Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 21. október 2012
Prenta
Jarðskjálftinn fannst í Árneshreppi.
Margrét Jónsdóttir á Bergistanga við Norðurfjörð fann greinilega jarðskjálfta um og uppúr miðnætti,en þá segist hún hafa verið að lesa bók upp í rúmi,síðan hafi hún vaknað um hálf tvö í nótt við hristing,það hefur þá sennilega verið stóri skjálftinn. Eins segist Sigursteinn í Litlu-Ávík hafa vaknað við eitthvað á öðrum tímanum í nótt. Jarðskjálftahrina hefur gengið yfir norðurland í nótt og eru upptökin um 20 kílómetra norður af Siglufirði og er skjálftahrina í gangi. Stærsti skjálftinn var kl. 01:25, 5,2 stig,eftir jarðskjálftadeild Veðurstofu Íslands. Hann fannst um allt Norðurland.