Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. september 2012 Prenta

Lömb fóru í slátrun í dag.

Fjárbíll frá Hvammstanga.Myndasafn.
Fjárbíll frá Hvammstanga.Myndasafn.

Tveir bílar komu í dag að sækja fé til slátrunar,annar bíllinn kom frá KVH ehf á Hvammstanga hinn bíllinn frá SAH- afurða ehf á Blönduósi. Bændur láta slátra ýmist á Blönduósi eða Hvammstanga,og sumir bæir skipta því á bæði sláturhúsin hvar þeyr láta slátra.

Fé virðist nokkuð vænt sem komið er eftir heimsmalanir og fallþungi ætti því  að vera nokkuð góður ef sem horfir,en bændur voru farnir að óttast að lömb yrðu ekki eins þung og venjulega eftir þetta mikla þurrkasumar. Bílarnir í dag tóku fé af fjórum bæjum sem sameinuðust um fjárbíla. Þessu fé verður slátrað á morgun föstudaginn 14. september. Einn bíll var búin að taka lömb til slátrunar í fyrri viku. Á morgun byrjar fyrstu skylduleitir þegar leitað verður norðan Ófeigsfjarðar og á laugardag frá Ófeigsfirði og réttað verður þá í Melarétt.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Agnes komin uppundir Hjallskerin í Ávíkinni.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
Vefumsjón