Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. október 2012
Prenta
Kosningaþátttaka í Árneshreppi á Ströndum var ein sú besta á landinu öllu í síðustu forsetakosningum, en 83% kosningabærra manna í hreppnum greiddu atkvæði í kosningunum. Aðeins í Tjörneshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu var kosningaþátttakan betri, eða 83,6%. Kosningaþátttaka á Vestfjörðum var í takt við þátttöku á landsvísu, en 69,3% kosningaþátttaka var í síðustu forsetakosningunum.
Tálknafjarðarhreppur var það sveitarfélag á Vestfjörðum sem hafði lægsta kosningaþáttöku á svæðinu, eða 68,4%. Í Ísafjarðarbæ var kosningaþáttaka 73,8% og í Bolungarvík 70,4%. Norðvesturkjördæmi er fámennasta kjördæmi landsins, en þar eru 15.346 kjósendur á kjörskrá. Þetta kom fram á vef Bæjarins besta í morgun.
Góð kjörsókn í Árneshreppi í síðustu forsetakosningum.
Tálknafjarðarhreppur var það sveitarfélag á Vestfjörðum sem hafði lægsta kosningaþáttöku á svæðinu, eða 68,4%. Í Ísafjarðarbæ var kosningaþáttaka 73,8% og í Bolungarvík 70,4%. Norðvesturkjördæmi er fámennasta kjördæmi landsins, en þar eru 15.346 kjósendur á kjörskrá. Þetta kom fram á vef Bæjarins besta í morgun.