Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. október 2012
Prenta
Fræðslukvöldi um barnsmissi frestað til 1. nóvember.
Fræðslukvöldi um barnsmissi sem hafði verið auglýst í kvöld miðvikudagskvöldið 24.október hefur verið frestað, þar sem það rakst á við áður auglýstan fyrirlestur um netfíkn. Fræðslukvöldið verður því haldið í Hólmavíkurkirkju fimmtudagskvöldið 1. nóvember klukkan átta. Um er að ræða fræðslu og spjallkvöld í notalegu umhverfi, ætlað fagfólki, foreldrum og öðrum aðstandendum. Flutt verður um klukkustundarlangt fræðsluerindi og síðan gefst færi á að spjalla, deila reynslu sinni eða fá svör við fyrirspurnum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fræðsluerindi flytur Hildur Jakobína Gísladóttir,stofnandi samtakanna Litlir englar. Heimasíðan Litlir englar er hér.