógrar þátttöku ferðaþjónustunnar eins og fram hefur komið. Vinsamlega látið fréttina ganga til sem flestra. Með góðri kveðju,
Sigurður Atlason
formaður FMS.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. september 2012

Vestfjarðatíðindi komin út.

Vestfjarðatíðindi eru komin út á ný.
Vestfjarðatíðindi eru komin út á ný.
1 af 2
Vestfirska forlagið á Þingeyri hefur endurvakið útgáfu á málgagni forlagsins sem út kom fyrir nokkrum árum undir nafninu Vestfjarðatíðindi. 1. tölublað ársins 2012 er komið út og er í dreifingu þessa dagana sem nær um alla Vestfirði og víðar um land, alls í rúmlega 13.000 eintökum. Í Vestfjarðatíðindunum nú er gerð grein fyrir útgáfu Vestfirska forlagsins það sem af er árs 2012, sem eru orðnar 9 bækur. Verða þær rúmlega helmingi fleiri fyrir lok ársins. Þá er kynnt -Mannlífs- og menningarbrú Vestfirðinga og vina heima og heiman- 1. hluti. Ritstjóri er Björn Ingi Bjarnason frá Fateyri og ábyrgðarmaður er Hallgrímur Sveinsson á Þingeyri. Samstarfsaðili við útgáfuna er Leturprent í Reykjavík þar sem ráða ríkjum
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. september 2012

Uppskeruhátið ferðaþjónustunnar verður í Bolungarvík.

Ferðaþjónustuaðilar á góðri stund.
Ferðaþjónustuaðilar á góðri stund.
Um næstu helgi,laugardaginn 29. september ætlar ferðaþjónustan á Vestfjörðum að gera sér glaðan dag og halda uppskeruhátíð á veitingastaðnum vaXon.is í Bolungarvík. Það eru allir sem starfa í ferðaþjónustu eða hafa áhuga á greininni velkomnir að taka þátt í húllumhæinu. Ferðaþjónustufyrirtæki eru hvött til að bjóða starfsfólki sínu með á hátíðina, því eins og við öll vitum þá er fátt mikilvægara en að fólk sem starfar í greininni þekki til hvors annars á því víðfeðma svæði sem Vestfirðir eru. Uppskeruhátíðin mun fara fram í Bolungarvík að þessu sinni og ljúka með mikilli veislu eins og áður sagði á veitingastaðnum vaXon.is um kvöldið þar sem einnig er gert ráð fyrir að fólk gisti. Skráning fer fram hjá Hauki Vagnssyni á vaXon.is  á netfanginu haukur@vaxon.is  eða í síma 862-2221.

Hvatningarverðlaun 2012:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Sperrur hífðar 29-10-08.
  • Einingarnar hífðar úr gámunum.14-10-08.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
Vefumsjón