Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. október 2012

Framkvæmdum við Hólmavíkurhöfn að ljúka.

Frá framkvæmdum við Hólmavíkurbryggju.Mynd af vef Siglingastofnunar.
Frá framkvæmdum við Hólmavíkurbryggju.Mynd af vef Siglingastofnunar.
Nú í vikunni lýkur frágangi á þekju og lögnum í Hólmavíkurhöfn sem auglýst var til útboðs sl. vor. Er þar með lokið endurbyggingu sem hófst í fyrra þegar boðinn var út rekstur á stálþili utan um bryggjuhausinn. Verktaki við fráganginn var Stálborg ehf. í Hafnarfirði sem átti lægra boð lægra af þeim tveimur sem bárust. Örlítið bættist við verkhlutann en því lauk innan tímamarka.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. október 2012

Truflanir á símasamband í Árneshreppi á morgun.

Fjarskiptastöð Símans í Reykjaneshyrnu.
Fjarskiptastöð Símans í Reykjaneshyrnu.
Vegna viðgerðar á símkerfi í fjarskiptastöðinni í Reykjaneshyrnu Árneshreppi fimmtudaginn 18. október. 2012, má búast við truflunum á símasambandi í Árneshreppi seinni part dags á morgun.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. október 2012

Haustball Átthagafélagsins.

Dansinn mun duna í Breiðfirðingabúð á laugardagskvöld.
Dansinn mun duna í Breiðfirðingabúð á laugardagskvöld.
1 af 2
Nú er komið að hinu árlega haustballi Átthagfélags Strandamanna. Dansleikurinn verður í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14, 2.hæð næstkomandi laugardagskvöld 20. október 2012. Þeir Ari Jónsson og Finnbogi Kjartansson sjá um að leika fyrir dansi gömlu og nýju danslögin frá kl 22:00 til kl 02:00. Miðaverðið er aðeins 2.000.- kr. Dustið nú af dansskónum. Félagsmenn
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. október 2012

Kjörstaður opnar kl.10 í Árneshreppi.

Kjörstaður opnar kl.10:00 laugardaginn 20 október 2012. í Félagsheimilinu í Árneshreppi.
Kjörstaður opnar kl.10:00 laugardaginn 20 október 2012. í Félagsheimilinu í Árneshreppi.

Tilkynning vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá laugardaginn 20. október 2012.

Kjörstaður í Árneshreppi verður í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Á kjörskrá eru 43,karlar eru 25 og 18 konur. Kjörskrá Árneshrepps liggur fyrir á skrifstofu sveitarfélagsins. Ingólfur Benediktsson í Árnesi 2. er formaður kjörstjórnar. Kjörstaður verður opnaður kl. 10:00,segir í tilkynningu frá Kjörstjórn Árneshrepps.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. október 2012

Niðurgreiðslur til húshitunar.

Í skýrslunni leggur starfshópurinn til að jöfnunargjald verði lagt á um  áramót 2012/2013.
Í skýrslunni leggur starfshópurinn til að jöfnunargjald verði lagt á um áramót 2012/2013.
57. Fjórðungsþing Vestfirðinga, haldið á Bíldudal þann 4. og 5. október 2012 skorar á Alþingi að fara að tillögum varðandi jöfnun húshitunarkostnaðar sem starfshópur á vegum iðnaðarráðuneytisins hefur skilað í „Skýrslu starfshóps um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar (des 2011)" og tekur Fjórðungsþing Vestfirðinga eindregið undir þær tillögur sem þar eru settar fram. Í skýrslunni leggur starfshópurinn til að jöfnunargjald verði lagt á um  áramót 2012/2013 samhliða endurskoðun á orkuskatti sem í dag er 0,12 kr/kWst. Í lögum um
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. október 2012

Símabilanir.

Fjarskiptstöðin í Reykjaneshyrnu.
Fjarskiptstöðin í Reykjaneshyrnu.
Símakerfið hér í Árneshreppi hefur verið að detta út oft frá um miðjan september,jafnvel hefur það ske að allt kerfið hefur dottið út það er heimilissími,3G net og farsímar í fjarskiptastöðinni í Reykjaneshyrnu. Stöðin var stækkuð í september og eftir það komu þessar bilanir fram. Í morgun kom fréttatilkynning frá Gunnhildi A Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa Símans. Þar kemur fram að strákarnir í tæknideildinni munu skoða sambandið með það að markmiði að bæta það. Þannig að það er verið að vinna í þessum málum af Símans hálfu
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. október 2012

Vel er mætt til vinafundar!

Kór Átthagafélags Strandamanna mun taka þátt á tónleikunum þann 14 október kl:14:00.
Kór Átthagafélags Strandamanna mun taka þátt á tónleikunum þann 14 október kl:14:00.
1 af 2
Vel er mætt til vinafundar!

„Vel er mætt til vinafundar" kallast tónleikar 7 átthagakóra sem verða haldnir í Háskólabíói við Hagatorg 14.október kl. 14.00.

Kórarnir sem koma fram á þessum tónleikum eru: Breiðfirðingakórinn,Húnakórinn,Skagfirska Söngsveitin,Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga,Árnesingakórinn í Reykjavík,Söngfélag Skaftfellinga,og ekki síðast og síst Kór Átthagafélags Strandamanna. Í lokin syngja allir kórarnir saman. Kynnir er: Níels Árni Lund. Miðaverðið
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. október 2012

Lúxuslíf á Mölinni.

Meðfylgjandi er mynd af Prinspóló og Berglindi Hessler : Ingvar Högni Ragnarsson.
Meðfylgjandi er mynd af Prinspóló og Berglindi Hessler : Ingvar Högni Ragnarsson.
Laugardagskvöldið 13. október næstkomandi verða haldnir fyrstu tónleikarnir í nýrri tónleikaröð á Malarkaffi á Drangsnesi. Tónleikaröðin hefur hlotið nafnið "Mölin" og verður haldin mánaðarlega í vetur. Á Mölinni verður lögð áhersla á að færa þverskurð af fjölbreyttri tónlistarflóru landsins nær menningarþyrstu Strandafólki.

Það er hinn eðalborni Prinspóló sem mun ríða á vaðið og heilla tónleikagesti með grípandi smellum sínum. Á tónleikunum á laugardaginn verður Prinsinum til halds og trausts hans ektakona Berglind Hressler en þau hafa undanfarnar vikur dvalist ásamt fjölskyldu sinni á Drangsnesi. Má því búast við að töfrandi Strandaloftið smitist inn í spilamennsku þeirra hjóna og smellir á borð við Lúxuslíf og Niðrá strönd öðlist nýtt líf á Mölinni.

Tónlistarmaðurinn
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. október 2012

Góð kjörsókn í Árneshreppi í síðustu forsetakosningum.

Drangaskörð. Kosningaþátttaka í Árneshreppi á Ströndum var ein sú besta á landinu öllu í síðustu forsetakosningum, eða 83% .
Drangaskörð. Kosningaþátttaka í Árneshreppi á Ströndum var ein sú besta á landinu öllu í síðustu forsetakosningum, eða 83% .
Kosningaþátttaka í Árneshreppi á Ströndum var ein sú besta á landinu öllu í síðustu forsetakosningum, en 83% kosningabærra manna í hreppnum greiddu atkvæði í kosningunum. Aðeins í Tjörneshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu var kosningaþátttakan betri, eða 83,6%. Kosningaþátttaka á Vestfjörðum var í takt við þátttöku á landsvísu, en 69,3% kosningaþátttaka var í síðustu forsetakosningunum.

Tálknafjarðarhreppur var það sveitarfélag á Vestfjörðum sem hafði lægsta
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. október 2012

Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Vestfjörðum.

Viðburðurinn fer fram í Þróunarsetrinu á Ísafirði. Mynd BB.is
Viðburðurinn fer fram í Þróunarsetrinu á Ísafirði. Mynd BB.is
Helgina 12. til 14. október næstkomandi fer fram Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Vestfjörðum. Viðburðurinn er vettvangur fyrir þá sem langar að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd eða taka þátt í uppbyggingu hugmynda annarra.

Viðburðurinn er öllum opinn og það kostar ekkert að taka þátt. Yfir helgina fá þátttakendur tækifæri til þess að ná lengra með hugmyndir sínar með aðstoð fjölmargra sérfræðinga. Eins verða flutt gagnleg erindi um uppbyggingu hugmynda og stofnun fyrirtækja. Viðburðurinn er því fyrir alla þá sem hafa hugmyndir að vöru eða þjónustu, starfandi fyrirtæki og einnig þá sem langar að aðstoða aðra við uppbyggingu hugmynda.  Innovit og Landsbankinn standa að viðburðinum í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og sveitarfélög á Vestfjörðum.  Eins styðja fjölmörg fyrirtæki af svæðinu rausnarlega við viðburðinn. Viðburðurinn fer fram í Þróunarsetrinu á Ísafirði. 

Atvinnu- og nýsköpunarhelgar eru að erlendri fyrirmynd,
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
Vefumsjón